Heima er bezt - 01.12.1951, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.12.1951, Blaðsíða 23
Nr. 10 HEIMA ER BE'ZT 311 SANNAR FRÁSAGNIR VIII. Myrkviðir hjátrúarinnar Eftir Roger Courtney fyrst um sinn nefnd Kirkjubrú. I gamla kirkjugarSinum, sem til skamms tíma hefur verið notaður sem grafreitur, liggur gamall maður á hnjánum, þéttvaxinn, sköllóttur, með gráan hökutopp, og plant- ar skrautblómum. Hann .hefur fengið leyfi til að ryðja öllum legsteinum og grafar- ummerkjum burtu, og ætlun hans er að :gera reitinn að skrúðgarði. Þessi maður er danskrar aéttar, Schierbeck að nafni, og er landlæknir yfir Íslandi. Eftir nokkur ár liefur honum tekizt þetta. Hálf öld líður, áður en nokkur annar garður í Reykjavík kemst í hálfkvisti við þetta frístundaverk læknisins. Reykvíkingar höfðu víst lengst af öðru að sinna en að rækta skrautblóm. En í miðbæ höfuðstaðarins það herrans ár 1951 er þessi blettur einhver hinn hlýleg- asti sem völ er á, hvað svo sem um hann kann að verða í framtíðinni. Nú er hann opinn fyrir öllum. Og frekar hefur hann rýrnað en vaxið hin síðari ár, því miður. Gróðurinn hefur gisnað, trén hafa orðið' fyrir ásælni miður viturra ungmenna, sem langar til að apa Tarzan. En ekki eru um- merki hins upprunalega kirkjugarðs þó horfin með öllu. Gangi maður inn á bak- lóð landsímahússins, má sjá þrjár stálplöt- ur múraðar inn í vegg. Þar undir eru grafir einhverra ágætra borgara hins hálf- danska höfuðstaðar nítjándu aldarinnar. Við lesum nöfnin, en við vitum ekki meir; og okkur langar tæplega til að vita mikið meir um þetta fólk, enda þótt lesa megi, að frúin hafi burtkallazt „ved at skienke sin 2den Datter Livet“. Eftir þær upplýsingar göngum við út í Aðalstræti, þangað sem nútíminn hrópar til okkar, þrátt fyrir nokkuð sérkennilega kyrrstöðu þeirrar götu, hvað breytingar snertir á mannvirkjum. Og þá erum við aftur stödd á þeim stað, þar sem við vorum við upphaf hins fyrsta af þessum Reykjavíkurþáttum. Það á kannske ekki beinlínis illa við, því að sennilega er þetta hinn síðasti í þessum flokki skyndimynda og hugleiðinga um efni, sem raunverulega er ótæmandi og hægt væri að fjalla um út frá ólíkustu sjónarmiðum. I Aðalstræti dagsins í dág verður manni að minnast þess öðru frem- ur, að á næsta ári eru liðnar tvær aldir frá því Skúli Magnússon landfógeti setti á stofn „innréttingarnar“, sem urðu upphaf þess, að Reykjavík fékk kaupstaðarrétt- indi. Það má því segja, að gatan eigi 200 ára afmæli á næsta ári. Um það skal ekki rætt hér, hvern ,sess elzta og á ýmsan hátt merkasta gata bæjarins eigi eða muni skipa í framtíðarskipulagi höfuðstaðarins. En síðustu orð í Reykjavíkurþáttum mín- um skulu hinsvegar vera þau að mótmæla harðlega þeirri leiðinda-aðför, er nú stend- Á ferðalögum mínum var mér • hugsað til landsvæðis nokkurs, þar sem koma saman markalín- ur fjögurra landa — Kenya, Uganda, Súdan og Abyssiníu, og ég reyndi meira að segja að gera mér í hugarlund útlit eins á- kveðins staðar, sem er rétt inn- an við landamæri Abyssiníu. Það var mér því senn undrunar- og gleðiefni, þegar skjólstæðingur minn (safari) ákvað, að við skyldum leggja upp í