Heima er bezt - 01.12.1951, Síða 29
Nr. 10
HEIM'A ER BE'ZT
317
Sögufrægar hetjur:
Sveinn Pálsson og Kópur
Eftir Gunnar Þorsteinsson, Ketilsstöðum
i.
VIÐ SKULUM hugsa okkur, að
við stæðum á eystri bakka Jök-
ulsár á Sólheimasandi síðari
hluta vetrar stuttu eftir alda-
mótin 1800. Hinar sögufrægu
hetjur Sveinn Pálsson og Kópur
eru að leggja til atlögu við eitt
hið versta og mannskæðasta
vatnsfall landsins þar sem það
nú veltist fram í foráttu vexti og
með miklum jakaburði. Eins og
gefur að skilja er þessi för ekki
farin af litlu eða smávægilegu
tilefni.
Sveinn Páisson var læknir
bæði Rangæinga og Skaftfell-
inga og hafði aðsetur í Vík, og í
þetta skipti er það embættis-
skylda hans, sem hefur kvatt
hann til þessarar ferðar.
Eins og kunnugt er var Sveinn
mikið valmenni og það er ekk-
ert, sem hann lætur hindra sig
í því að gegna köllun þeirrar
skyldu, sem á herðum hans hvíl-
ir, ekki einu sinni Jökulsá í sín-
um versta ham, ekki nein æðru-
orð eða úrtölur, sem á þessum
stað og þessari stundu hefðu
mátt í venjulegum skilningi
teljast skynsamlegar.
En nú var Jökulsá talin með
öllu ófær og þeir sem þekktu vel
til vildu ógjarnan verða sjónar-
vottar að því, að nokkur lifandi
vera gengi til fangbragða við
fljótið í þessum ham. Því skyldi
Sveini lækni boðið til gistingar
á næsta bæ, á morgun hlaut allt
að verða auðveldara.
„Vertu í nótt, því vísast er
að verði á morgun betra.“
En læknirinn er ákveðinn í að
gera tilraun til að yfirvinna
þessa torfæru, yfirvinna þetta
hræðilega ljón, sem þarna verð-
ur á leið hans, enda liggur mik-
ið við: tvö mannslíf eru í hættu.
„Væri ei nauðsyn næsta brýn
náttstað yrði ég feginn.
En kona í barnsnauð bíður mín
banvæn hinumegin.“
Við sjáum fullhugann albúinn
að ganga til þess hættulega leiks
að brjótast yfir hið óárennilega
vatnsfall, sem byltist fram með
slíkum heljarmóði, að flestum
hrýs hugur við. En hér er ekk-
ert sem hindrar. Förinni verð-
ur ekki slegið á frest. Mannkær-
leikurinn, fórnarlundin og karl-
mennskan knýr til atlögunnar.
Við sjáum, að við hlið Sveins
barna á bakkanum stendur
mikill, fagur og þreklegur hest-
ur. Við þennan hest er bundin
fyrsta og síðasta vonin um sig-
ur í þeirri glímu, sem hér er á-
kveðið að leggja til. Þessi hestur
er Kópur á Sólheimum. Bónd-
inn þar hefur boðist til þess að
ljá lækni hestinn, því hann tel-
ur fullvíst, að honum megi
treysta framar flestum eða öll-
um hestum þar í grenndinni,
enda var Kópur þrautreyndur
ferða- og vatnahestur og að öliu
hinn mesti stólpagripur. Hann
var orðinn vanur því að velja
vötnin að miklu leyti sjálfur og
hafði æfinlega tekizt það giftu-
samlega.
Og nú, þegar læknirinn er
seztur á bak Kóp, virðum við
hestinn ofurlitið fyrir okkur,
stóran, reistan, stæltan og
glæsilegan. Höfuðið er æðabert,
svipmikið og greindarlegt,
augnaráðið er skært, lífmikið og
lýsir viljafestu og göfugum
skapsmunum. í svipmóti öllu og
látbragði hestsins vottar lítil-
lega fyrir kvíðafullri ókyrrð og
órólega, enda veit hann vel hvað
til stendur, svo veraldarvanur er
hann orðinn.
Það er að sjálfsögðu ekki auð-
velt að ætla sér að lýsa því,
hvernig þeim félögum hefur ver-
ið innanbrjósts, en vafalaust
hefur meðfædd og þjálfuð eðl-
isávísun gert þeim báðum full-
komlega ljósa grein fyrir hætt-
unni og því, að taflið hlaut að
verða tvísýnt. En hvort sem það
er maður eða hestur, sem til
stórræðanna er knúður fram af
kostum og göfgi síns eigin eðlis,
þá einblínir hann ekki fyrst og
fremst á hættuna og þau áföll,
er framkvæmdin kann að geta
veitt, heldur leggur sem mest í
sölurnar til þess að nálgast hið
fyrirhugaða markmið, j afnvel
þótt það geti kostað lífið sjálft.
En meira getur enginn lagt
fram, meiru getur enginn fórn-
að.
Það er sannariega heldur ekki
auðvelt að ætla sér að lýsa hug-
arhræringpm bóndans, sem leitt
hefur fram vin sinn og félaga,
sem hann unni mikið, til þeirr-
ar ægilegu þrekraunar, að skila
manni vestur yfir Jökulsá i
þeim ham, sem hún nú var í.
Bóndinn á Sólheimum mun á-
takanlega hafa fundið til þess,
hversu veikburða þessir tveir
vinir hans — maður og hestur —
væru hjá valdi og ógnum höf-
uðskepnunnar, Jökulsár, og
hversu litla hlífð gæti veitt þeim
hans eigin hugarkraftur. Þvi
skyldi nú leita þeim öryggis í
æðri handleiðslu:
„Honum sem fljóði fóstrið skóp
fel ég ykkur báða.“
Við sjáum Kóp vaða út í fyrsta
álinn. Hann drepur grönum í
freyðandi strauminn. Svipurinn
harðnar, augnaráðið verður
kuldalegt og bjóðandi. Lágvær
stuna eða andvarp heyrist um
leið og fyrsta straumröstin löðr-
ungar hestinn og skellur upp
undir hnakkinn með heljar-
þunga. Kópur lyftir höfði og
legst í strauminn; hann spyrn-
ir kröftuglega við fótum. Hver
taug, hver vöðvi er strengdur og
spenntur og krafinn til starfs og
ítrustu einbeitingar. Taumarnir
eru því nær slakir og hesturinn
ræður að mestu sjálfur ferðinni.
Hann veður rösklega, en leitai
fótfestunnar með öryggislegri
varfærni og nákvæmni. Hvert
spor er áhættusamt og örlaga-
ríkt. Látlaus jakahrunlingur byl
ur á brjósti og síðum hestsins
og öðru hverju skellur yfir hann.
Straumþunginn er ógurlegur.
Maðurinn hugsar um það eitt að-
haldast við hestinn, og það
reynist nógu örðugt, því átök
hans eru gífurleg.
Við sjáum þá félaga verða til-
sýndar eins og lítinn depil inni
í þessu freyðandi jökulhafi.