Heima er bezt - 01.12.1951, Síða 31

Heima er bezt - 01.12.1951, Síða 31
JNr. 10 Heim'a ER BE'ZT 319 Dauði Páll Eftir Guðmund Gíslason Hagalín UTARLEGA í túninu í Lokin- Lömrum í Arnarfirði er hóll, sem nefndur er Hjallhóll. Þar stóð svokallað Pálshús. Það var ær- hús að vetrinum, en á haustin var það notað sem verbúð handa útróðrarmönnum. Hafði það verið notað þannig afar lengi. Þar voru reimleikar miklir áður fyrrum, en ekki heyrði ég nein- ar greinilegar sagnir frá síðari árum af draugagangi í Pálshúsi. Hins vegar minnist ég þess, að einhverjir létu í veðri vaka, að þeir hefðu orðið þar varir við slæðing, og sumir, sem þar lágu við, þóttust eiga þar erfiða drauma. Af reimleikunum og or- sökum þeirra heyrði ég þessa sögu: Haust eitt á 18. öld gerði mað- ur úr Dýrafirði út bát sinn vest- sem fellir af brjóstinu dægurs- ins ok.“ Nú er viðhorfið til hestsins að breytast frá því sem áður var. Snöggar og óneitanlega að ýmsu leyti æskilegar breytingar í þjóöfélags- og atvinnuháttum okkar íslendinga hin síðari ár hafa gert okkur miklu óháðari hestinum en áður var, og þann- ig veikt það samband, þann leyniþráð, sem svo lengi hefur haldizt milli manns og hests og átt hefur rætur sínar í dýrmæt- ustu eðliskostum beggja aðila. En þetta samband verður ekki rofið með öllu að skaðlausu, enda þótt hið ytra borð mann- félagslegrar þróunar og hrær- inga reyni að telja okkur trú um það. Sú staðreynd verður ekki umflúin, að við, sem getum tal- ið okkur börn 20. aldarinnar, þurfum í vissum skilningi á leiðsögn og félagsskap að halda við þessi mállausu, saklausu börn náttúrunnar, sem búa yf- ir meiri dyggðum og sálrænni fegurð en mennirnir sýna venju^ legast í sambúðinni hver við annan. Gunnar Þorsteinsson. ur í Lokinhamra, og fékk hann viðlegu i fjárhúsi á Hjallhóln- um. Formaður á bátnum var ungur maður, sem Bjarni hét. Hann var bráðduglegur, vaskur og mikill fyrir sér. Hann hafði fjóra háseta. Voru þrír þeirra ungir menn og tápmikklir. Sá fjórði var roskinn, og hét hann Páll. Hann hafði einhver jarðar- afnot í Alviðru í Dýrafirði, en þar var fjölbýli. Hann hafði kvænzt ekkju, sem hét Guð- finna. Hún átti tvo sonu og eina dóttur. Þau voru nú öll komin af bernskuskeiði, en samt ekki farin að heiman. Þau voru Páli köld og konan sömuleiðis. Hröktu þau hann að heiman til róðra vestur í Arnarfjörð. Orð lá á því, að ekki væri konan hon- um trú. í kofa við Alviðrusjóinn bjó ókvæntur maður. Hann hét Einar Jóhann. Hann átti bát og verbúð og var talinn vel fjáður. Sagt var, að kona Páls væri við- hald hans. Páll var meðalmaður á vöxt og að afli og þótti gildur háseti. Hann var lítt greindur og þótti lundleiður, var nöldur- gjarn og fúllyndur. Gerðust margir til að erta hann. Var hann brýndur á undirlægju- hætti sínum heima fyrir og við- haldi konu hans við Einar Jó- hann. Félagar hans þetta haust voru ekki barnanna beztir um þetta. Hrjáðu þeir hann svo, að hann mælti ekki orð dögum saman, en stundum þaut hann upp og grýtti í þá hverju því, sem var hendi næst, en þeir voru bæði sterkir og viðbragðssnögg- ir, og höfðu þeir í öllum hönd- um við hann. Einn af hásetunum hét Eirík- ur. Hann var hinum iðnari við að kvelja Pál. En skyndilega tók hann upp þann hátt að þykjast vera vinur hans, og þótt Páll tor- tryggði hann í fyrstu, trúði hann honum þó að lokum, enda varði Eiríkur hann fyrir hinum. Þá var það, að Páll kallaði hann á eintal og spurði hann, hvað hon- um fyndist hann eiga til bragðs að taka gagnvart Einari Jó- hanni. Eiríkur sagði, að sjálf- sagt væri að leita aðstoðar galdramanns eins, sem byggi í Mosdal í Arnarfirði. „Þú skalt fá hann- til að senda fantinum draug. Það ætti þó alltaf að duga.“ Þetta þótti Páli raunar heilla- ráð, en samt spurði hann, hvort galdramaðurinn mundi ekki verða svo dýr á hjálpina, að það mundi verða sinni getu ofvaxið. Eiríkur kvað galdramann þenna eiga þrjá drauga, sem hann not- aði til sendiferða. Væri hann mjög ódýr á það, að sá þeirra, sem minnstur væri fyrir sér, skryppi nokkrar bæjarleiðir til að bekkjast við menn. Hann mundi trúlega gera sig harð- ánægðan með einn bagga af freðýsu. Páll taldi freðýsubagg- ann ekki bjóðandi, nema hann væri hálf vætt, en slík útlát væru ekki neitt lítilræði fyrir mann eins og sig. Eiríkur kvaðst skyldu koma því til leið- ar, að félagar hans öngluðu saman í baggann. „Ég læt Bjarna láta meira en hina. Hann má við því.“ Eiríkur lét ekki sitja við orðin tóm, og daginn eftir lagði Páll af stað með baggann á fund galdramannsins. Hann var tvo daga í ferðinni og kom aftur hinn kátasti. Kvað hann galdra- manninn hafa tekið sér hið bezta, sett fyrir sig nýtt selket og spik og heitið sér að senda strax á næsta degi einn af vika- piltum sínum til að hitta Einar Jóhann. Mundi sá þræll hafa öðru að sinna en kvennasnatti — fyrst um sinn. Félagar Páls létu vel yfir för hans og kváðu hann mundu vaxa í augum allra nýtra manna við þessar aðgerðir. Þeir félagar voru vanir að fara heim um aðra hverja helgi, sækja sér ýmsar vistir og flytja heim skreið, en oft varð Páll eft- ir. Fáum dögum eftir að hann kom úr för sinni til galdra- mannsins, var heimfarardagur. Varð það að ráði, að Páll færi hvergi. Skyldu félagar hans for- vitnast um, hvað til tíðinda hefði borið nyrðra, en láta að engu getið orsaka þess. Þá er þeir komu aftur, sögðu þeir þau tíðindi, að svo mjög

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.