Heima er bezt - 01.12.1951, Qupperneq 24
312
Heim'a er bhzt
Nr. 10
(konungar) yfir Uganda, já, áð-
ur en fyrsti konungur þess leit
sólina, en það var Wamba, Hin
Mikla Slanga. Maðurinn hafði
bronsspjót og eirhjálm, og í
fylgd með honum var kona ljós-
hærð. Árum saman dvaldist
hann með Lango- og Banyoro-
mönnum og gjörðist hinn mesti
töfralæknir og spámaður í þeirra
hóp. En dag nokkurn gekk hin
ljóshærða kona hans til skógar
og kom ekki aftur. Hjarta manns
hennar dó í brjósti hans, og afl
hans þvarr, en svartur keppi-
nautur, sem átti fjóra sonu, tók
við þeirri virðingu, er hvíti mað-
urinn hafði áður haft. Síðan var
hvíti maðurinn gerður útlægur
og bannað að snúa til landsins
nokkru sinni framar. En Bany-
oro-menn segja, að ennþá sé
reimt í skóginum, þar sjáist svip-
ur grannvaxinnar konu í hvítum
kyrtli, er reiki um meðal trj ánna
á kvöldin, og rödd hennar heyr-
ist kalla á einhvern, sem aldrei
að eilífu muni snúa við.
Þannig er sagan í einfeldni
sinni og látleysi ,þótt þúsund ára
gömul sé. En hún hafði geysi-
mikil áhrif á mig. Ég komst á
vald þeirrar undarlegu tilfinn-
ingar, að ég vissi eitthvað meira
um þennan mann. Mér fannst
þessi saga koma mér miklu meira
við, persónulega, heldur en hver
önnur þjóðsaga. Ég hugsaði
stanzlaust um manninn. Ég
reyndi að komast til botns í því,
hvers vegna hann hefði farið að
yfirgefa land sitt til þess að
brjóta sér braut gegnum þvera
Abyssiníu og hingað. Var hann í
leit að einhverju — endalausri
leit? Ég hugleiddi þetta og hug-
leiddi. í kyrrð bækistöðva minna
sat ég oft tímunum saman á
kvöldin og hugsaði um þennan
mann. Hann hlýtur að hafa ver-
ið Egypti, kannske Grikki. Hann
getur hafa verið bæði eitt og
annað, en jafnan fannst mér
þægilegast að hugsa mér hann
sem norrænan ævintýramann, er
lagt hefði land undir fót til þess
að gera draum sinn að veruleika,
draum, er sækti á hann; •— að
hann hefði verið maður ekki ó-
líkur mér sjálfum, með kröfur,
áhugamál og takmark. Ég velti
allmikið fyrir mér, hvert áhuga-
mál hans kynni að hafa verið, og
hvort viðleitni hans hefði borið
nokkurn árangur. Mér fannst
einhvern veginn, að svo myndi
ekki hafa verið — en hins vegar
myndi sá dagur eiga eftir að
renna upp. Einatt varð mér litið
yfir til landsins, sem hann hafði
farið um þvert fyrir þúsund ár-
um til þess eins að komast á
þennan stað. Þarna í Kitgum sá
ég í hillingum, þegar skyggni var
sérstaklega gott að morgni dags,
hinar fjarlægu hæðir Karamoja,
en þar má segja að væri hliðið
að hinum dularfullu landsvæð-
um til austurs. Gegnum það hlið
hlýtur hinn hvíti maður með
hjálminn, spjótið og ljóshærðu
konuna að hafa komið. Ég hafði
fullan hug á að fara þangað
strax í þessari för.
En þótt ég væri svo nærri
staðnum sem raun var á, gat ég
ekki komið því við í þetta skipti.
Leiðangur sá, sem farið hafði til
Kitgum og ég komizt með þang-
að, var á enda nokkrum dögum
síðar, og ég var kailaður suður til
Nairobi til þess að vera leiðsögu-
maður manns nokkurs. Ég lifði
af því að vera leiðsögumaður ó-
kunnugra, og lífsviðurværi mitt
varð að sitja fyrir öllu öðru.
Förunautur minn að þessu
sinni var afbragðsnáungi, þess
konar tegund af manni, sem
kemur jafnvel einmana sál í
minni stöðu til að finnast lífið
ekki sem lakast, að öllu athug-
uðu. Þetta var lögfræðingur frá
Philadelpíu, og hafði verið um
skeið liðsforingi í bandaríska
flotanum. Hann var kominn til
Afríku til þess að stunda þar
veiðar um mánaðartíma, og
hafði lagt peninga til hliðar ár-
um saman, svo að hann gæti lát-
ið verða af þessu. Helzta löngun
hans var sú að geta veitt Ijón;
það háfði verið draumur hans
frá barnæsku. Hann vissi harla
lítið um veiðar og viðurkenndi
það, en ég sá á augabragði, að
hann hafði hæfileika veiðimanns
í blóðinu, enda var það sönn á-
nægja að kenna honum aðferð-
irnar og vísa honum veginn. Ég
gerði allt sem í mínu valdi stóð
til þess að miðla honum af þekk-
ingu minni, svo að ætlun hans
og draumur mættu rætast. Hann
hafði aðeins einn stuttan mánuð
til þess að vera á staðnum, og
ég get sagt það með gleði, að
honum tókst að veiða ljónið, það
var stærðarljón, og auk þess
tókst honum margt annað, sem
hann hafði jafnvel ekki gert sér
vonir um.
Ljónið, sem hann veiddi, var
sem sagt fyrsta flokks bráð, enda
lenti hann í ævintýri við að veiða
það. Það var eins og nú skal frá
sagt •(
Þar sem svo vildi til, að ljón
á þessu svæði voru einkar stygg,
ákvað ég að drepa zebrahest,
leggja hann þar sem vatnsból
var í nánd, útbúa leyni skammt
frá, þar sem við svo gætum legið
og beðið eftir því, að ljónið vitj-
aði matar síns.
Þetta gerðum við, og þegar leið
að kvöldi tókum við okkur stöðu
bak við grasvirkið, fylgdarmað-
ur minn með byssu. Við skipt-
umst á að vera við byssuna.
Skyggni var einkar gott, því að
tungl var í fyllingu, og svæðið
fyrir framan okkur með zebra-
hestinum glansandi í tunglsljós-
inu blasti við eins greinilega og
frekast varð á kosið.
Félaga mínum leið samt ekki
sem bezt. Ekki var fylgsni okk-
ar nema tíu fet frá agninu, og
klukkustund eftir klukkustund
héldum við vakandi auga á
staðnum gegnum laufbyrgið um-
hverfis okkur og byssuna. Ég hef
aldrei séð nokkurn mann jafn
eftirvæntingarfullan og hann
var. Hann var eins og lítill
drengur, sem hefur fengið lof-
orð um eitthvað dásamlegt, á-
kveðinn í að bíða þarna og bíða,
þangað til það kæmi •— hvað svo
sem hann þyrfti að bíða lengi.
Nóttin var þrungin dularfull-
um hljóðum. Langt burtu í
þykkninu ruddu fílarnir sér
braut, og þruskið álengdar var
ekki óáþekkt vélardyn í fljóta-
bátum. Einhvers staðar heyrðist
til hlébarða á veiðum, það hljóð
var illskulegt, það var eins og
skapvondur jötun að nöldra við
sjálfan sig. Að baki okkar heyrð-
um við drunur og hófahljóð, eins
og allt ætlaði um koll að keyra
— og skyndilega sáum við hvar
hjörð af nashyrningum geystist
framhjá millum trjánna, auð-