Heima er bezt - 01.12.1951, Side 3
Nr. 10
Heim'a er bðzt
i
291
„Einn landsins lausamaður...“
Sagnir af Einari gamla Benediktssyni
HANN BAR hið stóra, stolta
nafn, Einar Benediktsson. Kona
ein, sem mundi hann tvítugan,
sagði að síðan hefði hann alltaf
verið nefndur Einar gamli.
Um jónsmessuleytið 1947
dvaldist ég um skeið í Ærlækjar-
seli í Öxarfirði, þar sem Einar
gamli lifði öll sín manndóms- og
elliár. Þá hafði hann tvo um átt-
rætt. Á hverjum morgni, þegar
hann kom ofan, settist hann við
hornið á eldhúsborðinu og drakk
morgunkaffið sitt úr sama bolla
og hann hafði drukkið úr í
manna minnum, saug úr gráu
yfirskegginu og teygði síðan út
hægri höndina eftir tóbaksdós-
unum sínum. Svo reri hann fram
í gráðið, meðan kaffitárið og
tóbakið voru að ylja brjóstið,
muldraði eitthvað í barm sér eða
spurði hvað morgunverkum liði
— labbaði svo
með kíki sinn út
undir vegg.
Þarna við hús-
hornið hafði
hann staðið með
kíki fyrir aug-
um í ári hvers
morguns síðan
um aldamót,
fylgzt frá degi
til dags með öll-
um lífshræring-
um í Sandinum
milli Bakka-
hlaups að vest-
an og Sandár að
austan, utan frá
Öxarfjarðarflóa
og upp í Keldu-
hverfi. Og hefði
eitthvert merar
ræksni eða rollu
ótó stolizt í tún
ið, áttu þau ekki|
von á góðu.
Að loknum
morgunmjölt-
um settist hann
á stólkoll inni í
búri og byrjaði
að skilja mjólk-
ina. Hann stundi við, því liðirnir
voru stirðir orðnir af langvar-
andi gigt. En hann vildi þó ekki
leggja niður þetta verk fyrr en
í fulla hnefana. Svo sótti hann
koks i eldavélina og dundaði við
eitt og annað smávegis fram að
hádegi.
Þegar staðið var upp frá borð-
um að loknum miðdagsverði,
haltraði hann á sinn sérkenni-
lega hátt til dyra. Hann var svo
innskeifur, að tærnar námu
næstum saman, þegar hann
gekk, og leggirnir voru svo bogn-
ir, að iljarnar sneru nánast hvor
á móti annarri — greinileg
merki eftir beinkröm í bernsku.
Allir vissu, að hann var að fara
upp í herbergi sitt að sækja svo-
lítið, og lítil hnáta á öðru ári
gerðist þá kvik í sæti og starði
með eftirvæntingu á dyrnar
meðan hann var í burtu. Hún
varð ekki fyrir vonbrigðum. Eft-
ir skamma stund kom Einar
gamli aftur með súkkulaðikörtu
eða brj óstsykursmola í hendi,
rétti heimasætunni og sagði:
— Gj örðu svo vel, blessuð mín.
Upp úr hádegi lagði hann sig
út af og svaf fram að nónkaffi.
Á háaloftinu í Seli stóð mikil
kista undir súð, og hornrétt á
hana stóðu koffort tvö með
nokkru millibili. Við endann á
öðru koffortinu var tágakarfa
og ofan á henni skrifpúlt, en við
annan enda kistunnar .grunnur
og ílangur kassi. Þessir munir
höfðu staðið hér í sömu skorð-
um frá því húsið var byggt, og
í þeim geymdi Einar gamli al~
eigu sína af þessa heims gæðum
— eftirtekju 80 ára.
Koffortin voru alltaf læst, en
kistan ekki. í ó-
læstri kistunni
geymdi 1 hann
lyklana að koff
ortunum, einnig
nærföt, sængur
fatnað og betri
plögg. í öðru
koffortinu átti
hann alltaf
brjóstsykur,
súkkulaði, kand
ís og annað sæl
gæti, en í hinu
kex, haglda-
brauð, rúsínur,
neftóbak, hoff-
mannsdropa og
fleira. f körfuna
safnaði hann
snærum, um-
búðapappír og
öðru, sem hann
vissi af búhygg-
indum að gott
var að geta grip
ið til. Og loks
voru i púltinu
pennastöng,
blekbytta, skrif-
pappír, reikning
arnir frá kaup-
Það, sem augað gleður ...
Gleði, góðvild og vinátla lýsir úr svip þeirra þriggja, sem þið sjáið hér á myndinni. —
Þau hvila á akri i sumri og sól. Ekkert gleður augað eins og slik mynd, ekki aðeins
þeirra, sem miðaldra eru, heldur og hinna öldruðu. En einnig þeir geta gerzt börn
i annað sinn. Ug líklegt er, að svaná sýn hefði gert Einari gamla Benediktssyni, sem
sagt er frá i greininni hér að ofan, hlýtt um hjartaratur, þvi að barnavinur var hann
i sakleysi sinu. (Mynd: Þorvaldur Agústsson.)