Heima er bezt - 01.12.1951, Qupperneq 32
320
Heiivía er bezt
Nr. 10
sækti að Einari Jóhanni, að
hann hefði hvergi frið á nótt eða
degi, og ennfremur væru reim-
leikar miklir á heimili Páls. Væri
kona hans óðfús að fá hann
heim til skrafs og ráðagerða.
Páll varð mjög hreifur við þessi
tíðindi, og brá hann við og lagði
á Lokinhamraheiði með morgni.
Hann hafði fengið leyfi for-
manns síns til að vera nokkra
daga heima, en hann kom aftur
um hæl. Hafði honum verið tek-
ið verr á heimili sínu en nokk-
urn tíma áður. Degi fyrr en fé-
lagar hans komu heim, hafði
eini hesturinn, sem hann átti,
fundizt dauður niðri í hálf-
frosnu dýi. Þeir félagar sögðu
íöguna af för Páls til galdra-
mannsins í Mosdál, og var þegar
talið víst, að vikapiltur hans
hefði orðið hestinum að bana í
stað þess að ráðast að Einari Jó-
hanni, sem ekki hafði orðið var
neinna reimleika. Kona Páls
valdi honum hin verstu fúkyrði
og steypti yfir hann úr keytu-
kollu, og stjúpsonur hans lagði
á hann hendur. Hann hrökklað-
ist síðan af stað vestur, en áður
en hann fór, sendi hann konu og
stjúpbörnum tóninn og kvað
ekki örvænt um, að þau fengju
óþægilega heimsókn úr Arnar-
firði, þótt ekki yrði hún úr Mos-
dal.
Félagar Páls höfðu ekki úr
honum aukatekið orð, þegar
hann kom að norðan, þótt þeir
hæfu þá við hann ertingar og
storkuðu honum sem mest þeir
máttu. Snemma nætur vaknaði
formaðurinn við það, að hann
neyrði hníf brýndan af ákafa
miklum. Hann þóttist vita, að þar
væri Páll að verki og bað hann
hætta og hypja sig í rúmið.
„Hvað skyldir þú ætla að gera
við hníf, vesalingurinn?" sagði
hann síðan. „Ég skil ekki í, að
þú hafir kjark til að skera sjálf-
an þig eða aðra.“
Að svo mæltu lagðist formað-
ur til svefns á nýjan leik, enda
heyrði hann, að Páll hætti
brýnslunni og skreið í bæli sitt.
Um morguninn, þegar fara
skyldi á sjóinn, kvaðst Páll vera
veikur. Formaður dró hann þá
fram úr rekkjunni, hristi hann
og sagði honum, að hann þyrfti
ekki að ætla sér þá dul að taka
hlut sem aðrir, ef hann lægi nú
enn í landi, þá er róið væri. Páll
bar sig mjög aumlega, og fleygði
formaður honum upp í rúmið,
en sagði um leið, að reri hann
ekki næsta dag, yrði hann flutt-
ur heim til kerlingar sinnar og
stjúpbarna.
Þeir félagar voru lengi á sjón-
um, og var tekið að skyggja, þeg-
ar þeir gengu til búðar. Gekk
Eiríkur fyrst í búðina. Allt í einu
kom hann öfugur út og mælti:
„Haldið þið nú ekki, að hel-
vítið hann Páll hafi hengt sig
hérna í dyrunum!“
Páll var skorinn niður og
skrokknum fleygt út fyrir dyr til
bráðabirgða. Síðan fóru þeir fé-
lagar inn og kveiktu á kolu. Svo
lífguðu þeir eldinn í hlóðunum
og tóku að sjóða sér ýsu. Bar
ekki neitt á neinu, unz þeir voru
setztir að snæðingi. Þá heyrðist
eitthvert korr frammi við dyrn-
ar. Bjarni mælti:
„Er hann ennþá að hengja
sig, hann Dauði-Páll?“
„Skyldi hann vera að þvælast
hér enn, í staðinn fyrir að
skreppa og heilsa upp á fólkið
sitt?“ spurði Eiríkur.
