Heima er bezt - 01.12.1951, Qupperneq 14
302
Heim'a ER BE'ZT
Nr. 10
og hann hafði margstaglað reip-
in, sem piltarnir höfðu slitið og
svo hnýtt saman. Hafði ég þá
ekki önnur ráð en að brenna
spottunum, svo að hann ekki
tæki eftir, því ef hann fann þá
í reipunum, sem ég tók frá til að
láta hann gera við, var hann
viss með að stagla þau saman
aftur. Mér einum leiðst það að
eyðileggja spotta, en piltunum
ekki, því þá hélt hann yfir þeim
strangasta herrétt út af hverj-
um spotta, beizli, hnappheldu
eða gjörð, sem vantaði eftir dag-
inn. En þessi reglusemi hans
kom sér oft vel og var að öllu
leyti hin þarfasta á mannmörgu
barnaheimili og mátti ég oft
sakna hans síðar. Túnasléttanir
stundaði hann, eins og fyr er
sagt, vor, sumar og haust. Fór
hann þar algerlega eftir sínu
höfði, þegar búið var að vísa
honum á blettinn, sem átti að
slétta. Misvel gekk honum þetta
og þetta árið. Líklega hefur hann
sléttað 600—900 ferm. að meðal-
tali á ári, eða % — heila dag-
sláttu. Kom það að mestu undir
því, hvað mikið hann ferðaðist,
og svo heilsunni. Mátti það nokk-
urnvegin vera víst, að hann legð-
ist á hverju vori í rúmið rétt
fyrir vorfundinn eða „hreppa-
stefnuna“. Var það hræðsla yfir
því, að hann fengi ekki að vera
hér kyrr, sem þó var alveg á-
stæðulaus, bæði hvað okkur hjón
snerti og eins hreppsnefndina.
En einstaka gárungi lét hann
heyra það, að ég hefði gott af
því að halda hann og var hann
þá hræddur um, að einhver byð-
ist til að taka sig fyrir minna
meðlag. Tvisvar varð honum
þetta erfiðast. Annað sinnið
sleppti hann sér alveg á meðan
ég var á fundi, og varð þá ó-
vanalega hræddur um, að hann
yrði tekinn í burtu. Óð hann um
með afarstóra hnífsveðju, sem
ég vissi ekki til að hann ætti og
var all óárennilegur, svo að 2
karlmenn, sem heima voru,
misstu kjarkinn að eiga við
hann, en kona mín og frænka
mín, sem hjá mér var, höfðu
hann loks til að hátta. Og hátt-
aði hann sig þá úr öllu, og hafði
þá trú, að allsberan mann mætti
ekki taka. Stóra hnífinn hafði
hann að sjálfsögðu hjá sér sem
vopn til að verjast með. Var nú
sent eftir mér á fundinn, og
sagt, að hann væri orðinn vit-
laus. Brá ég þá straks við og fór
heim. Hafði hann þá legið í einu
svitabaði með krampaköstum í
rúminu frá því að hann fékkst
til að fara í það. Ingvar lá í sér-
herbergi. Þegar ég kom heim, fór
ég hljóðlega að rúmi hans, — svo
að hann, sem breitt hafði yfir
höfuð sér rúmfötin — vissi ekki
af mér fyr en ég var kominn fast
að því. Sá ég þá hvar sveðjan var
og tók hana. Síðan ávarpaði ég
hann hlýlega og sagði honum að
hann ætti að vera kyr hjá mér,
og þetta væri allt óþarfleg
hræðsla í honum. Ansaði hann
mér lengi vel ekki. Ég hafði ný-
lega gefið honum yz pott af hin-
um góðu meðulum frá Konráði
lækni. Spíritus mað hjarta-
styrkjandi dropunum, og sagt
honum, að þetta mætti hann
ekki taka inn nema í lífsnauð-
syn. Þegar mér gekk illa að fá
hann til að tala við mig, gerði
ég mig alvarlegan og heimtaði
meðul Konráðs, því nú ættu þau
við, rétti hann þá loks hendina
eftir smámeðalaglasi, sem var
fyrir ofan sængina og fékk mér.
