Heima er bezt - 01.03.1954, Side 15

Heima er bezt - 01.03.1954, Side 15
Nr. 3 Heima er bezt 79 Ó, þetta er ótrúlegt. Smám saman fer ég að hress- ast og hugurinn að kyrrast. Ég get nú farið að hugsa ofurlítið rökrétt og í samhengi. Sjálfsagt að ganga upp á hæstu melana í nágrenninu, og vita hvað þá kemur í ljós. Er ég kem upp á hæsta melinn, sé ég hest all- langt í burtu. Þennan hest þekki ég þegar álengdar. Tók nú held- ur en ekki að hýrna yfir mér. Ég þurfti ekki annað en að halda mig hjá þessum hesti. Auðvitað yrði hans leitað. Þegar ég kem til hestsins, sé ég fleiri hesta kunnuga fram- undan, og fer nú að geta áttað mig betur. Brátt kem ég svo auga á áningarstaðinn. Þegar ég kom til sjálfs mín á svefngöngunni, varð mér fyrst fyrir að þreifa snögglega upp á höfuðið. Hvað — hvað? — nýi hattur- inn ,sem ég eignaðist í kaup- staðnum, týndur — týndur! — Þetta var mér alvarlegt áfall, al- varleg sorg, ofan á allt annað. En svo er ég kem á áningar- staðinn og lít þangað, er ég hafði búið ból mitt áður, verður þá fyrst fyrir sjónum hatturinn góði, rétt eins og hann sé að bíða eftir herra sínum. Nei — nú er ekki um að villast. Allt bendir nú til happa og heilla fyrir þeim, sem heim er að kom- ast af heljarslóðum. En allra vænzt þótti mér um happið það, að samferðamennirnir voru all- ir í fasta svefni. Þeir vissu ekk- ert um þetta ævintýri mitt, þurfti ég því engum spurningum að svara. Mér var líka þannig innanbrjósts, að ég þurfti helzt af öllu að eiga þetta leyndarmál einn, og út af fyrir mig, fyrst um sinn. Ég þurfti að hafa frið til að hugsa málið og koma jafn- vægi á tilfinningar mínar. — Seinna ætlaði ég svo að leysa frá skjóðunni. Ég hugsa mér að svefnganga líkist allra mest dáleiðslu. Dávaldurinn er hér marg- þættur: Aðsteðjandi nýjungar, þreyta, svefnleysi og þó líklega allra helzt það ,að leggjast til svefns á móti brennandi geisl- um morgunsólarinnar. Allt þetta verður hinum viðkvæma barns- huga ofvaxið. Leynihólf hugans taka að sér alla stjórnina, svo Sólheima-Móri Þegar ég var níu ára gamall, gerðist þessi aburður: Ég kom út um kvöld að vetri til. Tunglsskin var. Ég tók eftir einhverri þústu sitjandi á skíða- sleða, sem var á hlaðinu. Fór ég þá að forvitnast um, hvað þetta gæti verið. Er ég átti eftir að því svo sem tvo faðma, hökti þústan af stað, og sýndist mér það þá vera karl einn, mjög lágur vexti. Alskeggjaður var hann. Veitti ég honum eftirför norður fyrir bæj- arhúsin. Þegar við komum að norðvesturhorni bæjarhúsanna, hvarf hann mér. Þá er ég kom inn í birtuna eftir þessa sýn, var mér leitt, án þess þó að ég væri hræddur. Ég var þá spurður, hvort ég hefði séð nokkuð úti. Ég skýrði frá því er fyrir mig hafði borið. Var mér þá sagt, að þetta myndi hafa verið Sól- heima-Móri, er svo var kallaður. Daginn eftir kom maður til okk- ar frá Sólheimum í Laxárdal í Dalasýslu. Sagt var að Móri fylgdi honum. (Frásögn Helga Þórðarsonar). Strákurinn á ránni Eitt kvöld síðsumars, þegar ég átti heima á Valdasteinsstöðum, vantaði kýrnar. Fór ég fyrst inn í fjós, til þess að ganga úr skugga um, hvort þær hefðu farið inn án þess að eftir því hefði verið tekið. Fjósið var hátt undir loft. Mér varð litið upp á bita þegar ég kom inn. Sá ég þá einhvern húka þarna uppi á ránni. Mér virtist þetta vera strákur einn. Hélt ég að hann ætlaði að hræða mig. Ég kallaði til hans og sagði: „Þú skalt nú ekki geta hrætt mig!“ Enginn anzaði mér, en þess í stað snerist hann utan um rána og hélt í tærnar á sér. Svo skuggsýnt var í fjósinu, að ég sá ógjörla hvað þetta var, en athugaði ekki í svipinn, að mjög var óeðlilegt, að nokkur að til athafna dregur. Verða þær athafnir eins konar útfærsla, eða túlkun á því, sem dávaldurinn vill vera láta. Og nú verður hann einvaldur. mennskur strákur gæti snúið sér þannig. Ég þaut til og ætlaði að grípa í stráksa. En ég greip í tómt. Allt var í eldglæringum fyrir framan mig, og mér fannst fýlu leggja fyrir vit mér. Mér varð mjög hverft við. Draugur þessi var kallaður Selslalli. Var hann sagður hafast við þarna í nágrenninu. (Frásögn Helga Þórðarsonar). í krónni Þegar ég var vinnumaður á Fjarðarhorni bar svo við eitt haustið, að útlit var fyrir kafald. Ég var beðinn að fara upp að hesthúsi, sem var nokkuð langt frá bænum og láta hurðir á hjarir og loka. Hurðirnar voru inni í krónni í hesthúsinu og gekk ég þangað til þess að sækj a þær. Hesthúsið var með tveim- ur króm og stallur fram úr. Skuggsýnt var nokkuð. Þegar ég kom inn í króna, heyrði ég þrusk úr henni innst, og sé ég að ein- hver fer yfir stallinn yfir í hina króna og þaðan út. Ég snarast út á eftir þessu og elti það í hring um hesthúsið og heyloft- ið. Þetta fór þá inn í sömu króna aftur. Mér virtist þetta líkjast manni, en þó ekki alveg eins. Ég sá hvorki höfuð né herðar greini- lega. Neðri parturinn virtist vera röndóttar buxur með ann- aðhvort silfur- eða tinhnöppum á haldinu. Ég hugsaði mér að grennslast betur eftir, hvað þetta væri. Ég lét því aðra hurð- ina á hjarir og lokaði henni. Síð- an gekk ég inn í hina króna, og heyrði ég þá þrusk í henni eins og áður. Ég blístraði til þess, eins og maður gerir stundum við skepnur. Þegar ég kom inn í miðja króna, var stappað fæti í gólfið, svo fast, að ég hygg, að enginn mennskur maður hefði getað það, og í sömu andrá kom gustur á móti mér og megn fýla. Ég gekk þá aftur á bak út og varð ekki af að ég léti hurðir á hjarir í það skiptið. Aldrei hef ég feng- ið að vita, hvað þetta var. Þeg- ar ég kom heim, voru komnir margir næturgestir langt að. Ég gerði mér í hugarlund, að þetta hefði verið fylgja einhvers þeirra. (Frásögn Helga Þórðarsonar).

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.