Heima er bezt - 01.12.1951, Blaðsíða 25
Nr. 10
Heim'a er bbzt
313
sjáanlega á flótta undan ein-
hverju, en ekki vissum við
hverju. Síðan, eftir stundar-
kyrrð, barst okkur til eyrna það
hljóð, sem æsti okkur mest af
öllu — ógurlegt ljónsöskur, að
minnsta kosti í þriggja mílna
fjarlægð þaðan sem við vorum.
Félagi minn, (sem hét Forrester)
hrökk við í hvert skipti, sem eitt-
hvert hljóð heyrðist, varð upp-
numinn af kæti og hálf hrópaði:
„Sko, lagsmaður! Heyrðirðu,
lagsmaður!“ Og ég anzaði: „Það
gleður mig, að þér skuli ekki leið-
ast, Forrester!“
Um tvöleytið um nóttina leysti
hann mig af hólmi við byssuna,
en ég klifraði upp í tré og lagð-
ist fyrir til að blunda. Eftir litla
stund er ég vakinn við það, að
mér fannst komið við hné mér,
en í sömu mund heyrði ég hvellt
skothljóð úr byssu Forresters og
hrópað um leið: „Sem ég er heill
og lifandi, ég hefi hæft það!“
Það næsta sem ég vissi, var, að
þunglamalega var barið á virki
okkar utanvert og heljarstór
loppa sást gegnum skyggnisrauf-
ina — loðin loppa, sem klóraði í
illsku eftir bráð. í skyndingi
greip ég til riffils míns og hleypti
af á dýrið. Váfeiflegt urr kvað
við, en ekki féll skepnan, heldur
lagði á flótta.
Það sem skeð hafði var þetta:
í skærri birtu mánans hafði
ljónið komið auga á bráðina,
sem lá í rjóðrinu, og skreiðzt
fram úr þykkninu í því skyni að
grípa til hennar. Forrester hafði
gert tvennt í senn, komið við hné
mér til þess að vekja mig og
hleypt af byssunni; en honum
hafði aðeins tekizt að særa ljón-
ið, sem þá hafði hlaupið rakleitt
í áttina að byrginu til þess að
ráðast gegn óvininum. Allt þetta
■— vakningartilraun Forresters,
skotið, viðbragð ljónsins og til-
raun þess til að ráðast á virki
okkar — hafði skeð á örskots-
stundu. Það var liðið hjá, áður
en við höfðum áttað okkur.
Forrester, sem komizt hafði í
geysilegt uppnám við þetta at-
vik vildi óður og uppvægur elta
sært ljónið þegar í stað, en eftir
varkára leit í næsta nágrenni,
með aðstoð rafluktar, ákváðum
við að láta það bíða til morguns,
þar sem um of mikla hættu væri
að ræða. Strax þegar ljóst var af
degi, gengum við út, og eftir
skamma leit, fundum við skrokk
ljónsins — þessa líka flykkis —
á að gizka tvö hundruð metra frá
þeim stað þar sem við höfðum
hæft það. Skotin höfðu komið
í kviðinn og hjartað. Forrester
rak upp siguróp og steig dans
umhverfis bráð sína.
Forrester var sannarlega vel
að manni, einhver hinn vaskasti,
sem ég hef veitt leiðsögu um ó-
kunn lönd. Sem dæmi um dreng-
lund hans vil ég nefna það, að
þegar leiðangur okkar var um
það bil hálfnaður, veiktist ég af
malaríu. Hann vildi óður og upp-
vægur hætta við ferðina, enda
þótt dvalartími sá, sem hann var
búinn að undirbúa með sparnaði
árum saman, myndi styttast um
helming fyrir bragðið. Það
myndu ekki margir hafa tekið
slíkt í mál í hans sporum — og
með jafn mikilli alúð og hans var
vandi. Sem betur fer, var mal-
aríukast mitt svo vægt, að ekki
var ástæða til fyrir hann að
skipta um leiðsögumann þess
vegna eða hætta við áframhald
fararinnar. Enda hefði mér þótt
afleitt, ef að svo hefði þurft að
fara mín vegna. Hins vegar get
ég með gleði sagt það, að þegar
dvalartími hans þarna var á
enda og hann sneri heimleiðis,
hafði hann meðferðis álitlegan
farangur, þar sem í var, auk
ljónsins, stærðar api, vísundur,
antilópa, hlébarði og þar að auki
fjöldi af skinnum annarra dýra.