Ég kvað þetta allt önnur meðul,
en þá sagðist hann vera búinn
að láta allt úr stóra glasinu á
þessi litlu glös. Fór ég nú að láta
hann tæma hvert glasið á fætur
öðru með litlu millibili, og loks,
þegar allt var að verða búið, fór
hann að veita mér viðtal, sem
endaði með því, að faðma mig
og kyssa í fullum trúnaði að
hann fengi að vera kyr, sem og
var. En í þetta sinn mun hann
hafa legið í viku til hálfan mán-
uð og fór svo að smábatna, en
lengi var hann slappur eftir
þetta. Var þetta í rauninni eina
sinnið, sem hann alsleppti sér í
þau 11 ár, sem hann var hjá mér.
Nokkrum árum fyrr, lá hann
lengur, allt að mánuði, var það
um vor, sem hann fékk eitt
þunglyndis kast um sama leytið
og af sömu ástæðum. Gekk mér
þá vonum ver að koma honum á
fætur, en sem þó lukkaðist að
lokum. Brúkaði hann þá ósköp
af meðulum frá hinum og öðrum
læknum, en ekkert dugði. í þetta
sinn átti ég leið til Reykjavíkur
sem oftar, bað hann mig nú að
vanda að finna Konráð eða
Gunnlaug Claessen og fá hjá
þeim meðul. Þegar ég kom aftur
heim úr þessari ferð, lá hann
enn, mér leist hálfilla á þetta, en
taldi þó víst að þetta væri aðal-
lega á sinninu eins og vant var.
Daginn eftir að ég kom heim fór
ég strax að finna hann, og tjáði
ég honum, að ég hefði ekki náð
tali af Konráði eða Gunnlaugi,
en hitt ungan lækni, sem hefði
ráðlagt mér að kaupa handa
honum 1 fl. af spritti og aðra af
Viský og gefa honum það inn
með vissu millibili. Sagði hann
þá að allt af hefði vín átt vel við
sig. Byrjaði svo læknisaðgerðin
eftir „kúnstarinnar reglum“, sem
voru þær að gefa honum 1 pela
af spritti út í jafnmikið af kaffi,
lét ég svo líða 1 klukkutíma á
milli inngjafa. Fylgdist ég vel
með hvaða áhrif þetta hefði á
hann, sem engin voru af fyrstu
inngjöf, ofurlítil af annarri en
góð af þeirri þriðju, enda þá
sprittflaskan búin. Brá nú þá
loks við að hann fór að setjast
upp og þylja í mig allar raunir
sínar, sem ég að vísu var ekki ó-
kunnugur, en þess þurfti hann
alltaf með í hverju kasti. Þegar
hann var búinn að þylja allt í
mig og var orðinn sæmilega
hress, sagði ég honum að lækn-
irinn nýi hefði sagt mér, að þeg-
ar hann væri orðinn þetta hress
ætti hann að reyna að klæða sig.
Þessu hlíddi hann og gekk það
vel, en varla sást enn á honum
vín, enda engum smáskömmtum
vanur. Kom hann þá inn í bað-
stofu með mér til fólksins og var
nú að byrja að verða ofurlítið
skraf hreifur, en þó of lítið. Sótti
ég þá Viskýflöskuna og gaf hon-
um af henni helminginn og það
dugði til að lækna hann. Ragn-
heiður, stjúpa mín, sagði þegar
karlinn var að hressa sig á Viský-
inu: „Nú held ég að þú drepir
karlinn,“ en það var nú eitthvað
annað því að nú var honum far-
ið að líða reglulega vel. Þegar
hér var komið sögu, fór ég með
hann út á tún og sýndi honum
þýfðan blett, sem átti næst að
slétta, og hlakkaði hann þá
til þess að geta farið að byrja