„Þetta er svoddan tuska,“
mælti Bjarni, „sjálfsagt jafnt
dauður sem lifandi." Hann var
ekki fyrr búinn að sleppa orð-
inu en svo var sem spyrnt væri
undir diskinn á hnjánum á hon-
um, og hrukku ýsustykkin á
munn honum, nef og kinnbein.“
„Ajæja, ræfillinn,“ sagði Ei-
ríkur og hló við, en í því kom
moldarköggull fljúgandi úr dyra
gættinni og skall í augu honum
og enni.
Bjarni spratt á fætur og bölv-
aði hátt, þreif öxi og snaraðist
út. Heyrðu þeir félagar hann
hrópa ógnanir og bölbænir yfir
líkinu, og ennfremur heyrðu þeir
það, að hann hóf það á loft og
fleygði því út á völl. Þá er hann
kom inn, blæddu honum nasir.
Hann strauk af sér blóðið og
sagði:
„Haldið þið ekki, að helvítið
gæfi mér á hann, þegar ég kom
út úr dyrunum. Við förum, pilt-
ar, í bíti í fyrramálið norður með
hann Dauða-Pál. Það er bezt
hann leiki sér þar við vanda-
fólkið sitt, en sé ekki að áreita
okkur. Ég er annars búinn að
taka til hans hendi og segj a hon-
um paö, að láti hann okkur ekkt
í friði, þá taki ég hann og fleygi
honum í sjóinn!"
Hvort sem Dauði-Páll hefur
tekið loforðið um flutninginn
gott og gilt eða látið sér hótan-
irnar að kenningu verða, gerði
hann ekki frekar vart við sig
um kvöldið eða nóttina.
Fyrir birtingu risu þeir félag-
ar úr rekkju og bjuggust til
ferðar. Þeir vöfðu strigá utan
um lík Páls og báru það í bát
sinn. Svo héldu þeir af stað norð
ur og linntu ekki förinni fyrr en
í Alviðru.
Þar var þeim sagt lát Guð-
finnu húsfreyju.
Daginn áður hafði grannkona
Guðfinnu haldið til fundar við
hana. Hún hafði engan fundið
í eldhúsi og síðan gengið til bað-
stofu. Þá er hún kom innst í
göngin, heyrði hún háværar
raddir innan úr baðstofunni.
Hún nam þá staðar og hlustaði.
Heyrði hún, að húsfreyja og
Einar Jóhann skiptust á orðum.
Vildi hún, að hann gengist við
þunga hennar, en hann aftók
það með öllu og kvað rétt og
sjálfsagt, að bóndi hennar geng-
ist við barninu. Hún kvað Einar
eiga barnið og engan mann ann-
an, og mundi hún lýsa hann föð-
ur að því, hvort sem honum lík-
aði betur eða verr. Hann kvað
það mundu verða henni verst og
færði að því mörg og mikil rök.
Hún spurði hann þá, hvort hann
mundi taka við henni, ef hún
hlypist til hans, en kenndi Páli
barnið. Einar kvað nei við, og
ærðist þá Guðfinna, hellti yfir
hann ókvæðisorðum, en grét og
kveinaði á milli. Einar hugðist
þá fara, en hún gekk í veg fyrir
hann og vildi varna honum dyr-
anna. í sömu andránni heyrð-
ist gengið um útidyr, og gerði þá
grannkonan vart við sig. Einar
notaði tækifærið og flýtti sér
brott, en Guðfinna náði nokk-
urn veginn valdi á skapsmunum
sínum og vildi láta sem ekkert
væri um að vera, enda kom nú
dóttir hennar inn. Eftir stutta
viðdvöl fór svo grannkonan heim
til sín.
Svo var það um morguninn,
að bóndinn í Ytri-Húsum fann
Guðfinnu drukknaða í læk ein-