Heima er bezt - 01.12.1951, Page 16

Heima er bezt - 01.12.1951, Page 16
304 Heima er bebt Nr. 10 þetta vera innanveiki, ólækn- andi. Var hann alltaf að fá ný og ný meðul, en ekkert dugði. Var hann oft mikið kvaiinn og svo, að við héldum að oft væri þetta síðasta kastið, það var eins og hann gæti ekki skilið við. Lá hann stundum milli heims og helju alllangan tíma, og hafði ég oft gaman af því að spyrja hann milli kastanna, hvað fyrir hann hefði borið á meðan hann var í þessu ásigkomulagi. Sá hann þá oft hinar dýrðlegustu sýnir, og kvaðst þá hvergi finna til. Varð ég oft hrifinn af þess- um sýnum hans, sem hann sagði mér svo ótrúlega vel frá. Og fátt, eða ekkert, hefur gert mig eins trúaðan á annað líf og sagnir og sýnir þessa sárómenntaða fá- tæka þurfamanns. Þar hefur enginn prestur getað jafnast við enn, sem ég hef heyrt til. Enginn getað skýrt dásenmdir þær, sem biðu hans, eins og hann sagði frá þeim, enda líklega fáir komizt svo nærri takmörk- um lífs og dauða, sem hann. Ég vakti marga stund yfir honum þennan vetur, sem aðrir heimil- ismenn mínir. Og sumar þær stundir eru mér ógleymanlegar, og að mínu áliti þær lærdóms- ríkustu sem ég hef lifað. En svona er það líklega oft, að við getum lært meira af þeim, sem kallaðir eru fávísir en hinum, sem telja sig vitra, samanber Árna próf. Þórarinsson. Líkamskvalir Ingvars voru oft miklar, en þó voru sálarkvalirnar að ég hygg ennþá meiri. Fannst honum oft og einatt, að syndir sínar væru svo miklar, að þær yrðu með engu móti fyrirgefnar, og kveið því óskaplega fyrir dauða sínum. Allan síðaripart vetrar og þó sérstaklega um vor- ið, mátti maðurinn varla frá honum ganga, hvorki nótt né dag. Það var einu sinni um vorið, hálfum mánuði áður en hann dó, að ég kom heim úr smala- mennsku kl. að ganga tvö um nótt, mæti ég honum allsberum í bæjardyrunum og fór hratt, varð mér hálfbilt við þetta, því fremur, sem hann var þá varla annað en skinin beinin, og ég hélt máttlaus. Vökumaðurinn hafði blundað. Greip ég hann í fangið og spurði hann hvað hann ætlaði að fara. Hann kvaðst ætla beint austur i Hver og drepa sig. Fjandinn hefði of- sótt sig alla ævi og nú væri bezt að hann fengi sig, lengur gæti hann ekki afborið þetta. Ég bar hann inn í rúmið og fór að reyna að hugga hann og gefa honum syndakvittun. Minnti hann á alla þá dýrð, sem hann hefði séð í óráðinu um veturinn. Svona yrði heimkoma hans, þegar líf- inu lyki. Og hann hefði alltaf verið góður öllum og saklaus sem barn. Spurði hann mig þá, hvort sér væri óhætt að trúa þessu, að guð tæki við sér, þetta hefði enginn sagt sér áður annar en Tómas Gunnarsson á Apa- vatni. Sér hefði alltaf verið kennt, þegar hann var ungur, að fjandinn tæki hann þegar hann gerði eitthvað, sem hann ætti ekki að gera. Þetta hefði staðið á annarri hverri blaðsíðu í kver- inu, og þetta hefði presturinn alltaf sagt líka. Væri þetta þá allt ósatt. — Það kvað ég myndi vera að mestu. Hann þyrfti ekkert að hræðast. Sat ég svo hjá honum framundir morgun og var hann þá orðinn rólegur og trúði mér, að ég segði sér satt. Er skemmst frá því að segja, að frá þessari stundu var hann rólegur og var alltaf með guðs orð á vörunum, og dó síðan með bros á vörum. Hvílíkt millibil að sjá hann nú dáinn svona, eða hefði hann dáið í skapi því, sem hann var í nóttina sem hann ætlaði að fyr- irfara sér í Hvernum. En ég spyr: hvað margar sálir eru búnar að líða hér jarðneskar kvalir fyrir alla helvítiskenningu kirkju og presta? Er ekki mál, að prestar hætti að hræða lítilsigldar sálir með dauðanum og Helvíti? Ég hef alltaf verið hálf lík- hræddur, en í sama herbergi og Ingvar hefði ég getað sofið hik- laust, svo mikill friður hvíldi yf- ir honum dánum. Hahn var, þrátt fyrir allt, mesta góðmenni, sem áreiðanlega hefur fengið góða heimkomu. í draumum mínum er hann alltaf kátur, og mér fyrir góðu. Eins og að framan er sagt, hafði Ingvar nautn af að safna saman öllu mögulegu dóti, bæði þörfu og óþörfu. Aldrei var svo kveikt á eldspýtu, að hann reyndi ekki að hirða hana, engri tölu fleygt ónýtri, svo að hann hirti hana ekki, jafnvel hirti hann allar hálftuggðar tóbaks- tuggur, sem hann fann, svo var og um allar ónýtar bætur, skó- vörp og tuskur. Var hann búinn að sneisafylla heilt stofuloft 6X9 álnir af dóti. Voru þar út- itroðnir nokar af slíku dóti í tugatali, sem öllu var brennt eftir að ég og oddvitinn, sem þá var Páll á Hjálmsstöðum, vorum búnir að grannskoða í þá, þar á meðal til að gá að hvort ekki væri eitthvað nýtilegt í því, pen- ingar eða annað. Margar voru umbúðirnar utan um litla hluti, voru þær allar vafðar með snærum og seglgarni og margir rembihnútar hnýttir á. Lyktaði svo þessum stóru bögglum með því að loksins kom að kjarnanum, sem var eldspýtu- stokkur, sem enn var krossofinn, og svo innihaldið ókveiktar eld- spýtur, ein ónýt tala og hálf- tuggin tóbakstugga o. s. frv. ■— Þessir pakkar voru í tugatali. Alltaf átti Ingvar 2—3 pund af hagalögðum á hverju vori. Þeim hafði hann safnað með því að tína upp hvert ullarhár, sem féll niður um baðstofuna, eða eftir höfðu verið við fjárréttina, þegar rúið var. Þetta tíndi hann allt mjög vandlega. Einnig átti hann 3 kistur, og mikiö af kössum og alls slags stokkum. Oft hafði hann beðið mig um að sjá til þess, að lík- mennirnir fengju vel út í kaffið, þegar hann yrði jarðaður. Átti hann sjálfur nóg af ýmiskonar vínum, sem hann lét eftir sig til þess, sum lyktarlaus af aldri, en þeim mun bragðbetri. Voru það margar flöskur heilar, fullar af whisky, brennivíni, rommi, port- víni o. fl., fyrir utan smáslatta á ótal flöskum. — Hafði hann þó tekið upp á því um veturinn að láta þvo á sér kroppinn, annað sinnið úr spíritusflösku og hitt úr whisky-flösku. Nóg var þó til að hressa á við „eignakönnun" hans, og þegar hann var kistu- lagður, fyrir utan góða glaðn- ingu við jarðarför hans. Þegar hann var borinn út frá

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.