Heima er bezt - 01.12.1951, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.12.1951, Blaðsíða 9
Nr. 10 Heima er bezt 297 Jórunn Ólafsdóttir Sörlastöðum: I faðmi sveitanna .lórunn Ólafsdóttir ÞÓ AÐ OFT BLÁSI SVALT í desem- ber og hann einkennist af valdi myrkurs- ins fremur en aðrir mánuðir ársins, hvílir þó meiri og sérstæðari glæsileiki yfir svip hans, en nokkurs mánaðar annars og við hann er fyllri og föiskvalausari fögnuður bundinn, vegna þess, að hann ber í faðmi sér dýrðlegustu hátíð ársins — jólin, sem verma inn að hjartarótum þegar þau heilsa og ljóma í heimi mininnganna eins og skær stjarna, — löngu eftir að þau eru liðin.OIdum saman hafa þau flutt mann- kyninu ljós og yl. Alls staðar, upp til fjalla, út til stranda, í kotbæ og konungshöll og í hjarta hvers kristins manns, hefur geisli þeirra ljómað sem merki hinnar helgustu fegurðar, — tákn hins æðsta friðar. A jólunum er deilumálunum og áhyggju- efnunum ýtt til hliðar um stund, sál grær við sál, byggð við byggð, þá tengjast hinar kristnu þjóðir böndum eindrægni og ástúð- ar og fegurð lífsins verður annað og meira en fjarlægt geislaglit, hún verður auðlegð helguð af kærleika guðs. GLEÐLEG JÓL! Það streymir yndis- leg hlýja frá því ávarpi, það er borið uppi af öldu hugljúfs fagnaðar og snertir líkt og forleikur lofsöngslags, sem rýfur svarta skugga, yljar særðu brjósti, vekur von og eftirvæntingu, kallar fram djörfung og dáð, lætur hinn unga, auðuga, glaða, frjálsa og styrka finna bróður sinn í öldungnum, ein- stæðingnum, öreiganum, sjúklingnum og sorgarbarninu, svo að hendur tengjast í traustu taki sáttar og samúðar og jólaljós- ið blikar yfir brosum og tárum og skín í gegnum skammdegisskuggann. sem hið æðsta sigurtákn. Þegar jólin heilsa tekur gjörvöll byggðin á sig hátíðarblæ. Birta þeirra og blessun nær jafnt til dalabæjarins sem borgar- ,villunnar“, en helgi þeirra, áhrif hins eig- inlega kjarna þeirra á sér vísast enn dýpri rætur á meðal þeirra, sem una í faðmi sveitarinnar. Fábreytileikinn, sem að öll- um jafnaði ríkir í sveitinni, veldur því, a«5 koma jólanna, snerting hinna ósýnilegu töfra þeirra, verður stórviðburður, — Vængjatak er vekur og örvar — og kyrrðin, sem þar er fyrir hendi, gjörir einstaklingnum auðvelt að finna sjálfan sig, svo að harpa hjarta hans ómar í samræmi við yndi lífs- ins, sem jólabarnið skóp. I sveitunum, víðast hvar a. m. k., er minni jólaundirbúningur en í kaupstöðun- um, — minna „jó!atilhald“, minni íburður í veitingum og búnaði öllum, minná tízku- prjál, minni gjafamakt og lágværari gleði- mál, — óbrotnari rammi, en þess skýrari myndin, sem hann geymir, og varanlegri á- hrif minninganna á bak jólum, þar sem ekki er um að ræða glaum né glys, sem deyfi gildi þeirra og drekkja þeim svo að síðustu í iðu margbreytileika og múgsefj- unar. En í sveitunum er samt engu að síður horft með ástúð og eftirvæntingu til jól- anna og mikið á sig lagt til að fá tekið á móti þeim með háttvísi og hátíðleika, — sums staðar mun slíkt meira að segja vera um efni og ástæður fram. Það er bakað og breyzkt, strokið og steikt, soðið og saum- að, heklað og hannyrðað, pússað og prýtt, þvegið, fágað og skrýtt hátt og lágt, lang- tímum saman. Að sjálfsögðu mæðir þetta einna mest á húsfreyjunni, oft á hún ann- ríkt, en