Heima er bezt - 01.12.1951, Side 10

Heima er bezt - 01.12.1951, Side 10
298 Heima er bezt Nr. 10 Böðvar Magnússon á Laugarvatni: Niðursetningur í hrakningum manna á milli — og alla leið til Ameríku Lærdómsríkur æfiferill Ingvars Magnússonar INGVAR MAGNÚSSON, sem hér verður dálítið sagt frá, var fæddur 28. okt. 1847 og skírður 29. sama mánaðar. Foreldrar: Magnús Þórðarson og Ingibjörg Narfadóttir, á Fossi í Grímsnesi. Ingvar var fermdur 1862, 14y2 árs talinn „dável að sér“.Magnús Þórðarson bóndi á Fossi andað- ist 29. júlí 1872, 50 ára, sam- kvæmt kirkjubók Klausturhóla- prestakalls. Vorið 1874 flutti Ingibjörg Narfadóttir, ekkja á Fossi, með fjórum börnum sínum (Ingvari, Guðrúnu, Margréti og Sigríði) í tvíbýli að Þóroddsstöðum. Þá var Ingvar talinn 26 ára. Ingi- björg bjó í tvíbýli á Þóroddsstöð- um (á móti Árna Guðmundssyni og Ástríði Eyjólfsdóttur) með börnum sínum og andaðist þar 27. júní 1877, 55 ára. þel og ástúðarandi, — Iöngunin að gleðja aðra og það gefur þeim ríkast gildi. Menn skiptast á gjöfunum, handleika þær, fyrst með eftirvæntingu <og e. t. v. stundum með ofurlítilli óframfærni — en síðar með gleði og stolti. Þakkarorðin falla mörg og* hlý, bros prýða brár og tár kunna að blika á hvarmi, því að fögnuðurinn yfir feg- urð lífsins kemur oft fram í hrifnikennd- um klökkva á þvílíkum stundum. Og þetta einstæða og undursamlega kvöld vaka menn lengur frameftir en ella, hlusta á útvarpið — orð og óma, lesa góðar bæk- ur, spjalla og syngja saman, una hver með öðrum í samhug og sæludraumi. En að lokum er gengið til hvílu, þreytt en sælt dalabarnið sekkur djúpt niður í drifhvítt, dúnmjúkt rekkjulínið, tendrar jólaljósið sitt, tekur jólabókina sína og les með ljúfri nautn, unz augun lokast í værum blundi, sem styrkir og endurnærir á meðan nóttin helga líður að mörkum hins nýja dags, — hátíðardags með heiðan svip og fangið fullt af fögrum gjöfum. Jórunn Olafsdóttir, Sörlastöðum. Böðvar á Laugarvatni. „Eigur nokkrar. Erfingjar ó- myndugir." Mosfellskirkjubók. 1877 býr Ingvar Magnússon á Þóroddsstöðum í tvíbýli og eru hjá honum allar systur hans, Guðrún 26 ára, Margrét 20 ára og Sigríður 15 ára. 1878 er Ingvar einn síns liðs húsmaður á Þór- oddsstöðum, en systur hans Mar- grét og Sigríður vinnukonur hjá þeim Árna og Ástríði á Þórodds- stöðum, en Guðrún systir þeirra vinnukona á Minna-Mosfelli. — 1879 er Ingvar einsetu húsmaður á Þóroddsstöðum. 1880 finnst Ingvar hvergi í manntali Mosfellsprests. Þá búa í tvíbýli á Þóroddsstöðum: Hall- dór Þ. Halldórsson og Þórdís Nikulásdóttir og eru einhleyp. 1881 er Ingvar einsetu hús- maður á Þóroddsstöðum á veg- um Halldórs og Þórdísar. 1882— 84 finnst Ingvar hvergi í mann- tölum og heldur ekki meðal burt- vikinna úr Mosfellssókn. 1884 er Ingvar hjá þeim Þór- oddsstaðahjónum Árna og Ást- ríði og er þá á sveit, og þar á- fram á sveit til 1890, talinn heilsuveikur 1889. í allsherjarmanntalinu 1890 er hann enn á Þóroddsstöðum talinn 41 árs (réttara 43 ára), „niðursetningur, geðveikur; var ekki við bæ aðfaranótt hins fyrsta nóvember, kominn til bæjarins daginn eftir.“ 1891 er Ingvar hvergi skráður í sóknunum. Sennilega sendur til Ameríku þetta ár, eins og síðar verður sagt. 1892 er hann aftur kominn í Grímsnesið og er þá kominn að Neðra-Apavatni til Tómasar Gunnarssonar og Margrétar Ög- mundsdóttir og er þá á sveit, og er þá talinn 47 ára (réttara 44 ára), og þar er hann næstu ár- in á sveit og 1896 er hann talinn 48 ára og er þá aldur hans orðinn réttur. Eftir þetta hef ég ekki getað fyllilega fylgst með verustöðum hans til þess að hann kom til mín að Laugarvatni 1907, eða frá 1896 til 1907. En þau ár mun hann hafa verið flest á Þórodds- stöðum, hjá Guðmundi Jónssyni bónda þar, unz engin vildi hafa hann og hreppsnefndin tók upp á því, að láta hann flakka og skylda alla bændur til þess að lofa honum að vera nokkrar næt- ur á ári. Alltaf mun Ingvar hafa verið vangæfur á sinni, — mjög frek- ur, en auk þess fékk hann tíð krampaköst, en eftir 1883 fékk hann geðveikisköst, og var all- erfiður í skapi. Síðustu ár sín á Þóroddsstöðum mun hann hafa verið í „Hólnum“ sem kallað var. Er það túnblettur með hól, sem stundum var kallaður Ingvars- hóll, að minnsta kosti átti hann þar kofa alltaf, sem hann geymdi í gamla búshluti og mikið af ó- nýtu skrani, mjög svo furðulega í líkindum við „Sæfinn með .sextán skó“ sem margir eldri Reykvíkingar kannast við. Eftir

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.