Heima er bezt - 01.12.1951, Blaðsíða 17
Nr. 10
Heim'a ER BEIZ'T
305
heimili mínu, talaði ég yfir hon-
um nokkur orð, en séra Kjartan
Kjartansson, síðast prestur á
Staðastað, jarðaði hann í Mið-
dal. Var þá hér prestlaust eftir
dauða séra Gísla Jónssonar á
Mosfelli. Jarðarförin var sæmi-
lega fjölmenn.
Svona lauk þá ævi þessa fá-
tæka förumanns, sem lengi var
hrakinn á milli bæja, og af landi
burt í aðra heimsálfu, minna
mátti nú ekki duga, þótt til lítils
yrði.
Ég tók það fram hér áður, að
langmestu af dóti hans var
brennt, sem algerlega ónýtu. En
eftir hann var haldið uppboð á
nýtilegum eignum hans. Qg af
því það mun vera nokkuð ein-
stætt eftir þurfamann, læt ég
það fylgja hér með.
UPPBOÐ
á dánarbúi Ingvars Magnússonar
Laugarvatni, 2. júlí 1918:
? Kassi með dóti 1.00, sama 2.2S, sama
1.55, sama 1.05, 2 fl. fernis(olía) 2.80,
sama 3.10, sama 0.50, ristuspaði o. fl. 4.50,
kassi með dóti 1.60, bækur o. fl. 1.20, púlt
með dóti 1.00, kassi með dóti 1.05, flöskur
o. fl. 0.50, poki með dóti 1.05, ýmislegt
dót 0.50, ýmislegt dót 0.50, trefill o. fl.
1.00, 2 pör skór 2.30, sama 3.10, sama 6.00,
sama 3.10, 4 pör skór o. fl. 2.00, 5 pör skór
o. fl. 2.40, 6 pör skór o. fl. 3.05, ýmislegt
dót 0.25, Poki með dóti 1.60, flöskur o. fl.
1.40, ólar o. fl. 0.40, ýmislegt rusl 0.85,
snæri o. fl. 0.25, skyrta og buxur 3.00, sög
o. fl. 0.65, húfa o. fl. 0.55, jakki og buxur
4.00, sama 5.10, jakki 4.30, tvennar buxur
5.00, taska o. fl. 0.35, tvennar buxur 1.00,
sama o. fl. 1.00, ýmislegt rusl 1.30, hattar
o. fl. 0.50, ýmislegt rusl 1.70, skinn 0.85,
vaxkápa o. fl. 1.95, 2 pokar 0.50, sama 0.30,
tvennar buxur o. fl. 1.10, prjónapeysa 3.70,
2 skyrtur 5:40, peysa og skyrta 3.10, teppi
og rekkjuvoð 3.40, Voxkápa 3.00, sama
8.30, hölduskófla 13.20, sama 1.50, gaffall
2.70, ristuspaði 5.00, rekkjuvoð 0.25, sama
o. fl. 0.35, jakki 4.70, 3 vaxkerti 1.55, tref-
ill 1.10, hnífur o. fl. 0.25, léreft o. fl. 0.35,
2 pokar 0.40, kista 8.80, nærbuxur 13.10,
vesti og buxur 1.70, sjóhattur 2.50,' jakki og
buxur 7.00, buxur 2.50, trefill og jakki 3.00,
vesti og brjósthlíf 1.15, bandhnyklar 4.70,
vaxkerti 1.15, 2 pör sokkar 2.10, sama 2.10,
sama 2.30, sama 3.60, sama 3.00, sama 2.80,
sama 2.00, sama 3.00, sama 3.00, 1 par
vettlingar 1.60, 2 pör vettlingar 2.30, 1 par
sama 2.30, 2 pör vettlingar 2.20, 1 par
vettlingar 1.00, 1 par vettlingar 2.10, sama
0.70, bætur 1.80, sama 1.40, kerti o. fl. 1.10,
vesti 2.20, kassi með dóti 1.05, bænakver
o. fl. 0.70, kista 13.10; 1 heilflaska skorið
neftóbak 5.20, 1 pd. rjól 5.60, sama 5.80,
sama 6.00, sama 5.80, sama 5.80, 1 pd.
rjól 6.00, sama 6.00, sama 6.20, 6 tóbaks-
pungar 0.20, 1 glas meðul 0.50, glös o. fl.
