Heima er bezt - 01.12.1951, Side 27
»
Nr. 10
Heima er BE'ZT
315
Helgi Sæmundsson:
BARNIÐ OG BLÓMIÐ
Tvennt hef ég elskað og dýrkað:
barnið og blómið,
hið blessaða lif, sem sprettur
úr holdi og mold.
Og sama hlutskipti bíður
beggja að lokmn:
að blikna og hneigja sig
ofan í kalda fold.
Ég veit, að blómið mitt fagra
er feigt að hausti,
því frostið leggur spjótinu
í hjarta þess ungt,
En þar var tréð hvergi sjáan-
legt, og heldur ekki pappírinn,
sem ég hafði fest á það. Hvort-
tveggja hafði horfið jafn gjör-
samlega og þeim hefði aldrei
verið fyrir að fara.
Og ekki nóg með það, heldur
virtist sem allt það svæði í skóg-
inum, sem ég hafði verið að virða
fyrir mér, hefði skipt um svip, —
einstök tré skipt um staði. Það
var undarlegur bjarmi yfir þeim,
ekki óáþekkur hillingum. Mér
stóð ógn af þessu öllu, og ég verð
að viðurkenna, að ég yfirgaf
staðinn eins fljótt og mér var
auðið.“
Þetta er sagan af Hjátrúar-
skógi, eins og stjórnar-embættis-
maðurinn sagði mér hana. Síðar
varð ég á vegi Miss R., og hún
staðfesti fyllilega það, sem ég
hafði heyrt af reynslu hennar í
skóginum. Meðan ég dvaldist
þarna í Gedi hafði ég ekki tæki-
færi til að gera slíka tilraun
er kveður sumarið
0
grátandi foss í fjalli
og fallvötnin ströng draga
anda sinn hægt og þungt.
En hvenær verður svo
barnið mitt burtu kallað?
Ég bíð ekki svars,
en ákalla deyjandi von:
Ó, dvel til eilífðar, vor,
sem vermir og grœðir,
og vernda þú blómið
og kvíðandans glaða son.
sjálfur, því að ég komst aldrei
þangað sem skógurinn var, en
það er ósk mín, að einhverntíma
muni ferð mín beinast aftur að
þessum slóðum, og þá mun ég
sannarlega prófa, hver reynsla
mín verður.
Svo áhrifarík er hjátrúin og
þjóðsagnirnar í Gedi, að íbúar
staðarins hafa ekki séð sér ann-
að fært en að flýja staðinn unn-
vörpum; sá dagur mun eflaust
upp renna, og mun að líkindum
ekki vera langt undan, að allir í-
búarnir yfirgefa staðinn og
skilja dularöflin ein eftir. Þá
munu draugar héraðisns fá að
vera þar óáreittir á göngum sín-
um í tunglsljósinu. Það eru ekki
nema örfáir mánuðir síðan sú
fregn barst um fiskveiðimenn
frá Gedi, að þeir væru hópum
saman að flýja byggðina, sökum
dularfullra heimsókna manns
nokkurs, sem kæmi utan frá sjó.
Fiskveiðimönnunum sagðist svo
frá, að fyrst sæju þeir blátt ljós
úti á sjónum. Innan skamms
barst það nær höfninni og inn á
leguna. Undir landsteinuiium
hverfur þetta ljós, en samstundis
mótar fyrir undarlegum dökk-
leitum báti, þeirrar tegundar
sem þeir hafa aldrei áður séð.
Báturinn rennur upp í flæðar-
málið, og upp úr honum stígur
aldraður maður með hvítt hár í
óreiðu, klæddur hvítum kyrtli og
með háan keilumyndaðan hatt á
höfði, og glampar á hattinn,
svipað því, sem hann væri settur
gimsteinum. Svo kemur fiski-
mönnunum saman um, að aldrei
hafi þeir séð annan eins mann.
Hann er hvorki Ingresi né Ma-
hindi — það er að segja, hvorki
Englendingur né Indverji — en
þegar hann stígur á land, fellur
hann óðar á kné, eins og hann sé
að biðjast fyrir, og fórnar hönd-
um til himins. En í sandinum
sjást aldrei nein för eftir hné
hans eða fótspor. Fyrr en varir
hverfur bæði maður og bátur
— verður uppnumið í túnglsljós-
inu, og ströndin er eyðileg eftir;
ekkert hljóð heyrist nema tístið
í risavöxnum kanínum, sem
halda til í dökkbláum rústun-
um hið efra.
Síðasta koma þessa ókunna
manns á ströndina olli slíku upp-
þoti meðal íbúa staðarins, að at-
hygli austurafrísku blaðanna
var vakin og frásagnir af atburð-
unum komu í dálkum þeirra. Til
viðbótar við allt annað, sem
fyrir hefur komið að Gedi —
draugaganginn í rústunum,
töfraskóginn og svo allt hitt —
er slík furðuheimsókn vissulega
full ástæða til þess, að skelfdir
fiskveiðimennirnir sjái sér bezt
borgið með því að flýja staðinn.
Heima er bezt
er bezti heimilis-
vinurinn