Heima er bezt - 01.12.1951, Qupperneq 20

Heima er bezt - 01.12.1951, Qupperneq 20
308 HEIM'A ER BE'ZT Nr. 10 HUGSJÓN OG a Ný heimili um part af stríðsgróðanum, því að straumurinn hafði löngu áð- ur beinst í þessa átt. Nú er enn einu sinni brotið blað. — Vaxandi atvinnuleysi herjar nú heimili starfsfólksins við sjávarsíðuna, kvíði fyrir lífs- afkomunni nístir að rótum, heimili visna, skortur fer að gera vart við sig og mannsefni farast í rótinu. Mjög mikið er nú farið að bera á vonleysi meðal ungs fólks. Lífið er tilgangslaust eftir að fé þrýtur í vösum og ekki er boðið í vinnukraftinn, hlaupavinnan veitir enga fró — og örvæntingin setur svip sinn á athafnir of margra. Ef hægt er að búa þannig að íslenzkum landbúnaði, að sá sem leggur hönd á plóginn eygir von um viðreisn og framtíð fyr- ir sig og sína, þá snýst straum- urinn við. Ef hægt er að beina straumnum, þó ekki væri nema að litlu leyti, aftur til sveitar og engis, og þeir sem hefja hið nýja landnám sjá og finna ár- angur af striti sínu, samstarfi sínu við frjómögnin í íslenzkri mold, þá skapast ný von, ekki aðeins fyrir þá, sem í sveitunum búa, heldur og fyrir þá, sem nú svipast um eftir fótfestu í lífs- baráttunni við sjávarsíðuna. Og að þessu er unnið, þó að of lítið sé, og skammt virðist miða, þegar litið er yfir landið. Landnámsstjóri er fallegur tit- ill, ég held helzt að það sé feg- ursti embættistitill hér á landi. Þrautreyndur ræktunarmaður í tæpa þrjá áratugi ber þennan titil, herra Pálmi Einarsson. Hann sagði við mig einn dag- Pálmi Einarssoon landnámsstjóri ræðir við Þorl. Sig. Sigurðsson, sem frá upphafi hefur stjórnað skurðgröfunum. Milli þeirra stendur ungur bóndi, sem er i þann veginn að taka við landi sínu. Hann heitir Sigurður Tómasson. Teiknistofa landbúnaðarins hefur gert teikningar að húsum til að reisa á hinu nvja landi. Húsið er ein hæð og ris, 8 metrar og 90 cm. á breidd og 13.50 metrar á lengd. Á rishæð éru 2 stór herbergi og stór geyrhsla. Áætlað er að húsið koosti uppkomið um 160 þúsund krónur. Lán eru veitt að nokkru til bygginganna og eru þau til 40 ára. ÍSLENZKIR KAUPSTAÐIR hafa vaxið of ört. Atvinnuvegir, sem risið hafa upp þar, hafa ver- ið eins og vindbólur, sem sprung- ið hafa og horfið við minnsta andblæ. Aðeins örfáir standa upp úr og sanna lífsgildi sitt, og þá fyrst og fremst sjávarútvegurinn og nokkur hluti iðnaðarins. Verzlunarstéttin er allt of fjöl- menn fyrir svo fámenna þjóð, og allmikið af iðnaðinum er ónýtt þar eð afurðir hans eru miklu verri en erlendar iðnaðarvörur sömu tegundar, og þar við bæt- ist, að vinnukfaftur dregst til hans frá*öðrum nytsamari at- vinnuvegum. Engum blöðum er um það að fletta, að landbúnað- ur og sjávarútvegur hafa verið og eru sem stendur undirstöðu- atvinnuvegir íslenzku þjóðarinn ar, þó að segja megi, að með aukinni raforkuvinnslu úr foss- um og fljótum — og raunar gufu einnig — geti þegar þar að kem- ur, og ef heilbrigð þróun er lát- in ráða hraðanum, orðið þriðji atvinnuvegurinn, sem örugg lífs- afkoma fólksins byggist á. En þrátt fyrir það, þó að sjávarút- vegurinn sé annar undirstöðu- atvinnuvegur þjóðarinnar, flykk ist of mikið af fólki utan um hann, svo að ekki er rúm fyrir það allt og