Heima er bezt - 01.12.1951, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.12.1951, Blaðsíða 28
316 Heima er bezt Nr. 10 Benedikt Gíslason frá Hofteigi hóf máls á því í síðasta hefti, að við birtum hestavísnaþætti framvegis. Um leið lagði hann til upphaf þáttar- ins með nokkrum snjöllum vísum. Asgeir Jónsson frá Gottorp hefur lofað að verða okkur innan handar með vísur í slíkan þátt og birtist hér sá f'yrsti, en fleiri munu veita góða aðstoð. Hér birtist gamallt kvæði, af- burðasnjallt og hefur það ekki birzt áður. Jónas Gottskálksson er fædd- ur að Garðsá í Eyjafirði 16. maí 1811. Hann lærði söðlasmíði í Danmörku, dvaldi um skeið á Akureyri og í Arnarnesi við Eyjafjörð, einnig í Hörgárdal og þar dó hann, í Fornhaga, 18. okt. 1869. Jónas lét prenta í Kaup- mannahöfn ljóðakver, sem heit- ir „Ríma af Úlfgeiri sænska" og nokkur önnur ljóðmæli. Þar í eru meðal annars dróttkveðin ljóð um Blika, sem hér fara á eftir, ort af Jónasi Gottskálks- syni. Þrjá meir en þrisvar tíu þegna ég hefi eignazt fáka með fjöri mjúku, flesta rétt góða hesta. Öngvan ég átti lengi, einn fékk þó keyptan seinna; lýsa mig lystir drösuls lit, prýði hans og viti. Skjóttur er skrokkur nettur, skjallhvitar herðar allar, niður um bóga báða bjartleikið hörund skartar, mön er frá herðum honum, hrygg beinum eftir liggur, knörinn litbreyttur keyra kviklegur nefnist Bliki. Skapaður lista lipur, lifmjór, en kraftastífur, brjóstþykkur, bógaþrýstinn, búklangur, fótamjúkur. Höfuðið vel upp hefur, hyggur til sjón hvar liggur, eirinn í högum hírist, hesta ef sér þó beztur. Söðlaður sig til reiðir, settann í stilling rétta, aflvöðva út hann stíflar, andholið snörlar þanda, brún þyngist, brímar sjónar, brenna vinds hyrjar kenna, munnjárna gríður grennist, grípur þau tönn og klípur. Sezt ég á fákinn frásta, fram brunar orku ramur, hringbeygir hálsinn langa, hlífarlaust loftið klýfur, rjúka móld-reykjar-strokur, rífur upp jörð sem fífu, freyðir af munni froða, frýsar og hreysti lýsir. Hann þrátt í holtum grennir, hnjóta til vegabótar, hann þegar foldu flennist, flata hún hlam og gnatar. Hann þegar hraun um rennir hreinan slœr eld úr steinum, en þegar keldu kennir kvíðalaust yfir hýðir. Ferð þó að fari hraða fótlipur reiðarskjóti, aldrei sá hnýtur heldur heppinn fram sífellt keppir, fljótt þó að fyrir hitti flóa, dý, hraun, grjót, móa, strax ef ég stanza hugsa stillir hann ferð með snilli. Nöðrum taums oft þótt aðrir etji og sporum hvetji, keyrið ég legg að lœri, „ lœt hann ei slögum mœta, leirvatni spark þótt spora spýti og steinum grýti, friar hann oss er fló ’ann framast af öllum saman. Einn þá eg fer um fornan feril er naumast sé ég, myrkra ég mœti slörkum, mér ókennt plássið gerist, hrjóstrugt um hauður nœsta, hér eins og þekki fer hann, þrautgóður, þœgur, gætinn þverlyndisfrí mig ber hann. Elfur þótt æstar skjálfi, allþungt af heiðum falli og gnauði við grjót og flúðir gnyðandi strauma kliði, ríð ég óragt að móðu, reyfðum of stáli skeifðum, gjarða-mar hugarhörðum hrœðist ei vatnið skœða. Veður stillt, vandar stöðu, víglega niður stígur, kast-iðu hóla hraustur hrékur og sundur tekur, bjargfastur bifast hvergi, beita í strauminn veit hann, hreifur á sundi hefur hestum á undan flestum. Á vetrum þá vangur nötrar víðlent af stormum hriða, herðir að hestabirgðum, heyskortur bætist eigi, matur sem maður neytir metur þó hafra betur, gullvœgt er það á gylli, galla því síður kalla.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.