Heima er bezt - 01.12.1951, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.12.1951, Blaðsíða 12
300 Heima er bezt Nr. 10 nokkuð á Neðra-Apavatni þau ár sem hann var hjá Tómasi Gunn- arssyni. Ingvar var afar vanafastur og heimakær. Mér er því alveg hul- in ráðgáta hvernig hreppsnefnd- in gat fengið hann til að ganga inn á það að flakka og vera nokkrar nætur á bæ, engu síður en að senda hann til Ameríku. en þó mun þetta hafa staðið í 2 ár, áður en hann ílentist hjá mér fyrir fullt og allt, eða frá 1907 til 16. júní 1918, að hann andaðist og hafði lokið sínu oft mæðusama lífi. En þau 11 ár, sem hann dvaldi hjá mér og kynningunni við hann þá, eru mér kunnugust, og á ég hægast með að lýsa þeim. Árið 1906, um túnasláttinn, kom Ingvar fyrst til mín. Ég bjó þá í Útey hér í hreppi, var hann þá 59 ára. Hafði ég þá lítið kynnst honum. Að vísu séð hann oft, og heyrt sitthvað af honum sagt, en lítið gefið mig að hon- um eða við hann talað. Svo vildi til, að þegar Ingvar kom fyrst til min að Útey á ferðalagi sínu á milli bæja 1905 og sýndi mér fararpassa sinn frá hreppsnefnd um það, hvað hann ætti að dvelja hjá mér margar nætur, nittist svo á, að þann dag var sólskin og bezti þurrkur, var ég að láta breiða töðu á tún- inu, höfðu brotnað tvær hrífur framaf, rétt í því að Ingvar kom í hlaðið og heilsaði mér. Er ég þá með báðar hrífurnar óvið- gerðar í hendinni og verður mér á að spyrja hann, hvort hann sé ekki góður að festa upp á hrífu, því að ég megi svo illa vera að því núna vegna þerrisins. Sá ég þá strax að svipur kom á karl og sagði hann skýrt og hvasst stórt nei og labbaði síðan í burtu og sá ég hann ekki meira þetta ár, og losnaði við undirhald hans það árið. Hafði hann sagt, að hann hefði ekki ætlað sér að fara að vinna hjá honum áður en hann byði sér inn“. Og við það sat. Sá ég síðar hver fjarstæða það var að byrja á því að biðja hann að smíða, því það hafði hann aldrei gjört og var satt að segja hinn mesti klaufi. Og auk þess hafði hann ekki tekið stakt handtak þessi ár, sem hann var látinn ferðast um milli manna Lauk svo þessum viðskiptum okkar í þetta sinn. Árið 1907 flutti ég svo aftur að Laugarvatni, eftir 7 ára búskap í Útey, því það ár hætti faðir minn og stjúpa að búa. Tók ég þá við jörðinni og fór að búa þar. Var það einn dag um vorið, að við faðir minn vorum saman að vinna eitthvað úti á túni, að við sjáum að Ingvar er að koma hingað heim. Hafði faðir minn frétt af viðskiptum okkar Ingv- ars árið áður, og segir við mig: „Nú skaltu taka vel á móti Ingv- ari gamla, því ég held þú munir geta haft lag á honum, ef þú villt, og bæði er nú það, að gustuk væri að taka hann og létta af honum þessu flakki, sem á svo hræðilega illa við hann og svo eru nógar þúfur hérna í túninu handa honum að slétta, ef þú hefur lag á honum.“ Þetta tók ég til athugunar sem annað er faðir minn ráðlagði mér; fann að honum gekk góðvilji einn til okkur báðum til handa. Bar nú Ingvar fljótt heim til okkar, þungur á brún og brá að vanda, og dró upp passa sinn, sem var nú uppá tvöfalda viðdvöl hjá mér, þar sem ég hafði slopp- ið við hann árið áður. Er skemmst frá því að segja, að nú fór allt vel fram á milli okkar. Spjallaði ég við hann um túnasléttur og annað, sem hann vildi helzt tala um, gaf honum ^ sæmilega að borða og lét drjúpa whiskyleka í kaffið hjá honum, en það þóttu honum beztu góð- gerðir sem til voru. Þegar hér var komið sögu og hann var orðinn ofurlítið hýr, fór hann að segja mér raunir sínar, og þar á meðal það, að nú væri svo komið, að hann ætti hvergi heima og eng- inn vildi hafa sig, sem von væri. Var hann síst að draga úr göllum sínum, sem hann margfaldaði nú óspart. Sagði ég honum nú, að við skyldum reyna að láta okkur koma vel saman þessa tilteknu daga, sem hann ætti að vera hjá mér, svo skyldum við ræðast betur við síðar, þegar við værum búnir að kynnast betur. Þessu tók hann öllu vel. Þegar hann var hálfnaður með tímann, sá ég á honum, að hann fór að verða þunglyndur og datt í hug, að hann væri farinn að kvíða fyrir að fara aftur í burtu, og var það raunin. Fór ég þá að grenslast eftir því hjá honum. Kvaðst hann kvíða fyrir að fara, og spurði mig nú með tárin í augunum hvort engin leið væri til þess, að hann mætti vera svo- lítið lengur hjá okkur hjónum. Kvaðst ég nú skyldi athuga það, og varð hann glaður við það, að ég tók ekki af því. — Ég hafði alltaf haft illan bifur á meðferðinni á þessum aum- ingja og ekki sízt nú, eftir að ég hafði kynnst honum og vissi hvað fjarstætt eðli hans var að vera á sífelldu flakki. Grímsneshrepp hinum forna var skipt í tvo hreppa 1906. Var ég þá orðinn hreppstjóri og í hreppsnefnd Laugardalshrepps. Voru ómagar sameiginlegir í báðum hreppum fyrst, en síðar var þeim skipt á milli hreppa og lenti Ingvar í hlut Laugardals- hrepps. í fyrstu hreppsnefnd Laugardalshrepps 1906 voru séra Stefán Stephensen, sem nú var hættur prestskap og dvaldi hjá dóttur sinni í Laugardalshólum og manni hennar, - Ingvari Grímssyni. Séra Stefán var odd- viti, hinir voru Páll Guðmunds- son bóndi á Hjálmsstöðum, og ég. Kom okkur saman um það, að Ingvar færi til mín, ef ég vildi taka hann. Meðgjöf var kr. 50.00 á ári. Var svo Ingvar hjá mér frá þessu til dauðadags, og undi sér vel. Stuttu eftir að hann var sezt- ur hér að, og hann vissi að hann mátti vera hér kyr framvegis, fór hann að byrja á sinni fyrri iðju, að vinna að túnasléttun. Átti hann nokkuð erfitt með að byrja á því eftir þessa löngu hvíld, sem hann hafði tekið, en furðu fljótt rættist þó úr þessu fyrir honum. Á fyrri árum hafði hann mest skorið ofan af í túni með torfljá — tvískera — en eftir að hann kom hingað, not- aði hann ofanafskurðarspaða, skóflu og gaffal. Átti hann þau verkfæri sjálfur og hafði þau í bezta standi. Gekk honum þetta verk furðulega vel, enda mátti heita, að hann snerti ekki á öðru verki vor, sumar og haust, e&a

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.