starfsorkan liggur ó- nýtt tímunum saman. Þetta allt verður á kostnað annars undir- stöðuatvinnuvegsins, landbún- aðarins, en sú þróun hefur átt sér stað um langt skeið, að fólk- ið hefur flúið sveitirnar í von um betri afkomu og meira fé- lagslíf við sjávarsíðuna. Hér er ekki aðeins átt við kapphlaupið Heim'a er bezt 309 Nr. 10 Hér sést grunnteikning að íbúðarhúsinu. Vel má lesa skýringar teiknimeistarans, Þóris Baldvinssonar, og þarf myndin ekki frekari skýringa við. nýju landi inn, er ég hitti hann í skrifstofu hans: „Það er engur blöðum um það að fletta, að nú gengur bjartsýn- isalda í ræktunar- og búskapar- málum yfir þetta land. Mikill fjöldi manna hefur áhuga á nýju landnámi ekki aðeins í nýbýla- hverfunum, heldur og á eyði- jörðum. Fólk kemur í hundraða- talimg leitar upplýsinga um að- stoð til að reisa bú í sveit, en því miður getum við ekki aðstoð- að nema tiltölulega sárafáa. Það er erfitt að hjálpa þeim, sem standa með tvær hendur tómar. En að þessum málum er unnið af kappi, og ég hygg eins og hægt er. Þegar flestar jarðir voru í eyði voru þær 1024 að tölu, en af þeim tel ég að ekki sé hægt að taka rúmlega 500 til nýrrar ábúðar. Veldur þar margt. Þessi kot eru mörg upp til fjalla og heiða, langt úr leið og þangað enginn vegur og ekki sími. En fyrsta skilyrðið til nýs landnáms er að möguleiki sé fyrir félags- lífi. Hið nýja landnám, sem nú á sér stað, er þríþætt. í fyrsta lagi stækka bændur jarðir sínar með nýrækt. í öðru lagi skipta bænd- ur jörðum sínum, svo að börn þeirra geti fengið jarðnæði og nýrækt er látin koma samtímis. í þriðja lagi eru svo nýbýla- hverfin, sem unnið er að að und- irbúa til ræktunar og skipu- leggja. Búið er að ræsa fram land upp á um 2000 ha., en stærst þessara hverfa eru Hvols- völlur í Rangárvallasýslu, Hvamms- og Hvolsland í Ölfusi og Þinganes í Hornafirði. Ég skal geta þess, að byrjað er nú að byggja íbúðarhús á landinu í Ölfusi, en ef miðað er við að bændur þar leggi fyrst og fremst stund á nautgriparækt, þá eiga þeir að geta haft um 35 kýr á landi sínu hver. Það er nauðsyn- legt að hafa býlin það stór, að þeir, sem þar búa, sjái framund- an möguleika á því að byggja upp afkomu sína. Það þýðir ekki að benda ungum manni á land, sem ekki á möguleikana til lífs- bjargar í sér sjálfum fyrir hann og fjölskyldu hans. Með striti sínu við moldina verður hann að finna að hún lætur undan hönd- um hans — og það því betur, sem handtök hans eru fleiri og meiri alúð og umhyggja fylgir. Þetta verður að vera meginsjónarmið- ið í nýju landnámi.“ Þetta sagði landnámsstjóri. Svo að segja hvar sem maður fer um landið sér maður og finn- ur hinn nýja svip. Hið nýja landnám hófst í raun og veru með jarðræktarlögunum frá 1923. Upp frá því var unnið að því að bæta og auka ræktun hins ræktaða lands, en útundan urðu örreitiskotin og heiðabýl- in. Um 1940 koma skurðgröf- urnar til sögunnar og um leið hefst nýræktin fyrir alvöru og hefur fleygt geysimikið fram á allra síðustu árum. En þess ber Framh. á bls. 310 Vnnið land. Þessi mynd er af nýrœkt að Ásum i Gnúpverjahreppi. Sú jörð hefur verið stækkuð mikið, en slik saga hefur gerst viða um land á síðustu árum.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.