Heima er bezt - 01.03.1954, Side 3

Heima er bezt - 01.03.1954, Side 3
Nr. 3 Heima er bezt 67 Úr endurminningum Magnúsar læknis Hjaltasonar íslenzkað af Kristmundi Bjarnasyni Inngangur. Höfundur þessara þátta, Magnús Hjaltason, læknir, er fæddur að Gilsstöðum í Stein- grímsfirði 5. apríl 1874. Foreldr- ar hans voru Hjalti Hjaltason bóndi þar (fæddur 1827; dáinn 8. janúar 1893) og seinni kona hans Margrét (fædd um 1834, dáin 5. apríl 1932) Helgadóttir, bónda að Ballará Helgasonar. Næstsíðasti áratugur 19. ald- arinnar varð þjóðinni þungur í skauti, harðindi mikil og hvers kyns óáran, er þó ekki hægt að segja, að hér væri um óslitinn harðindakafla að ræða. íbúar Strandasýslu og ísafjarðarsýslu munu hafa átt við mesta erfið- leika að etja, enda ekki trútt um, að þar hafi fólk látizt af afleiðingum langvarandi skorts. Dr. Magnús minnist þessara erfiðleika í endurminningum sínum, sem þessir þættir eru teknir úr. Hann segir svo á ein- um stað: „Ég vissi lítið um hamfarir náttúruaflanna, því að ég var löngum látinn kúra inni. Bær- inn okkar (mig kól á fingrum innan dyra þann vetur) var, þótt kaldur væri, vel undir þetta kuldaumsátur búinn, þar voru þó engin hitunartæki og ekki um elda að ræða nema þar, sem matreitt var. Vatnsból var yfir- byggt og tengt bæjarhúsum og eins var um fjós. ...“ Foreldrar dr. Magnúsar voru vel bjarg- álna, „en sumir urðu að leita á náðir sveitarinnar um hjálp,“ heldur dr. Magnús áfram, „og sveitarstjórnin gerði það, sem hún gat. Sumum fátæklingum var komið fyrir hjá gildari bændum, öðrum send hjálp í kotin. Foreldrar mínir tóku að sér gifta konu og barn hennar. Mágur minn tók eiginmann hennar og annað barn þeirra hjóna á heimili sitt. Allt þjáð- ist þetta fólk af næringarskorti og skyrbjúg, en hjarnaði við, er það fékk nýmjólk og kornmeti.“ Hann heldur áfram, lýsir fell- inum, örbirgðinni og vonleysinu, sem greip fólkið. Af sjötíu lömb- um þeirra Gilsstaðahjóna lifðu aðeins fimm. Það var ekki aðal- lega fóðurskorturinn, sem olli þessu, heldur og sjúkdómar. Um þessar mundir fer fólkið fyrir alvöru að flykkjast vestur um haf. Fyrir 1888 hafði all- margt úr sveitinni flutzt vestur, þar á meðal tvær systur Hjalta bónda á Gilsstöðum. Þetta fólk lét vel af sér og hvatti ættingja og vini til að koma vestur. Loks kom þar, að Gilsstaða- --------------------------- íslenzku vesturfararnir áttu ekki œtíð sjö dagana sœla á frumbýl- ingsárunum í Vesturheimi. — Hér birtist fyrri hluti af endurminn- ingum eins af vesturförunum. Lýsir hann œskuárunum meðal enskumœlandi manna vestra. Framhaldið kemur i nœsta hefti. hjón stóðust ekki mátið lengur, því að þeim var ríkt í hug, að geta búið börnum sínum lífvæn- lega framtð, en horfur óglæsi- legar hér heima fyrir. Þau seldu því búslóð sína alla árið 1888 og fluttust vestur um haf, en þá fluttust 25 manns úr sveit þeirra vestur, en af þeirri tölu voru 13 manns f j ölskyldulið Gilsstaðaheimilis. — Ferðin var hafin frá ísafirði með eimskip- inu Copeland frá Aberdeen, og var það fullskipað útflytjend- um. Á þessum árum gerðist mörg harmsagan á leiðinni vestur, og oft tók ekki betra við, er vestur kom. Fjögur börn létust á skip- inu í þessari för, enda þrengsli slík, að fremur mátti ætla, að um gripaflutninga væri að ræða en manna. — Tveir innflytjend- urnir voru fluttir dauðvona upp í innflytj endaskýlið í Winnipeg, er skipið kom þar til hafnar. Skömmu síðar hjó dauðinn enn skarð í þenna hóp, eins og síðar mun á minnzt. Framan af árum vann hann (Magnús) alla erfiðisvinnu, sem völ var á og átti ekki jafnan sjö daga sæla“, segir í Sögu íslend- inga í Vesturheimi. Þó tókst Magnúsi lækni að brjóta sér braut til æðri mennta, og út- skrifaðist hann í læknisfræði frá Manitobaháskóla árið 1909. Hann hefur hvarvetna getið sér hið bezta orð. í Sögu íslendinga í Vesturheimi segir og svo um hann meðal annars: „Dr. Hjaltason er alleinkennilegur maður og frumlegur, bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir; lætur hann kylfu ráða kasti með það, hvort hann fær lof eða last. Hann er þrekmaður mikill, og hefur það oft komið honum að góðu haldi. Hann er lækna snjallastur að sjá út sjúkdóma og hefur mörg- um hjálpað, sem aðrir voru gengnir frá. Hefur eldra fólkið tröllatrú á honum. — Kona hans er Þórunn Jónsdóttir Þorkels- sonar frá Lundar, trygglynd kona og hógvær"! — Þau hjón eiga fimm myndarleg og mann- vænleg börn. Þá er skylt að gera lítilsháttar grein fyrir þáttum þessum. Magnús læknir fór nú fyrir skemmstu að rifja upp ýmislegt, sem á daga hans hafði drifið og rita það niður, meir til gamans sér en að hann hugsaði til út- gáfu á því. Var hann svo góður að senda mér til umráða og eign- ar handrit sitt, sem hann hefur ritað á ensku og ber nafnið Stories frorn the Prairie, og úr því safni eru þættir þessir teknir. Þess verður þó að geta, að þýðing mín er lausleg og stytt og bókar- upphaf ekki þýtt, enda er þar margt fremur ætlað enskum lesendum en íslenzkum. Magn- ús segist hafa valið þann kost- inn að rita á ensku, af því að hann sé óvanur að rita á ís- lenzka tungu, en hitt er svo auð- vitað, að hann kann málið vel og

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.