Heima er bezt - 01.12.1951, Síða 2

Heima er bezt - 01.12.1951, Síða 2
190 HeIM'A ER BE’ZT Nr. 10 t— ---—------— —.—■------— Heima er bezt Kemur út mánaðarlega, 32 síður. Ritstjóri: Vilhj. S. Vilhjálmsson. Útgefandi: Bókaútgáfan Norðri. Sími 3987. Pósthólf 101. Áskriftarverð, 12 blöð, kr. 67.20. Útsöluverð kr. 7,00 eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. I —------------------------- Kærar þakkir Gleðileg jól! MEÐ ÞESSU HEFTI er fyrsta árgangi „Heima er bezt“ lokið. í upphafi. setti ritið sér ákveðna stefnu og frá henni hefur ekki verið hvikað. Það er skemmti- legt að geta nú fullyrt, að al- menningur hefur tekið ritinu mjög vel. Það hefur sannað, að rit með efni eins og „Heimt er bezt“ hefur flutt, er kærkomið, og að þörf er fyrir það. Viðgang- ur þess hefur verið hægur og jafn, en með haustmánuðunum hefur hraði komizt á vöxtinn og svo horfir, sem þess verði ekki langt að bíða, að „Heima er bezt“ verði eitt útbreiddasta rit á landinu. „Heima er bezt“ sendir öllum vinum sínum kveðjur, þakkir og heillaóskir, ekki að- eins þeim, sem hafa stutt það með efni, heldur og ölium lesend- um þess. Það hefur nú þegar eignast stóran vinahóp meðal ungra og gamalla, sem rita því bréf og senda því efni til birt- ingar og fillögur um breytingar, og öll bera þessi tilskrif vott um einlægt vinarþel og áhuga fyrir framtíð ritsins. Er augljóst, að lesendur eru þakklátir „Norðra“ fyrir að hafa ráðizt í það, á þessum erfiðu tímum, að gefa út rit með þessu efni. „Heima er bezt“ mun halda á- fram á sömu braut. Fyrir liggur nú geysimikið af efni, þáttum, sögnum og sögum, viðtölum, kvæðum, lausavísum og öðru efni, sem alþýðufólk víða um land hefur samið og safnað og mun þetta birtast smátt og smátt. Verða þeir, sem senda SAGT ER ... ? SAGT ER, að eitt sinn, þegar Hafnarfjarðarvagninn ók fram hjá Fossvogs- kirkjugarði, hafi verið þar hópur af hestum við hliðið. „Hvern skyldi nú vera verið að jarða?“ sagði einn af farþegunum. Annar svaraði: „Mér sýnist það muni vera einhver merkishestur!“ Myndirnar á forsíðu 1. Kirkjan að Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi mun vera ein fegursta sveitakirkja á landinu. Hún var byggð 1918, eftir að gamla kirkjan hafði fokið, en þá fauk Hrepphóla- kirkja einnig. 2. Jólin nálgast og þau eru fyrst og fremst hátíð barn- anna, annars má segja, að á jólum heimsækjum við, sem eldri erum orðin, æsku okk- ar í minningum. Fyrrum var ekki mikið skraut kringum börnin á jólunum, en nú er það komið víða. Hér sjáið þið þrjá prúðbúna bræður við skreytt jólatré sitt. 3. Stóra-Núpskirkja er ekki að- eins snotur að utan, heldur er hún og fögur að innan. Altaristafla hennar er hið fegursta listaverk. Sýnir það Fjallræðuna og hefur Ás- grímur Jónsson samið lista- verkið. 4. Kaþólska kirkjan gnæfir yf- ir Reykjavík, þar sem borgin er hæst. Kirkjan er fögur og tignarleg. Fyrirmynd hennar er íslenzkt stuðlaberg. efni, að hafa nokkra þolinmæði, þó að þeir sjái það ekki strax, því að úr vöndu er að ráða í hvert sinn, svo að í ritinu sé sín ögnin af hverju, og að hvert hefti sé sem fjölbreyttast. Gert er ráð fyrir því, að þó að stefnunni sjálfri verði fylgt út í yztu æsar, verði gerðar nokkrar breytingar á niðurröðun og efni eftir ára- mótin. Reykjavíkurþátturinn hættir, að minnsta kosti um sinn, en reynt mun verða að taka upp þátt um forn býli og sögustaði, en þó er það ekki afráðið til fulls. Þá mun það verða aukið að birta smásögur og jafnvel verður eitt kvæði í hverju hefti. Ríkust áherzla verður lögð á það, eins og hingað til, að birta frá- sagnir fólks og sagnaþætti, en er- lent efni verður og með, og þá lögð fyrst og fremst áherzla á fróðleiksgildi þess. „Heima er bezt“ hefur gengið heldur erfið- lega að fá ljósmyndir úr lífi og starfi fólksins í landinu, úr lífi dýranna og náttúrunnar. Nú hefur ritiö samið við listfengan amatörljósmyndara, Þorvald Á- gústsson frá Ásum, og mun hann taka myndir fyrir ritið á næsta ári. Hann gjörði myndirnar á forsíðu síðasta blaðs og einnig hefur hann tekið myndirnar á forsíðu og alla öftustu síðu í þessu hefti nema eina. Vonum við, að lesendum líki þær vel. Hér hefst nú hestavísnaþáttur- inn og vonum við að hann falli mönnum í geð. Þessi fyrsti árgangur er 328 síður, þar sem þetta hefti er 8 síðum stærra en gert var ráð fyrir. Þetta er stór bók og fjöl- breytt að efni, að líkindum ódýr- asta lestrarefni, sem nú er á boð- stólum. Þessi 10 eintök kosta 56 krónur. Skemmtilegast er fyrir fólk að eiga ritið frá upphafi, en nú er farið að ganga á fyrstu heftin, svo að ráðlegast er að panta þau í tíma. Gera má ráð fyrir, að þau verði ófáanleg eftir tiltölulega stuttan tíma. Kærar þakkir fyrir allar kveðj- urnar, stuðninginn og heillaósk- irnar. Kærar þakkir fyrir sam- vinnuna á þessu ári. Gleðileg jól og farsælt kom- andi ár. Ykkar einlægur VILHJ. S. VILHJÁLMSSON.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.