Heima er bezt - 01.12.1951, Side 15

Heima er bezt - 01.12.1951, Side 15
Nr. 10 Heima er bezt 303 á honum. Lauk svo þessum degi, a3 hann fór til herberg- isins og tók til að borga tveggja daga mat, sem þar var skorið ofanaf um nóttina, en það hræring úr 4 marka skál, auk fisks og brauðs og kláraði allt af beztu list, og að því loknu fór hann út á tún að æfa sig á að skera ofan af stykkinu, og var að því alla nóttina, en í minna lægi var það sem hann hafði skorið ofanaf um nóttina, en það var mest um vert, að hann lá ekki meira þetta árið. Það sem eftir var af viskýflöskunni gaf ég honum og hefur það sjálf- sagt verið geymt með öðrum vín- birgðum hans það sem eftir var ævinnar. Ekkert varð hon um meint við þessa litlu glaðn ingu þótt búinn væri að liggja í mánuð. Ég man eftir því, að ég sagði Eiríki gamla Briem þessa sögu einu sinni þegar hann var hér á ferð, og lýsti dálítið öll- um matarbirgð- unum, sem hann borðaði að af- lokinni hress- ingu og hló hann dátt að, og spurði mig hvort hann hefði ekki fengið svo mikið sem kveisu, en því kvað ég nei við, og dáðist hann þá að hreysti karls, og sagði þá, að hann myndi hafa verið eins og Magnús sálarháski, hann hefði sagt, „að mest stæði hann ef hann fengi 8 merkur af súru skyri og brennivínsflösku út á“. Ingvar var ekki hár, en afar dig- ur og samanrekinn og sterkur vel. Þol og kergja við vinnu oft mikil. Átti hann það til að vinna stanslaust heilan sólarhring í einu, þegar hann var að keppast við að lúka einhverju. Og var þá oft allsber, nema með mittis- skýlu, og taldi sig þá heilsubezt- an; en fór þess í stað lítið út í vont veður. Illa var Ingvari við að skipta um verk, enda sjaldan beðinn um það, þó kom það fyrir, að ég nefndi við hann að losa fyrir mig úr reipum í hlöðu, þegar mikið var að gera, og var það ekki sízt þegar hlöður voru að fyllast, því þá átti maður það víst, að hann træði og hamaðist svo, að í þær kæmust 20—50 hestum meira, ekki sízt ef hann fór í þær hálf- reiður, sem kom fyrir. Því þótt hann gerði það hálfnauðugur, gerði hann það samt ef ég bað hann um það, og að hann sá að mér lá á því, því mér vildi hann ekki neita um neitt; en hálf- skryngilega kom hann fyrir sj ón- ir, þegar hann var að troða í hlöðurnar síðast. Hafði hann þá þykkan sjóhatt á höfði og þar utan yfir bjó hann sér til annan hatt eða skýlu úr þakjárni, lét hann svo höfuðið ganga á undan og allan skrokkinn á eftir og tróð svo og tróð, þar til að hvergi lét undan. Voru oft rispur og rósir miklar á þessum járnhjálmi hans eftir nagla í þakinu. Ingvar var ákaflega barngóð- ur. Þessi ár, sem hann var hjá mér, voru börn mín 12 að fæð- ast og alast upp. Tók ég þeim vara fyrir að stríða honum, og entu þau það trúlega, enda þótti þeim öll- um vænt um hann og honum ekki síður um þau. Oft var her bergið hans fullt af þeim í kring- um hann, og var hann þá að rabba við þau um ýmislegt. — Hann átti mikið af sjálfskeiðing um sem öðru,oft röðuðu krakk- arnir sér í það að fá sinn hníf- inn hvert hjá honum til að borða með, en skila varð hvert barn sínum hníf aftur að aflok- inni máltíð, það mátti ekki bregð ast, þá hefði vin skapurinn verið úti, og það brást furðu sjaldan. Þetta var gott til að venja þau á reglusemi. Ein- stöku sinnum gat þó fokið í hann út af ærslum þeirra, en mikið var það sjaldan. Sá hann þá ósköp eftir því, og kallaði þá það barn- ið, sem hann hafði reiðst við, inn til sín og gaf því kerti eða annað smávegis, og var þá ósköp góður við það. Svona liðu árin hvert öðru líkt, þar til um haustið 1917, að hann lagðist sína löngu og ströngu banalegu, sem endaði með dauða hans 16. júní 1918. Læknar töldu SÖGULEG LJÓSMYND Sextánda september siðastliðinn gerðist sá atburður við Geysi i Haukadal, að 9 manns brenndust illa af hveragosinu og þar á meðal eftirlitsmaður og „stjórnandi'* Geysis, Sigurður Greipsson. Myndin hér að ofan var tekin svo sem einni minútu áður en slys- ið varð, og sýnir hún, af hve miklu gáleysi fólk hefur hagað sér við hverinn, en mynd- in er ekki einsdœmi, því að þannig hefur fólk oft og tiðum einmitt beðið eftir gosi. — Einn maðurinn, efst til vinstri, er sofandi. — Skálin fylltist skyndilega og sjóðandi vatnið steyptist yfir fólkið. — Myndin er birt hér til að sýna fólki hvernig það á ekki að haga sér við Geysi.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.