Heima er bezt - 01.12.1951, Síða 18
306
HEIM'A ER ££21
Nr. 10
Ásgeir Jónsson frá Gottorp:
Sálrænt samband manns og hests
LÁRUS F. BJÖRNSSON á
Fjölnisvegi 20 í Reykjavík er
mikill dýravinur. Á meðan hann
fékkst við skepnuhirðingu vakti
hann sérstaka athygli fyrir
skynsamlega fóðrun, natni og
snyrtimennsku í allri umgengni
við þær.
Lárus er hestamaður og er sú
hneigð sterkur arfur frá feðrum
hans. í umgengni og hirðingu
hesta er hann fyrirmyndarmað-
ur. Hann virðist hafa komist í
sálrænt samband við suma
hesta sína.
Lárus hefur eignazt marga
reiðhesta um æfina, en hann er
vandur að hestum og styðst í
vali þeirra við sínar eigin sér-
skoðanir og smekk, en ekki ann-
arra manna.
Tvo hesta hefur hann eignazt,
sem honum þykir mest til koma.
Annar þeirra var gráskjóttur,
húnvetnskur að ætt. Hann var
alhliða gæðingur, að fjöri, góðri
skapgerð og fjölhæfum gangi.
Hann var í eign Lárusar á með-
an hann dvaldi ungur að árum
í Norðurlandi. Síðan, eða all-
löngu eftir að Lárus varð bú-
settur í Reykjavík, eignaðist
hann rauðjarpan hest úr Húna-
vatnssýslu, sem hann nefndi
Andvara. Hann var í rífu með-
allagi á vöxt, jafnbyggður, fríð-
ur sýnum og vel skapaður. Hann
bjó yfir miklum reiðhestshæfi-
leikum, mikill fjörhestur, gædd-
ur öllum góðum gangkostum og
framúrskarandi fótmýkt, en
skapgerðin annars vegar blendin
og hrjúf. Þegar hann reiddist
mjög mikið, þá sveifst hann
jafnvel einskis, hafði þá til að
taka taumana með valdi og
þjóta á hvað sem var framund-
an; einnig gerði hann tilraun til
þess að koma manninum af sér
með því að stinga sér. í þessum
ofbeldisköstum gat hann einnig
haft það til að
slá. Þessar kenj-
ar voru nú sízt
lagaðar til þess
að launa hús-
bónda hans frá-
bæra natni og
hlýhug í allri
umgengni.
Þetta var nú
skapbrestahliðin
á Andvara. En
hann var gædd-
ur miklum vits-
munum, athygl-
is- og yfirvegun-
argáfu í ríkum
mæli og fannst
það oft í tiltekt-
um hans. Þegar
Lárus var undir
áhrifum víns, jafnvel þótt það
væri mjög lítið, þá haggaðist
aldrei skapgerð Andvara á
hverju sem gekk. Þá virtist fórn-
fýsi hans, varfærni og ljúflyndi
engin takmörk sett, jafnvel þótt
honum væri gefið sérstakt til-
efni til skapbrigða. Lárus tel-
ur, að þessi hlið á Andvara hafi
algerlega jafnað reikninginn
milli þeirra félaga. Það kom
einnig í ljós, að Andvari vann
börnum aldrei mein, þá þau
gerðust nærgöngul, skriðu undir
kvið og milli fóta hans. Eitt sinn
var hann staðinn að því að verja
barn, sem komizt hafði inn í
hestagirðingu, með því að snú-
ast í kringum það, af ótta við
að aðrir hestar, sem voru þar í
grennd, yrðu því að slysi. Fleira
mætti segja um séreinkenni,
skapbrigði og vitsmuni Andvara,
en hér verður staðar numið.
Þótt á milli bæri í daglegum
viðskiptum þeirra Lárusar og
Andvara, var með þeim vinátta
og sálrænt samband, sem hér
verður ekki gerð tilraun til að
lýsa sem vert væri.
En þeir sem neita því að hug-
rænt samband geti átt sér stað
á milli manna og dýra, geta
reynt sig á því að skýra fyrir-
brigði það, sem hér verður sagt
frá, sem er aðeins eitt af fleir-
um, sem áttu sér stað með þeim
félögum Lárusi og Andvara.
Það var í októbermánuði
haustið 1945. Andvari var í
göngu á Korpúlfsstöðum í Mos-
fellssveit ásamt fleiri hestum
sem Lárus átti. Morgun einn,
þegar Lárus er að klæða sig, þá
grípur hann snögglega það á-
leitna hugboð, að eitthvað sé að
Andvara. Lárus reyndi að hrinda
þessu hugboði frá sér, sem hann
taldi í fyrstu markleysu eina.
Hann gengur í sölubúð sína að
venju og tekur þar til starfa, en
hugsunin um Andvara og ef til
vildi vanlíðan hans gat hann
ekki rekið á dyr. Þráin til þess
að sjá með eigin augum, hvort
nokkuð væri að hestinum,
magnaðist æ því meir, sem á
morgunin leið, og varð að síð-
ustu svo áleitin og mögnuð, að
hann þoldi ekki lengur mátið og
hringdi í Þorstein Jóhannesson
bílstjóra og bað hann að aka
með sig á fyllsta hraða að Korp-
úlfsstöðum.
Lárusi heppnaðist fljótlega að
ná fundi Stefáns Pálssonar bú-
stjóra og spyr hann í skyndingu,
hvort hann hafi séð Andvara
nýlega. Stefán kveðst hafa séð
hann síðast í gær, og þá hefði
ekkert verið að honum.
Vegna kunnleika þeirra Stef-
áns og Lárusar veitti Stefán því
fljótt eftirtekt, að Lárus var
ekki í sínu venjulega jafnvægi,
geðró hans eitthvað röskuð, og
flaug jafnvel í hug, að ekki væri
allt með felldu um Lárus. Þessu
næst býður Stefán gesti sínum
í stofu, vel þess vitandi, að hús
Andvari.