Heima er bezt - 01.03.1954, Page 10
74
Heima er bezt
Nr. 3
er ekki tilfært, en grein sína
endar hann á þessum orðum:
„Öll voru bréf Jóns hógvær og
góðmannleg og þykist ég vita, og
jafnvel heyrt hafa að siðferði
hans og dagfar allt hafi verið
samboðið hans stjörnufræði, því
hún Úranía hans mun hafa
dregið hug hans frá öllu því hé-
gómlega, auvirðilega og fávísa
jarðneska og haldið honum í
auðmýkt til hins stóra, hátign-
arfulla og eilífa.“
Um Jón Bjarnason, þekkingu
hans og störf er nægilegt efni í
stóra ritgerð, þótt hér verði ekki
skráð meira, en rétt að minna
á hann, um leið og hugurinn
reikar að leiði hans í gamla
grafreitnum í Grímstungu. Fyr-
ir atbeina góðra manna komst
mikið af handritum hans í
Landsbókasafnið, það er minn-
isvarði, sem hann reisti sér
sjálfur. Ýmislegt er ennþá í
Vatnsdal, sem minnir á Jón, þar
á meðal kálgarðar og kálgarða-
stæði. Gerði hann mikið til að
leiðbeina mönnum með kartöflu-
rækt, og skrifaði um það ritgjörð
í Húnvetning. Dóttir Jóns
Bjarnasonar var Hólmfríður, er
giftist Hannesi Þorvarðarsyni,
bónda á Haukagili. Þessi voru
börn þeirra: Jón Hannesson í
Þórormstungu, Hannes í Dæld-
arkoti, Sigríður á Kistu, Guðrún
og Anna, er báðar fluttu til Ame-
ríku. Munu systurnar nú allar
dánar. Reiknisgáfan virðist hafa
gengið í ættir til afkomendanna.
Skal í því sambandi minnzt á
dótturson hans, Jón í Þórorms-
tungu, og ef lengra er farið,
Hannes, son Jóns, endurskoð-
ara í Stjórnarráðinu, og systur
hans, frú Hólmfríði Jónsdóttur
á Undirfelli.
í teboði
„Hún ætti ekki að láta okkur
vera alein eftir,“ sagði gestur
nokkur í teboði, þegar húsmóð-
irin gekk út um stund, „því að
það er hérumbil sama sem að
koma á stað slaðri.“
t
Páll Ólafsson, Sörlastöðum:
Á FÖRNUM VEGI
Ég var á leið heim úr kaup-
staðnum. Hafði, sem venja mín
var, skroppið þangað skömmu
fyrir jólin.
Orðið var áliðið dagsins. Um
morguninn hafði hríðað og
fyrst frameftir degi, en hríðina
stytti upp og var komið allgott
veður og sæmilegt skíðafæri.
Tungl óð í skýjum. Ég var einn
á ferð og þótti mér vænt um að
svo var.
--------Söguna, sem hér fer
á eftir skrifaði ég þetta skamm-
degiskvöld á hinn drifhvíta dúk
mjallarinnar og notaði stafinn
minn í staðinn fyrir penna.
Alllöngu fyrri um daginn, þeg-
ar ég var að keppast við að
koma af kaupstaðarerindunum,
vissi ég ekki fyrri til en klappað
var léttilega á aðra öxlina á mér
og ég ávarpaður með nafni. Ég
leit snöggt við og varð í bili
hverft við, en áttaði mig samt
fljótt og sagði: „Er sem mér
sýnist, að hér sé kominn Þor-
valdur Þorvaldsson?“ „Já, víst er
það hann,“ var svarað. „Sæll og
blessaður og þökk fyrir það
liðna,“ sögðum við báðir í einu
og tókumst um leið hressilega í
hendur.
— Áður en ég segi söguna
lengra áfram, vil ég geta þess,
að við Þorvaldur höfðum eigi
sést í mörg ár — enda verið
talsvert langt í milli okkar —
en fyrir tólf árum höfðum við
unnið saman í heilt sumar. Féll
þá vel á með okkur, enda var
Þorvaldur drengur góður.
Um það leyti, er við unnum
saman var Þorvaldur trúlofaður
stúlku, sem var kölluð Lilla. Hét
stúlkan þó eigi því nafni.
Hafði hún í skírninni hlotið
þrjú nöfn, en nefndi sig engu
þeirra.
Aldrei sá ég stúlkuna hans
Þorvalds vinar míns þetta sum-
ar. En hann talaði oft um hana
við mig, og virtist mér stundum
að hann sæi alls ekkert annað
en hana, og leit út fyrir að hann
væri þá hinn hamingjusami
maður. — Svo skildu leiðir okk-
»
ar Þorvalds, en ég frétti síðar
að þau Lilla hefðu gifzt.
--------Er við höfðum heils-
ast þarna á götunni, spurði Þor-
valdur mig, hvort ég væri það
tímabundinn, að ég gæti ekki
komið með honum inn á „hótel-
ið“ til að fá hressingu.
Ég sagði, sem var, að ég hefði
ákveðið að komazt heim um
kvöldið, en ég þægi hið góða boð
hans með þökkum, — þótti méð
sjálfum mér vænt um að fá
tækifæri til að rabba við hann
um stund og geta fræðst af
honum.
Við fórum svo inn á „hótel-
ið,“ og þar keypti Þorvaldur
kaffi handa okkur.
Við settumst einir úti í horni.
— Er við höfðum setið þar
nokkra stund, vakti ég máls á
því við Þorvald, hvernig honum
liði. Lét hann vel yfir því.
Ég sagði, að mér sýndist hann
svo frjálslegur og vel útlítandi,
að ég væri viss um að Lilla hlyti
að vera umhyggjusöm kona, er
stæði vel í stöðu sinni sem hús-
móðir og spurði því, hvernig
henni liði. Þessari spurningu
minni svaraði Þorvaldur ekki al-
veg undir eins, en áttaði sig þó
fljótt og sagði, að henni mundi
vafalaust líða vel, — en hann
bætti því við um leið, — að svo
vildi til, að reyndar gæti hann
ekki svarað þessari spurningu,
því fyrir rúmum fjórum árum
hefði Lilla strokið til útlanda
með brezkum setuliðsmanni;
síðan hefði ekki neitt til hennar
spurzt. Er ég fékk þetta svar, sá
ég óðara eftir að hafa ymprað á
þessu, en sem betur fór tók
Þorvaldur sér það ekki neitt
nærri. — Augnablikshlé varð á
viðræðum okkar. — En þá hóf
Þorvaldur máls á ný og mælti
á þessa leið:
„Eftir að Lilla fór, varð ég al-
veg eirðarlaus maður, vissi ekk-
ert hvað ég ætti af mér að gera
eða hvað skyldi taka til bragðs.
Ég festi hvergi yndi, vildi ekki
vera heima — átti raunverulega
ekki heldur neitt heimili, —