1.00, 3 flöskur 0.20, 1 fl. meðalalýsi 1.10,
sama 2.00, sama 1.10, 3 vaxkerti 1.30, 2
skyrtur 8.10, nærbuxur 15.50, utanyfirbux-
ur 20.50, hattur o. fl. 2.00, jakki 7.00, sama
10.00, nærskyrta 1.00, hnakktaska 11.30,
hnífar o. fl. 2.00, yfirsæng 17.10, undir-
sæng 17.80, koddi 7.30, eldstokkabúnt 0.06,
kassi með dóti 0.30, kerti 0.50, sama 0.25,
sama 0.25, sama 0.30, sama 0.30, kerti 0.30,
sama 0.30, sama 0.30, kápa 1.00, kassi 1.15,
skjóða o. fl. 1.00.
Uppboðinu lokið.
Böðvar Magnússon.
Vottar:
Páll Guðmundsson.
Gunnar Þorsteinsson.
Rétt afrit vottar úr uppboðsbók Laugar-
dalshrepps, 29. maí 1951.
Böðvar Magnússon.
Ég hef litlu hér við að bæta, þó
vil ég geta þess, að veturinn 1918
var hið almenna tóbaksleysi.
Mátti svo heita, að menn legöu
sér allt til, jafnvel „blástör“ og
brenndu „töðu“ eins og einn
prestur komst þá að orði. Það
þurftu því margir að finna Ingv-
ar gamla og fá hjá honum í nefið
eða upp í sig. Átti hann og fjölda
tóbaksbauka útistandandi þegar
hann dó. 2/1 fl. af rjóli, skornu,
og reyktóbak var selt utan upp-
boðs. Þó átti hann óhreyfða 9
rjólbita.
Eins og sést á uppboðinu var
hann allvel fataður: 6 jakkar,
16 buxur, 23 pör skór, 19 pör
sokkar og 8 pör vettningar. Var
þó öllu lélegu brennt. Eftir hann
komu og í leitirnar tæpar 500 kr.
í peningum, og fundust af þeim
230 kr. í 2 krónu peningum í
vettlingsþumlum innan um
járnarusl í ólæstum kassagarmi,
sem engum datt í hug að neitt
fémætt væri í, og átti hann þó 3
kistur prýðilegar og læstar, sem
hinir peningarnir fundust í.
Þegar búið var að borga útför
hans af eigum hans, var afgang-
ur hátt á fimmta hundrað, sem
hreppurinn lagði í sjóð og enn er
óeyddur.
Er það eini hreppsómagi hér
sem svo hefur skilið við það ég
veit.
Og þótt Ingvar væri talinn
einn af erfiðustu þurfamönnum
hins forna Grímsneshrepps, þeg-
ar hreppunum var skipt, var ekki
hægt að segja, að hann væri
þungur á Laugardalshreppi eftir
að hann kom í hann, því öll ár-
in fékk ég með honum 50 kr. á
ári — sama sem 550 kr., og er
þá lítill mismunur.
Ingvar gamli varð einn af
mínum tryggustu vinum. Og mér
fannst allt tómlegra í bænum
mínum eftir að hann var horf-
inn sjónum mínum. Maður hefur
gott af því að umgangast veik
gamalmenni á þeim árum, sem
manni finnst allt svo hraust og
sterkt. Það gerir mann að stærri
manni.
Böðvar Magnússon.
r------------------------a
Menn og
málleysingjar
I-III
Eitt hundrað og fjórtán
sannar íslenzkar dýrasög-
ur, skráðar af bændum,
húsfreyjum,læknum, prest-
um og öðrum, er n á i n
kynni hafa haft af íslenzk-
um dýrum. — Öll bindin,
samtals 426 blaðsíður, kosta
kr. 60.00 í góðu bandi.
Sendum gegn vóstkröfu.
Bókaútgáfan
NORÐRI
Pósthólf 101, ReyJcjavíJc.
V_______________________^