Heima er bezt - 01.12.1951, Page 7

Heima er bezt - 01.12.1951, Page 7
Nr. 10 HeiMa er bbzt 295 HRÆÐILEG JÓLANÓTT Flóðið á Steinabæinn á jólanótt fyrir 24 árum Lát mig svarið hiklaust heyra, hef ég til þess sterka lyst, vita hvorn þér metið meira maramon eða Jesúm Krist. Þórarinn var vinnumaður mikill og var því farinn að lýjast og láta undan rúm- lega fimmtugur. Þegar hann var 56 ára gerði hann þessa vísu: Oðum brennur út mitt fér, elli kenni mörkin. Gefst upp senn, því ófær er yfir renna slörkin. Þetta var nú um hann Þóra, eins og hann var venjulega kallaður. Mér hefir alltaf verið hlýtt til hans síðan. Alltaf var hann kátur og sagði eitthvað broslegt, þeg- ar hann kom. Það var ekki svo lítils virði í fámenninu á þeim árum, sérstaklega fyrir unglinga, þegar slíka gesti bar að garði. — Eg er víst búinn að gleyma, hvað þeir hétu allir þessir norðlenzku hagyrðingar á þeim tíma, en man aðeins eftir þeim sem mest heyrðist eftir og ég kynntist að ein- hverju leyti. Einn af þeim var Sveinn Gunnarsson frá Mælifellsá, sem landskunnur varð fyrir sína miklu Veraldarsögu. Litlu síðar fóru líka að heyrast vísur eftir Svein frá Elivogum, sem mörgum þóttu góðar, og Þuru í Garði. En þegar Jón Bergmann kom fram á sjónar- sviðið og Bjarni Gíslason, þá held ég að þeir hafi hlotið mesta hylli í Laxárdal, eða Dölum. — £g fór að gamni mfnu yfir „Stuðlamál“ og athugaði hvernig hagyrðingar þeir, sem þar er getið, skiptast eftir landshlutum og þá kemur það í Ijós, að þeir eru flestir ætt- aðir úr Norðurlandi, eða 26 alls. Þar næstir eru Vestfirðir, þaðan eru 21, en aðeins 8 af Suðurlandi og 6 frá Austfjörðum. Einnig taldi ég skáldin á\ama hátt í Lestrarbók Sig. Nordal, er nær frá 1400— 1900. Þar eru 23 ættuð úr Norðurlandi, 11 frá Vestfjörðum, 10 af Suðurlandi og 5 af Austfjörðum. Það er athyglisvert, að hlut- föllin á milli landshluta, hvað skálda- og hagyrðingatal snertir í þessum bókum, raskast ekki. Norðurland hefur helming á móti hinum þremur landshlutum. Bragi Guðmundsson segir í sinni merki- legu ritgerð: Uppruni íslenzkrar skáld- menntar, er kom í Helgafelli, að á Iand- námsöld hafi flest skáld sest að, frá Hrúta- fjarðará til Eyjafjarðar, en þar næst á Vestfjörðum, eða f kring um Isafjarðar- djúp. Það er harla merkilegt, hvað skáld- menntin hefur haldist staðbundin, eftir landshlutum allt frá landnámsöld, til okk- ar daga. — Jóhannes frá Köstum. BÆRINN STEINAR undir Austur-Eyjafjöllum dregur nafn af tveim steinum, mjög stórum, milli Núpakots og Hellnahóls. Steinar þessir eru nefndir Kirkjusteinar. Lækur rann fyrir austan bæinn; var hann vatns- lítill að jafnaði, en gat orðið lítt fær í leysingum. í gamla daga var margbýli að Steinum, allt upp í átta búendur, en ekki munu þeir allir hafa haft mikið landrými til umráða. Sú sögn er til um Steinalæk, að eitt sinn hafi fjórir bændur búið að Steinum; einn þeirra hafi átt alla torfuna. Varð hann, einhverra orsaka vegna, að selja jarðirnar allar fyrir lítið verð. Lagði hann á, að þær skyldu fara fyrir minna, og mundi lækurinn eyða jörðina, en þó ekki meðan Steinakirkja væri við líði. Steinakirkja var lögð niður 1882; aðrir segja 1889. — Það var jólakvöld 1926. Heimilisfólkið í Steinum naut jólagleðinnar á gamla og góða sveitavísu. Jóla- ljósin í lágu baðstofunni hrökktu á brott skammdegismyrkrið, en regnið buldi á þekjunni án afláts og niðurinn í læknum virtist öllu háværari en endranær. í Steinum var tvíbýli, þegar atburður sá gerðist er hér verð- ur skráður, austur og vesturbær. Austurbærinn var þó ekki í beinu framhaldi af vesturbæ, heldur nokkru norðar, og náðu saman útihús beggja bæja. í eystri bæn- um bjó Ólafur Símonarson. Var hann lengi formaður undir Fj öll- um og þótti heppinn og aflasæll. Hann er nú búsettur í Vest- mannaeyjum. Kona Ólafs hét Þórdís, látin fyrir alllöngu. Ann- að heimilisfólk Ólafs og Þórdísar var Georg Skæringsson, ungl- ingspiltur til snúninga, Guðjón, sonur þeirra hjóna og kona úr Reykjavík, er dvaldi á heimilinu til aðstoðar við innanbæjarstörf, því kona Ólafs var mjög heilsu- veil. í vesturbænum bjó maður að nafni Björn Jónasson með konu sinni. Þar var og dóttir þeirra hjóna. Steinafólkið sofnaði nú út frá buldri lækjarins og regnhljóðinu á baðstofuþekjunni. En klukkan 2 um nóttina vaknar það við vondan draum. Vatnshljóð ógur- legt buldi á bæjarhúsunum. Á svipstundu var bærinn allur um- flotinn vatni og barst grjót með flaumnum. Ólafur snarast út, fáklæddur mjög. Var þá ærið ömurlegt um- horfs. Lækurinn hafði breytt stefnu; í stað þess að renna venjulega leið fyrir austan bæ- inn hafði hann grafið sér farveg gegn um margra mannhæða hátt barð og stefndi nú beint á Steinabæ. Var ekki annað sýnna, en lækurinn mundi sópa burt bænum ásamt útihúsum og öllu er þar hafðist við, dauðu og lif- andi, og bera fram til sjávar. Svartamyrkur var og brostið á hríðarveður. í þennan mund braust út Björn bóndi í vesturbænum á- samt dóttur sinni og vildu þau freista að bjarga nokkrum hest- um úr hesthúsi. Hesthúsið stóð í mýri fyrir austan bæinn og sunnan. Þeim Birni tókst að koma hestunum út. Þá héldu þau feðgin til fjóss, er var vestan bæjarins. Til þess að komast til fjóssins urðu þau að taka á sig stóran krók niður í mýrina, þar sem flóðsins gætti minna. Loks náðu þau að fjósinu. Þau leystu nú kýrnar og fengu komið þeim öllum í helli einn, um stundar- fjórðungs gang frá bænum. Þeir feðgar Ólafur og Guðjón sáu, að ekki var viðlit að hafast við í baðstofunni stundinni leng- ur. Tójcu þeir húsfreyju, vöfðu sæng um hana og báru út. Hugð- ust þau freista að hafast við uppi á þaki á bæjarhúsum Björns, en flóðið reif þau brátt með sér, hvert af öðru. Þá hrökkluðust þau á skemmumæni Ólafs. Með þeim var kona Björns, er Guðjón bjargaði úr rústunum. Var hún

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.