Heima er bezt - 01.12.1951, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.12.1951, Blaðsíða 33
Nr. 10 Heim'a er eeizt 321 um lygnum og djúpum, sem er á mörkum Ytri-Húsa og Alviðru. Stíflast oft lækur þessi af krapa og hefur mörgum sinnum orðið til í honum fé. Sögðu börn Guð- finnu, að hún hefði farið út í vökulok, án þess að hún nefndi, hvert ferðinni væri heitið. Þótt- ist fólk þegar vita, að hún hefði farið ofan eftir til Einars Jó- hans, því að öllum var kunnugt um, að þangað lagði hún leiðir sínar á síðkvöldum. Annar sona hennar fór þangað og hitti Ein- ar. Honum virtist bregða mjög við tíðindin, og játaði hann það, að Guðfinna hefði komið. „Hún átti við mig lítið erindi,“ sagði hann, „og svo hélt hún af stað heim eftir stundarkorn.“ „Þú fylgdir henni ekki?“ sagði pilturinn. „Ég bauð það, en hún afþakk- aði, og við það lét ég sitja, enda var veðrið gott, rétt það sást koma föl úr lofti, þegar hún fór frá mér.“ Frásögn Einars þótti engan veginn ólíkleg, nema hvað ýms- um þótti trúlegt, að Guðfinna hefði verið seinna á ferð en Ein- ar vildi vera láta. Mugga hafði verið um nóttina, og var gizkað á, að Guðfinna hefði sveigt of mikið á hægri hönd, ef til vill fyrir tilverknað draugs þess, sem Mosdælingurinn hafði lof- að að senda norður og talinn var valdur að dauða hestsins, og hefði Guðfinna gengið sig í læk- inn eða draugurinn hrundið henni í hann. Þó var þegar tek- ið að kvisast um það, að Einar Jóhann kynni að vera valdur að dauða hennar, því að grannkon- an þagði engan veginn yfir því, sem hún hafði orðið heyrnar- yottur að. En þegar Bjarni og fé- lagar hans komu með lík Páls og sögðu söguna af ævilokum hans og afturgöngu, þótti þegar einsýnt, að Páll hefði villt um konu sína og hrakið hana í læk- inn. Ekki er neins sérstaks getið um greftrun Páls, en sjálfsagt hefur honum verið holað niður utangarðs á Núpi. Hann sótti mjög að Einari Jóhanni, og flutt ist Einar burt úr Dýrafirði fyrir ásókn hans. Hann flæmdi þá og burt úr fjárhúsinu á Hjallhóln- nm, Bjarna og háseta hans, en Sagnfræði: HERHLAUP HÚNA Eftir Baldur Bjarnason magister ÁÐUR FYRR á öldum kom það stundum fyrir, að siðlausir hirð- ingjar gerðu áhlaup á lönd akur- yrkjuþjóða og friðsamra borgar- búa, og fóru þar um með báli og brandi. Einna frægastir af þess- um hirðingjum eru Húnar. Á 4. og 5. öld gerðu þeir mikinn usla í Evrópu. Húnar eru upprunnir á sléttum Mið-Asíu og Norður- Asíu. Kínverskir annálar tala um Húna á 1., 2. og 3. öld e. Kr. Gerðu þeir þá oft innrásir í Kína, en voru að lokum hraktir þaðan, og fóru aftur vestur á slétturnar í Mið-Asíu. Til varnar gegn þeim, var hinn mikli Kína- múr byggður. Seint á fjórðu öld verða menn varir við Húna rétt fyrir austan Volgu. Árið 375 fóru þeir vestur yfir Volgu og lögðu þá undir sig hið mikla Gota-ríki, sem lá fyrir norðan Svartahaf. Aust-Gotar urðu Húnum skatt- skyldir, en Vest-Gotar flýðu und- an þeim suður til Miðjarðarhafs, oog komu til Ungverjalands. Á ungversku sléttunum settust þeir að um alllangt skeið. Urðu flestar þjóðir í Mið-Evrópu og suðurhluta Austur-Evrópu þeim skattskyldar. Stóð Evrópumönn- um mikill geigur af herskörum Húna. Jordanis, sagnfræðingur að öðru leyti var hann frekar meinhægur. Hann hafði það raunar til að hanga í snörunni í dyrunum, svo að fé gekk ekki inn, og útróðramenn ráku sig þar stundum á hann, eftir að nótt var orðin dimm. Þá heyrðu þeir oft korr í myrkrinu, og stundum lagðist hann á þá sof- andi og tók fyrir háls þeim. En þetta varð sjaldgæfara og sjald- gæfara, eftir því sem lengra leið, unz ekkert var eftir af aftur- göngu Dauða-Páls nema mein- laus slæðingur. En húsið var heitið eftir honum og hét það í bernsku minni. (Heimildarmenn Guðbjartur Jónsson og Jón Jónsson.) Gota, segir svo frá: „Það er trú manna, að þegar Fjölmar sonur Gandreks mikla Gota-konungs fór í austur-víking, þá voru í för með honum galdrakonur, sem kölluðust alrúnir eða helrúnir. Voru þær reknar út á eyðimerk- urnar austan við Meotísku fenin, lögðu þær þá lag sitt við ára og djöfla eyðimerkurinnar og fæddu þeim börn. Afkomendur þessara barna eru Húnar.“ Sýnir þessi þjóðsaga vel því- líkur geigur vestrænum mönnum hefur staðið af Húnum. Jordanis. segir, að Húnar hafi lengi lifað á veiðum og hafst við á auðnum Mið-Asíu. En þá hafi það eitt sinn viljað til, að nokkrir veiði- menn úr flokki Húna eltust við hind eina hvíta. Hljóp hún und- an þeim inn í meotísku fenin, og er hún hljóp yfir fenin, sáu Hún- ar að þau voru fær yfirferðar, tóku þeir sig þá upp og héldu yfir fenin, og hófu hernað á hendur kristnum mönnum. Hafa menn það fyrir satt, segir Jor- danis, að hindin hvíta hafi verið illur andi, sendur til að vísa Húnum leiðina til bústaða krist- inna manna. Húnar voru hirðingjar og bjuggu í tjöldum. En stundum þó í timburhúsum og moldarkof- um. Hægt og hægt munu þeir hafa farið að venja sig að hátt- um akuryrkjuþjóðanna. Frægasti konungur Húna var Attilla. Hann kom fram á sjónarsviðið kringum 430. Attilla var hermað- ur mikill og landvinningamaður. Hann fór herskildi víða um lönd og náði veldi hans um skeið alla leið vestur að Rín. í austri urðu allir þjóðhöfðingjar, hvort sem þeir voru germanskir, slavneskir, finnskir eða Húnar, að játa hon- um hollustu, alla leið austur að Altai-fjöllum og norður að barrskógum Austur-Evrópu og ströndum Eystrasalts. Veldi Att- illa var þó frekast lausleg ríkja- samsteypa eða hernaðarbanda-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.