Heima er bezt - 01.12.1951, Side 4
292
Heima er bezt
Nr. 10
félaginu, lausamennskubréfið
hans og þau fáu sendibréf, sem
hann hafði fengið á lífsleiðinni.
Ef lítið barn var á heimilinu,
fékk það alltaf einhverja sæl-
gætisögn á degi hverjum og
stundum aukaskamrnt, þegar
sáran var grátið. Og mér er ekki
örgrannt um, að fyrrgreind táta
hafi grátið heldur oftar en þörf
var á fyrir bragðið — eða að
minnsta kosti gætt þess að
gráta sælgætisverðum gráti, ef
hún þurfti að brynna músum á
annað borð. Stálpaðri börn
fengu glaðning á hverjum
sunnudegi. Á þvottadögum var
hoffmannsdropaglasið tekið upp
úr koffortinu, og þvottakonun-
um voru þá veittir nokkrir drop-
ar í sykurmola. Ef einhver
heimamanna fékk kvef eða ann-
an krankleik, var glasið líka
strax á lofti, og flestir gestir
voru leystir út með hoffmanns-
dropum. Öllum þótti vænt um
þessar veitingar, þótt ekki væri
nema vegna risnugleði og góð-
vilja veitandans.
Á kvöldin, þegar miðnætur-
sólin logaði upp úr Öxarfjarðar-
flóanum og álftirnar úti við lón
höfðu synt inn í sefið og stung-
ið nefi undir væng, sat ég oft á
tali við nafna minn niðri í eld-
húsi. Hann var ræðinn og vel
greindur og hafði gaman af að
rifja upp atburði löngu liðinna
daga. En heyrnarbilun hafði
lengi háð honum mjög, og því
gaf hann sig minna á tal við
menn en ella. Ég hripaði sumt af
samræðum okkar lauslega í
vasabók mina, og þar rekst ég
á þessa punkta.
— Hvar ert þú fæddur? spurði
ég.
— Ég er fæddur á Þverá í Ax-
arfirði og ólst þar upp til 14 ára
aldurs. Þá fór ég í vinnu-
mennsku í fjöldamörg ár.
— Hvað fékkstu í kaup?
— Fyrstu árin hafði ég 60
krónur í árskaup og eina flík,
seinna fékk ég 80 krónur og
komst hæst upp í 100 króna árs-
kaup auk flíkur. Það var svo sem
ekki mikið, en þá kostaði sterk
flík heldur ekki nema 7 krónur,
nú kostar ósterk flík 60 til 70
krónur.
Ég fór að reikna og minntist
á, að lélegt þætti samsvarandi
kaup nú á dögum — 600 til 700
króna árskaup auk flíkur — svo
að nútíðin þyrfti ekki að skamm-
ast sín, þótt bölvuð væri. Hann
hafði ekki teljandi áhuga á slik-
um samanburði, en endurtók þó,
að kaupið hefði sosum ekki ver-
ið hátt.
— En hvernig var viðurvær-
ið?
— Við fengum góða vætu með
slátri á morgnana. Á sumrin
fékk maður flatköku og kjötflís
eða egg á engjar, en aldrei mjólk
né kaffi nema þegar bundið var,
og svo var slátur eða brauð og
nóg væta á kvöldin.
— Og skemmtanalífið?
— Á vökunni var lesið og þá
aðallega úr íslendingasögunum.
Þær voru marglesnar, og eins
Fornaldarsögur Norðurlanda. ís-
lendingasögurnar eru ákaflega
skemmtilegar, þótt margt sé
Ijótt í þeim. Og ekki var hætt
við að maður sofnaði undir
Fornaldarsögunum. Þar voru nú
meiri tiltektirnar.
— En var ekki stundum dans-
að?
— Það var mjög sjaldan. Ég
hef aldrei stigið dansspor. Mér
þótti mest gaman að sitja á góð-
um hesti svolítið hreifur af víni.
Ég réði ekki við augun — þau
litu á fætur hans. Þeir sómdu
sér greinilega betur á hestsíðum
en dansgólfi.
— Þú hefur þá fengið þér í
staupinu á þeim árum? sagði ég.
— Já, ég gerði talsvert að því
— eins og allir. Þetta þótti sjálf-
sagt, enda kostaði vínið sama og
ekkert — aðeins nokkra aura
potturinn af góðu víni og fékkst
í hverri höndlun.
— En hafðirðu ekki gaman að
kvenfólki?
— Ekki eins og hestum. En ég
hafði ósköp gaman af að lána
stúlkum hesta bæjarleið, og —
já, og skreppa með . . .
— Og — ekkert meira . . .?
spurði ég með varfærni.
— Við tölum ekki um það,
svaraði Einar með góðlegu
glettnisbrosi í augunum, en
jafnframt nokkurri tortryggni í
svipnum, eins konar kurteis-
legri áminningu um að reyna
ekki að misnota trúnað hans.
Ég tók viðvörunina til greina og
reyndi ekki að færa mig upp á
skaftið. Kannske hafði hann
aldrei verið við kvenmann
kenndur og bar svolítið sár eft-
ir. Ef til vill logaði hljóðlega í
brjósti þessa áttræða pipar-
sveins minning um „engil með
húfu og rauðan skúf í peysu,“
Það kom ekki mál við mig, og
þess vegna spurði ég heldur,
hvort hann hefði alltaf átt
heima í Öxarfirði.
— Nei, ég var 9 ár á Bakka í
Kelduhverfi. En þá flutti ég það-
an vegna þess, að hefði ég verið
þar í 10, þá hefði ég eignazt sveit
í Kelduhverfi, og það vildi ég
ekki. Nokkru seinna hætti ég
vinnumennsku og keypti mér
lausamennskubréf hjá Stein-
grími Jónssyni, sem þá var sýslu-
maður á Húsavík. Bréfið kost-
aði fjórar krónur, og ég á það
ennþá.
— Hvaða réttindi veitti það?
— Þá mátti maður vera sjálfs
sín húsbóndi, en annars varð
maður að vera skráður annars
hjú.
— Segðu mér eitthvað frá trú-
arlífinu.
— Alls staðar þar sem ég
dvaldist var lesinn húslestur á
hverju kvöldi. Oftast var lesið í
Jónsbók. Hún er ákaflega góð.
Feiknarlegur gáfumaður hefur
Jón Vídalín verið. En hann er
nokkuð orðhvass stundum. Reiði
lesturinn til dæmis, sá er magn-
aður. Sagan segir, að djákninn
hafi verið búinn að sækja hann
þrisvar inn frá spilum og síðast
hafi Jón rokið út í reiði og
þrumað yfir söfnuðinum alger-
lega blaðalaust. En á eftir á
hann að hafa verið svo glaður
og þakklátur djáknanum, að
hann gaf honum beztu kúna
sína. Péturshugvekjur voru líka
lesnar og seinna hugvekjur Har-
aldar Níelssonar. Þær eru af-
skaplega góðar — ég hef lesið
þær mörgum sinnum spjaldanna
á milli. Ég held, að fólk hafi gott
af að lesa þær. Það var ósköp
leiðinlegt að lestrarnir skyldu
leggjast niður. Ég les oft hús-
lestur fyrir sjálfan mig og fer
með bænir á hverju kvöldi,
þangað til ég sofna. Okkur börn-
unum var kennt mikið af falleg-
um bænum og versum, en líka
margt veraldlegt, til dæmis
grýlukvæði. Þá var svo mögnuð