sjaldan meir en dagana næstu á undan jólunum og öðrum stórhátíðum, þá skal tjaldað því, sem til er, svo að heimilið beri þann blæ, sem hátíðinni sæmir. En til þess að hægt sé að tjalda því, sem til er, þarf einhver að leggja mikið af mörk- um, með alúð, orku og iðjusemi og í þessu tilfelli er það fyrst og fremst hús- freyjan, sem vandinn hvílir á og kvaðirn- ar kalla. Hlýleiki og hátíðarsvipur heimil- isins fer mjög eftir smekkvísi, hugkvæmni, ötulleik og hæfileikum hennar, það veit hún og þess vegna leggur hún sig fram, kostar miklu til, ef hún á annað borð skil- ur sitt hlutverk og ann sóma sínum og sins garðs. Mörg húsmóðir mun ganga þreytt til hvílu á Þorláksdagskvöld og finnast erils- og áhyggjusamt á aðfangadag. En e. t. v. er enginn ánægðari en hún, þegar hún hefur lagt á jólaborðið, glætt arineldinn og tendrað Ijósin, svo að híbýl- in ljóma öll og bjóða sinn vinarfaðm. Á aðfangadag hraða karlmennirnir sér við úti- verkin, fremur en venjulega, því að þeir vilja hafa nægilegt tóm til að taka sig til og njóta jólavistanna áður en útvarp hefst. Efalítið skammta þeir nú skepnunum aí enn meiri rausn en endranær, velja handa þeim ilmandi tuggu og gæða þeim á ein- hverjum gómsætum aukabita úr matar- búri sínu, svo slökkva þeir Ijósið, byrgja húsin og hraða sér heim til bæjar. Þeir af- klæðast gegningarfötum sínum og þvo af ser gróm hversdagsins og afmá hann sjálf- an úr svip sínum um stund, færa sig í betri flíkurnar, klæðast gjarnan einhverri nýrri flík til að útiloka jólaköttinn, setja í það minnsta á sig nýtt hálsbindi, greiða sér vandlegar en venjulega og setjast sfðan til borðs, ásamt því fólki, sem íyrir var innan- bæjar og sem einnig hefur klæðst betri föt- um og sett upp hátíðarsvip — að venum. Það er metnaðu/ húsbændanna að jólaborð- ið geti verið sem fjölbreyttast og ríkuleg- ast, allt það bezta, sem búið á og bærinn geymir, er þangað borið og þess notið í fyllstu einingu. Að máltíð lokinni hverfa heimilismenn til baðstofu — eða bezta herbergis bæjarins og kveikja á kertunum á jólatrénu, — eða, ef jólatré er ekki til, þá er þó samt sem áður kveikt á jólakert- unum og þeim komið fyrir víðsvegar um stofuna — og svo er sezt umhverfis út- varpstækið og hlustað á hátíðamessu frá einhverju guðshúsi höfuðstaðarins. Jóla- sálmarnir óma, vekja hrifningu bernsk- unnar og hlýjan streng í hjörtum þeirra, sem eldri eru. Jólaguðspjallið er lesið frá altarinu: „I dag er yður frelsari feeddur". Engin setning í öllum bókmenntum heims- ins flytur fagnaðarríkari boðskap ■— boð- skap, sem hefur yfir stund og stað, veitir vökuþrótt og vonarfyllingu, fyrirheit um sælu og sigur, — vissu um að allt er í ei- lífri kærleikshendi. — Á þessari stundu breytist stofan á sveitabænum í ofurlitla kapellu, þar sem kyrrð og hátíðleiki ríkir, sál tengist sál og andi guðs fer vermandi unaði um vitund einstaklings, svo að jóla- helgin snertir hjarta hans eins og heitur straumur. Þegar aftansöngurinn er úti, rísa menn úr sætum, takast í hendur og bjóða hver öðrum gleðileg jól. Svo eru jólagjaf- irnar teknar fram. Þær eru misjafnar að verðgildi og glæsibrag, slíkt fer eftir efnum og örlæti einstaklinganna, sem að þeim standa. En að baki þfirra allra býr bróður-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.