Heima er bezt - 01.12.1951, Blaðsíða 11
Nr. 10
Heima er beizt
299
að hann kom til mín 1907, var
hann alltaf að flytja þetta hing-
að og voru það margir hestburðir
að vöxtum, en minna að gæðum.
Ingvar var ákaflega vanafastur í
öllum töktum eftir að ég fór að
þekkja hann, og svo mun hann
alltaf hafa verið, því verður
manni á að spyrja: Hvernig 1 ó-
sköpunum gat hreppsnefndinni
dottið sú vitleysa í hug að senda
þennan hálf vitlausa mann
nauðugan til Ameríku og ætla
þar með aðlosna
við hann af
sveitinni? Til
Ameríku var þá
nýflutt Margrét
systir hans og
var hann send-
ur henni tii
trausts og halds.
Að sj álfsögðu
hafa þeir borg-
að fargjaldið fyr
ir hann vestur.
En þegar þang-
að kom, var
hann sem við
var að búast
meira og minna
vitskertur. Gat|
Margrét systir
hans engu tauti
við hann komið.
og gat engra
hluta vegna
haldið hann. Er
þar skemmst frá
að segja, að
hann var strax
sendur aftur
upp til íslands
með fyrstu ferð
á kostnað Grímsneshrepps. Varð
eitthvert þras út af fargjaldinu
til baka, og heyrði ég að hrepps-
nefndin hefði sloppið við að
borga það vegna þess, að Ingvar
hefði verið búinn að rífa eða
jafnvel eta farbréfið. Svo fór um
sjóferð þá. Oft reyndi ég að
grenslast eftir þessari Ameríku-
för við Ingvar eftir að hann kom
til mín, en þar fór ég jafn nær
frá. Var það bæði að hann mun
hafa munað þetta allt illa og
svo hitt að þetta var honum svo
viðkvæmt mál, að vel gat svo far-
ið ef á því hefði verið alið, að
hann hefði sleppt sér, og vildi ég
sízt ergja hann á því. En það
heyrði ég, að hann hefði hvorki
neytt svefns né matar á þessu
ferðalagi sínu og gæti ég sannar-
lega trúað því, eftir því sem ég
þekkti hann síðar.
Frá því að hann missti heils-
una, 48 ára, var hann oft erfiður
á köflum, mátti ekki orðinu halla
við hann svo að hann fengi ekki
krampa köst, eða jafnvel æði.
hljóp hann þá oft í burtu af bæn-
um, stundum lítt klæddur eða
jafnvel allsber, en þess á milli,
þegar bráði af honum, varð hann
daufur og þunglyndur.
Séra Stefán Stephansen sterki
var þá prestur á Mosfelli frá 1885
—1900, var hann einatt í hrepps-
nefnd og stundum oddviti. Var
Ingvari ekki vel við hann á þess-
um árum. Var það einu sinni, að
prestur kom frá messuferð í Mið-
dalskirkju, að Ingvar sat fyrir
honum lítt klæddur og var með
hárbeittan ljá til vopna, slapp
prestur fram hjá honum heim
til sín, og inn í hús, og skellti
aftur hurðinni, en í því kom Ing-
var og rak ljáipn svo fast í hurð-
ina, að hann fór í tvennt.
í annað sinn hittust þeir á,
förnum vegi og var sagt, að
prestur tæki af honum vopnið, og
skildu þeir við svo búið í það
sinnið, enda var séra Stefán
annálað karlmenni eins og
kunnugt er.
Oft hafði Ingvar rokið í stoð
eina á Þóroddsstöðum, sem var
í baðstofunni, þegar krampa-
eða æðisköstin komu í hann, og
barið hana með hnúum og hnef-
um á milli þess að hann nagaði
hana með tönnunum. Sáust þess
greinileg merki
á stoð þessari.
Það eitt mun
hafa hafst upp
úr Vesturheims-
för hans, að það
bar miklu
minna á þessum
reiðiköstum eft-
ir að hann kom
heim aftur.
Ekki var hægt
að segja, að Ing
var væri fjölhæf
ur til verka, en
allt gerði hann
vel, sem hann
gerði, og átti á-
kaflega erfitt
með að skipta
um verk. Þegar
hann var heil-
brigður milli
kasta,vildi hann
helzt vinna að
túnasléttun á
sumrum, en
flétta reipi og
önnur bösl á
vetrum. Líka gat
hann þæft • í
höndum, tvinnað band, undið af
snældu og þessháttar, en betra
var að fara hóílega að þvi að
finna að þófinu — segja, að það
væri heldur linþæft. Var hariri
þá vís til að herða helzt til dug-
lega á því, og skila sökknum ékki
sem kláruðum, fyrr en hann stóð
nærri einn, en þetta kom sjald4
an fyrir, að minnsta kosti eftir
að hann kom til mín.Líka rakaði
hann húðir og skinn og gerði það
vel sem anriað, en vænt þótti
honum um, að aðrir brýndu fyrir
sig. Ingvar sléttaði mikið í öll-
úm þeim túnuiri á þeim jörðum,
áuE bÖ ííiívBíM ÍJ29ÍXI nniíi Erssá
sem hann var. A Þóröddsstöð-
JiiEJ?. Oí^itDJ íifífíil ÍOTEn aci9C[
um og Laugarvatni mest, en
Gamli bærinn að Laugarvatni
Það er fagurt að Laugarvatni. Þar býður islenzk náttúra allar sinar beztu listisemdir.
Þar byggði fyrsti málarinn, Þórarinn B. Þorláksson, sér sumarbústað og málaði marg-
ar myndir. Og þar bjó bændahöfðinginn, Böðvar Magnússon — og þar er veglegasti
alþýðuskóli landsins. Þarna fékk niðursetningurinn Ingvar Magnússon loks skjól eftir
ævilangan hrakning og þar lézt hann. „Af honum lœrði ég margt“, segir Böðvar i þætt-
inum, sem hér fylgir. „Hann kenndi mér að treysta guði og innprentaði mér mannúð
og miskunnsemi.“