Ég kvaddi hann loks við Mom-
basa; en þar eð næsti viðskipta-
vinur minn gerði ekki ráð fyrir
að koma fyrr en eftir viku, hafði
ég nokkurn tíma til eigin afnota
eftir vild. Ég ferðaðist um Mom-
basa og héruðin umhverfis,
sömuleiðis út að ströndinni til
dásamlega fallegs staðar, sem
nefnist Gedi.
Yndislegur staður er austur-
strönd Miðafríku. Frá Zanzibar
til Lamu er hver staðurinn öðrum
fegurri og söguríkari. Þama hafa
átt sér stað blóðug ævintýri
löngu löngu horfinna alda,
þrælasala, fílabeinsverzlun og
grimmdarverk. Á sextándu öld
sigruðu hinir herskáu Portúgal-
ir, klæddir brynjum og hjálmum,
geysifjölmennar liðsveitir Im-
ams, Omans og Muscat-soldáns,
er reyndu af mætti að ná fótfestu
á hinni auðugu strönd, þar sem
telja má Mombasa lykilinn að
stóru landsvæði. Að vísu hét
staðurinn þá ekki Mombasa,
heldur Mvita, sem þýðir „stríð“.
Á Mombasa-eyju er virki, sem
kallast Jesúvirkið. Þaðan er
höfnin varin, og þar, við hina
háu varnarveggi, eyddi ég fjöl-
mörgum stundum við að virða
fyrir mér mannvirkin, rétt eins
og ég byggist við að sjá allt í
einu glampa á stál eða heyra
fótatak berserkjanna, er þeir
færu til atlögu.
Hin gamla borg, Gedi, nokk-
urra stunda leið frá Mombasa-
ströndinni, er allstór staður, og
umgirt fjórum múrum — sem
reyndar eru í rústum. Svo virð-
ist, sem lítið sé vitað um það
fólk, er byggði þennan stað til
forna, en á staðnum er reimt,
enda er sérhver íbúi þessa land-
svæðis, hvort heldur hann er
hvítur eða svartur, til vitnis um
það. Ég hefisjálfur komizt í náin
kynni við draugana. Á ferð
minni um þessar rústir hafði ég
mér til samfylgdar gamlan Gi-
ryama-hirði, sem þekkti vel til á
staðnum. Allan tímann sem við
reikuðum um rústir mustera og
vistarvera, talaði hann lágri og
varkárri röddu — ekki við mig,
og ekki heldur við sjálfan sig —
en við ýmsar ósýnilegar verur
hvarvetna umhverfis okkur. Það
var engu líkara en þær þyrptust
allsstaðar að okkur hvar sem við
fórum, rétt eins og þær væru
að beina okkur braut að helztu
merkisrústum staðarins. Að
minnsta kosti komst ég að þeirri
niðurstöðu af þeim orðum, sem
ég heyrði minn gamla fylgdar-
mann segja við þessar ósýnilegu
verur. „Friður sé með vinum
okkarÞ* tautaði hann. „Allt er í
lagi. Ég er bara að sýna hvíta
manninum það sem einu sinni
var hér af byggingum. Víkið frá
— greiðið leið okkar!“ Augu mín
sáu ekki aðrar lífverur þarna en
okkur tvo, það var ekkert um-
hverfis annað en rústirnar og
baobabtrén. Samt var engu lík-
ara en ég hefði það á tilfinning-