Heima er bezt - 01.12.1951, Qupperneq 30
318
Heima ER BE'ZT
Nr. 10
„Stóra jaka straumur ber“, en
þeir boða kvöl og tortímingu
hverjum þeim, er fyrir verður.
En lánið hefur fylgt þeim félög-
um, þeir hafa sloppið við hættu-
legustu áföllin og eru að sigra
síðasta álinn. Kópur, þessi ram-
eflda, hrausta og hugdjarfa
vatnahetja neytir nú allrar orku
sinnar til þess að brjótast í gegn-
um freyðandi kaststrenginn.
Hamfarir hestsins eru að sínu
leyti eigi minni en árinnar,
hugur hans snýst allur um það
eitt að ná sem fyrst til bakkans,
enda er kuldinn farinn að segja
til sín, sár, bitur og nístandi.
Ennþá skellur yfir,
þó hrekur hestinn
ekki. Hann ýmist
hálfsyndir eða veð
ur skáhalt í straum
inn og hið mikla og
þreklega brjóst
hans klýfur röst-
ina. Öll viðbrögð
og hreyfingar hans
eru snöggar og
harðneskj ulegar.
Og loks þreifar
hann fótum sínum
til bakkans og
stendur á sama
augnablikinu með
þurrt land undir
fótum. Það er eins
og óbærilegu og
kveljandi fargi sé
létt af okkur. Sigurinn er unn-
inn. Við þökkum forsjónmni
sem hafði fylgt þeim félögum og
verið þeim hliðholl. Við beygj-
um höfuð okkar í aðdáun og
lotningu fyrir þessum tveim
hetjum, sem hér höfðu teflt
fram lífi sínu í mikla hættu,
öðrum til líknar og bjargar.
Við sjáum Svein lækni stíga af
baki. Hann er sjálfur að mestu
jafngóður eftir volkið í ánni
nema hvað hann er blautur og
kaldur. Hann strýkur hestinum
þlýlega um vangann og talar til
hans þakkarorð. En Kóp líður
illa, hann er móður, blautur og
gegnkaldur eftir hrakninginn í
jökulvatninu. Hann titrar og
skelfur eins og hrísla. Hann svíð-
ur í skrokkinn og þreklega lim-
ina. Fætur hans og brjóst eru
alsett blæðandi stungum og
rispum. Hann tvístígur mikið og
bryður mélin ákaflega. Sjálfur
veit hann ekki, hversu mikill og
og margfaldur sigurvegari hann
er.
Töfin verður ekki löng á bakk-
anum. Sveinn læknir verður að
ná sem fyrst til sjúklingsins og
svo verður Kópur að losna við
kuldann.
Maður og hestur hverfa sjón-
um okkar, en afreksverkið stend
ur eftir eins og lýsandi eldstólpi,
samtíðinni og komandi kynslóð-
um til hvatningar og umhugs-
unar og sem sígilt dæmi um þá
miklu fórnarlund og hetjudáð,
sem maður og hestur fram-
kvæmdu á neyðarstund. Sögu
Hvert spor er örlagaríkt
okkar er fengur að þessum at-
burði, enda skipar hún honum
þegar til hinna æðri sæta.
Skáldin hafa öðlast kærkomið
verkefni víðfleygum og skapandi
anda sínum. Þau steypa atburð-
inn í hin margvíslegu mót sín,
þar sem risavaxinn hrammur
ógnanna er uppmálaður og þar
sem dáðum hetjanna er sungið
lof svo að ekki gleymist.
Ég hef leitast við að draga
hér upp mynd af þeim atburði,
sem gerðist við Jökulsá á Sól-
heimasandi fyrir rösklega hálfri
annari öld síðan. Ég hef gert það
meðal annars í þeim tilgangi að
sýna fram á, hve mikill og snar
þáttur hestsins hefur verið í lífs-
baráttu okkar íslendinga á um-
liðnum árum og öldum. Allt frá
upphafi byggðar þessa lands og
fram á síðustu tíma hefur hann
verið aðal samgöngutæki þjóð-
arinnar. Hans starf hefur verið
að yfirvinna fjarlægðirnar og
sigrast á torfærunum. Ótal
dæmi eru talandi sönnun þess,
hversu hesturinn hefur verið
mikils ráðandi í úrslitum
margra stórra og örlagaþrung-
inna atburða þjóðlífsins. Hann
hefur verið sú líftaug, sem ekki
hvað sízt gerði þessari þjóð kleift
að halda velli í hinni þrotlausu
baráttu sinni við harðdrægni og
miskunnarleysi óvenj u stór-
brotinna og margháttaðra nátt-
úruafla. Enda er ekki ofsagt, að
hann hafi liðið með þjóðinni og
liðið fyrir hana.
Já, milli byggðarlaganna og
inn til hinna af-
skekktustu dala
bar hann fregnir
hinna tíðu harm-
leika sögunnar. En
það féll einnig í
hans hlut að bera
boð þeirrastrauma,
sem vöktu þjóðina
til betra og full-
komnara lífs.
En hesturinn hef
ur líka verið ann-
að og meira en
vinnudýr og tæki
til að sigra sam-
gönguerfiðleika.
Hann hefur í ótal
tilfellum verið ná-
kominn vinur
mannsins og félagi,
unaðs- og yndisgjafi í mót-
læti og raunum lífsbarátt-
unnar. í bókinni „Pabbi og
mamma“ segir höf. á einum
stað um Guðrúnu í Eyjar-
hólum: „Það hafði æfinlega ver-
ið henni einskonar meinabót
að koma á hestbak, þegar veik-
indi eða búskaparþreyta sóttu á.
Þótt hún kæmist ekki hjálpar-
laust í söðulinn sinn, kom hún
hress og lífsglöð aftur heim,
hjartverkurinn, þreytan og það
sem lamaði hugann var þá allt
fokið út í veður og vind.“ Þessi
orð hygg ég að túlki yfirleitt
mætavel viðhorf liðinna kyn-
slóða til hestsins og þá ekki sízt
góðhestanna, þótt hlutur hinna
sé sízt minni, þegar á allt er lit-
ið. — Þau eru í nánum tengsl-
um við það sem skáldið Einar
Benediktsson talar um:
„Það er stormur og frelsi í
faxins hvin,