Heima er bezt - 01.12.1951, Side 19
Nr. 10
Heim'a er BEizrr
307
ELÍAS MAR:
Reykjavíkurþáttur
Elías Mar
ENDAÞÓTT Aðalstræti verði talið elzta
gata bæjarins, mun Austurstræti þó vera
fyrsta umferðaæðin, sem gerð var af manna-
höndum í þessum höfuðstað. Mannvirkið
fólst aðallega í því, að gerð var skolprenna
eftir endilangri götunni sunnanvert og
kostuð af almannafé. Svo átti að heita, að
meðfram rennunni lægi gangstétt. Fyrir
bragðið var gatan nefnd „Langa stétt“ eða
á þeirra tíðar reykvísku „Lange Fortov“.
Og mörgum fannst til um kostnaðinn. Síð-
an er líka liðið hátt á aðra öld, og ílest
breytt. Þegar ég tók eftir því á dögunum,
að verið er að múrhúða gam|a timburhúsið
á suðvesturhorninu, þar sem er The Eng-
lish Bookshop, rifjaðist upp fyrir mér, að
eru sterk og rammgjör á Korp-
úlfsstöðum. Það afþakkar Lárus,
en biður Stefán að ganga með
sér til hesta. Eftir skamma leit
fundu þeir Andvara, og var hann
þá draghaltur á vinstra aftur-
fæti. Við athugun kom í ljós, að
sver og hrjúfur þaksaumsnagli
var á kafi inn með hóftungunni.
Eftir aðgerð fór sárinu vel að, og
varð Andvari óhaltur eftir
skamman tíma. En hvað hefði
skeð, ef hjálpin hefði dregist og
Lárus ekki fengið hið dularfulla
skeyti?
Ég þekki fleiri sannsöguleg,
dulræn atvik af líkri gerð og
þetta, en sum eru torráðin
mannlegri skynjun. En því
skyldi ekki geta verið sálrænt
samband á milli vor og dýranna,
sem við umgöngumst daglega?
Allt er þetta jarðneska líf frá
einni rót runnið, og greinar á
sama vaxtarmeiði.
Ég vil svo enda þessa frásögn
með því að hafa upp vísupart,
sem góðskáldið okkar Matthías*
Jochumsson minnkar sig ekki
við að setja fram í eftirmælum
eftir hest:
Milli manns og hests og hunds
hangir leyniþráður.
einmitt á þeim stað mun elzta húsið við
þá götu hafa staðið. Ég fór að gá í heim-
ildir og komst að raun um, að á þessum
grunni stóð fyrst íbúðarhús Tramþe greifa
(guð blessi hans sál), lítið og óvandað
timburhús, sem um nokkurt skeið var að-
setur yfirréttarins, þ. e. frá 1807—1819.
Síðar var þar svo til heimilis spekingurinn
Björn Gunnlaugsson, þá yfirkennari við
latínuskólann, og bjó þar í þrjátíu ár, unz
hann lézt 1876. Einnig eftir hans dag rit-
stjóri Þjóðólfs, guðfræðingur að nafni
Matthías Jochumsson. En laust fyrir 1890
var þetta litla hú§ rifið, og Magnús Benja-
mínsson úrsmiður reisti í félagi við annan
mann það hús, sem enn stendur og verið
er þessa daga að færa í nýtízku búning.
Gamla Isafoldarprentsmiðjan, sem er næsta
hús fyrir austan, mun vera um það bil
sextíu og fimm ára gamalt hús; og það
myndi ekki þykja neinn býsnaaldur á einu
húsi í erlendri borg, en sannleikurinn er
þó sá, að það er með elztu húsum í mið-
bænum. Hús það, sem áður stóð á sama
grunni, var svokallað Skraddarahús eða
Stólpahús. Það var reist árið 1825 af
skraddaranum Klement Lint Þóroddssyni,
er hafði farið után til náms í skraddaraiðn
og kallaðist upp frá því Thoroddsen. Þaðan
er sú ætt komin. En svo ég haldi mér við
efnið, þá skiptir mjög um svip í Austur-
stræti strax þegar komið er austurfyrir
gömlu Isafold. Þá taka við stór steinhús á
báðar hliðar, svo að engu er líkara en
þr.ma hafi bæði skipulagsnefnd og fjár-
málavald tekið höndum saman um að láta
smákofana víkja. Þar sjást óneitanlega eng-
in bárujárnshús lengur á stórum kafla, —
en það kemur ekki til af góðu. Ef ekki
hefði orðið stórfelldur eldsvoði í höfuð-
staðnum árið 1915, stórbruni, sem eyði-
lagði ein fimmtán hús og kostaði mannslif,
myndum við að öllum líkindum hafa þarna
ennþá sams konar bárujárnskassa og enn
eru við strætið vestanvert — og reyndar
víðast hvar í miðbænum. En sá er hins
vegar galli á endurbyggingu borga og bæja,
að með slíku móti fara að sjálfsögðu for-
görðum ýmsar minjar, sem einatt er erfitt
Framh. d bls. 310
Hér sér norður eftir AÖalstrrcti, eins og það var fyrir mörgum árum. — Húsið með
kvistinum nœst til vinstri, er eitt elzta hús Reykjavíkur. Þar dansaði Jörundur hunda-
dagakóngur og þar verzla Silli og Valdi. Nccsta hi'is er Fjalakötturinn, gamla Breið-
fjörðsliúsið, þar sem leiksýningar voru i dentíð. Húsið nœst við götuendann, er Ing-
ólfsapótek. Þar stóð gaþastokkurinn fyrrum. Fremst á myndinni til hægri sér móta
fyr'tr gamla kirkjugarðinum, núverandi skrúðgarði, sem Schierbeck landlœknir hlúði að
og ræktaði.