ferðalag til þessa dularfulla svæðis við þriðja mann. Skömmu eftir að þetta hafði verið ákveðið barst mér dálítið til eyrna, sem gerði förina ennþá eftirsóknarverðari og æsilegri. Það var sögusögn, fjarska, fjarska gömul, um mann nokk- urn, sem uppi var fyrir þúsund árum eða meir, Egypta, eða kannske var hann ljóshærður Norðurlandabúi, um það var ekki vitað með vissu; sögu þessa sögðu mér innfæddir menn, sem ég hitti á stað, er kallast Kitgum og er í Uganda, ofarlega við Níl, ur til að gera með byggingu þess stórhýsis, sem verið er að grafa fyrir norðan til í götunni. Mér þykir leiðinlegt að þurfa að segja það, en það er í senn skammsýni og fávizkuflan að ætla að reisa óbrotgjarnt stórhýsi á þessum slóðum, áður en búið er til fulls að ákveða heildarskipulag mið- bæjarins. Maður getur ekki komizt hjá því að gruna þá menn um græsku, sem leyfa slíkt. Enginn skilji orð mín svo, að ég sé mótfallinn endurbyggingu miðbæjar- ins — eða mér gangi til persónuleg eða pólitísk óvild í garð þeirra, sem þarna eiga hlut að máli. Það er síður en svo. Eg veit sömuleiðis, að flestum muni finnast of seint að snúa við, þegar verk sé hafið. En slíkt er misskilningur. Mitt síðasta orð er: I hamingjunnar bænum, eyðileggið ekki þá möguleika, sem Reykjavík á, þið, sem skap- ið höfuðborg framtíðarinnar. Minnizt tveggja alda afmælis hinnar gömlu, virðu- legu götu og innréttinga Skúla landfógeta með öðru en því. Elías Mar. á að gizka í 150 mílna fjarlægð frá þeim stað, sem löngum hafði seitt mig mest til sín og lá.hand- an við abbyssinsku landamærin. Þarna í Kitgum var ég raun- verulega á mótum þrennskonar kynþátta, hinna blökku negra sunnanverðrar Afríku annars vegar og íbúa Nílarsvæðisins og semitiskra þjóðflokka hins veg- ar. Meðal þeirra, sem heimsóttu Kitgum-verzlunarstaðinn úr norðlægari héruðum, voru Egyptar. Þrátt fyrir auðsæan skyldleika þeirra við negrana, höfðu margir þeirra löng nef, lítil augu, há kinnbein og bog- línu-munnsvip Egyptanna. Ýms- ir höfðu þann sið að hvílast með því að standa í annan fótinn, en sá siður er einkennandi fyrir fólk það sem býr við papýrus-sefin á bökkum Nílar. Aðrir höfðu með- ferðis egypzk tæki til að hvíla höfuðið á, en þau tæki eru gerð úr viði, fagurlega skorin og gljá- fægð. Höfuðhvílúr þessar notuðu þeir þannig, að engin hætta var á því, að hárgreiðsla eða skraut færi aflaga. Þetta var líkast daufu broti af skrautlegri forn- menningu egypzku þjóðarinnar fyrir mörgum öldum. Frá einum þessara Egypta, sem svo mjög vekja mann til um- hugsunar um hið liðna, fékk ég söguna. Kynþáttur mannsins, sem sagði mér hana, nefnist Lango; og svo sagðist honum frá, að Banyoro-menn hefðu sér hana sagt, en þeir búa í Nílardal. Það var kale za kale, sagði hann — það er að segja, fyrir langa löngu — og hinn ókunni maður kom ekki úr Nílarbyggð, heldur frá hinu ókunna land- svæði Habash — Abbyssiníu. Ekki var hann samt Abbyssiníu- maður, því hann var hvítur, en Abbyssiníumenn eru þeldökkir. Hann hafði komið frá eigin landi og ferðazt um þeirra. Sannar- lega var langt síðan. Það var löngu áður en til voru bakabaka

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.