Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 16
80 Heima er bezt Nr. 3 Nr. 3 Heima er bezt 81 Sigurjón frá Þorgeirsstöðum: Frá Algiersborg til Bou Saada Hér birtíst niðurlag hinnar fróðlegu ferðasögu frá Afríku, sem hófst í febrúarheftinu. Eins og með fyrri greininni fylgja hér Ijós- myndir eftir Þorvald Ágústsson. HiIMA er BEZT pykir fengur að því, að fá tœkifœri til að birta alíslenfka frásögn af þessum fjarlœgu og söguríku slóðum. V. Hjólin snúast. Ekið hefur ver- ið eitt hundrað og fimmtíu km. frá Algeirsborg. Hvellur. Sprung- inn hjólbarði. Numið staðar. Skammt frá eru verkamenn, sem vinna við ræsagerð. Renn- an er hlaðin upp úr höggnu grjóti; steinlímd. Snyrtilega unnið. Utan við veginn stendur drengur, sennilega tólf ára. Hann er kyrrlátur. Hann er dúð- aður í hverja flíkina utan yfir aðra. Jakkaræfillinn hans er festur saman með tölubrotum og lásnælum. Yzt fata er ermalaus kápudrusla. Neðan undir muss- unni koma í ljós buxur, sem raunar eru aðeins renningar, tættar lengjur, sem dingla um bera fótleggina. Á fótunum ber hann eitthvað, sem á að heita skór. í andliti er hann hlaðinn kaunum; og allmiklu safni af kvikfénaði mundi mega smala úr löfrum hans. En hann brosir elskulega við þessum flökkufugl- um úr norðrinu. Og meðan bíl- stjórinn gerir við hjólbarðann, eignast drengurinn áreiðanlega fleiri franka heldur en verka- maðurinn fær fyrir tólf stunda vinnudag í ræsahleðslunni. Lítil telpa kemur aðvífandi. Hún er í rauðum kjól, fríð sýn- um, augun tinnudökk. En hún er óhre'n og klórar sér á bringunni. Ein frúin gefur henni súkkulaði. Sú litla lætur það ekki í munn- inn, í stað þess stingur hún hendi í barminn. Og þar geymir hún gjöfina í lófanum. Sennilega hefur súkkulaðið klístrazt í hit- anum og kámað litla skinnið, var þó varla á það bætandi. Allt í einu tekur hún á rás og stefnir til tjalda, sem standa í óræktar- hæðardragi skammt undan. Þar sést ein kona á stjái. — En sá grunur grípur ferðamanninn, að þessi börn séu vanin á að bera björg í bú utan af þjóðvegunum. Lítill grænn froskur situr í vegarbrúninni, hoppar út í gras- ið. Neðan við veginn seitlar lækjarspræna. Vatnið er gult, banvænt af bakteríum. Frosk- arnir gelta þarna og eru ótrú- lega háværir, heyrist til þeirra úr nokkurri fjarlægð. Þegar gengið er í nánd við lænuna, stökkva þeir út í vatnið. Einn stór náungi mókir í vatnsskorp- unni og lætur sig engu skipta gestakomuna. Það er ekki fyrr en fleygt hefur verið á hann stór- vöxnum stráum, að hann hreyfir sig, hverfur, sekkur í vatnið skyndilega, svo að varla festir á auga. Klukkan þrjú komum við til Aumale. Það er dálítil borg; um- hverfis hana eru gamlir og traustlegir múrar. Þar bíður hádegisverður. í andddyrinu eru teknar handlaugar, svo er geng- ið í matsalinn. Veggirnir eru hraunaðir og málaðir ljósbrúnir. Þar eru teikningar, aðallega af seglskipum — ekki fornar ræn- ingjafleytur undir kolsvörtum seglum, heldur rennilegar skút- ur undir fannhvítum voðum, Þverröndótt ofin veggteppi setja hlýlegan svip á stofuna. Glugg- arnir eru bogadregnir. Liprir þjónar ganga um beina; þeir eru dökkir á brún og brá, franskir að háttum og ætterni, klæddir hvítum jökkum og svört- um pilsbuxum. Matseðillinn er skreyttur teikningu: fögur stúlka spyr gestinn dálítið tvíræðrar spurningar: „Halló, gamli minn, hvað borgar þú?“ Þarna eru bornir fram sjö réttir, misjafnlega bragðgóðir. Það á stundum við að taka undir með ísraelsmönnum, er þeir mögluðu yfir því, að hafa horfið frá kjötkötlunum í Egyptalandi. Ég minnist hins ágæta Janusar, sem hefur raðað á diskinn minn konunglegum kræsingum í borð- salnum á Gullfossi. En rauðvín þeirra Algiers- manna er með ágætum. Og við finnum, að hér er ánægjulegt að halda fyrsta boðorðið, sem bann- ar okkur að þamba vatn. Svo er á ný lagt út á malbik- aðan veginn, ekið í gegn um trjá- göng á löngum kafla. Landið tekur nú bráðlega svipbreyting- um. Akrar og ræktunarlönd mæta útjaðri hásléttunnar. Geysistór bifreið fer fram hjá. Hún er ekki yfirbyggð. En flutn- ingsrými hennar er á tveim hæðum. Er sá útbúnaður allur rammlegur. Á báðum hæðum er þéttskipað sláturfénaði, sem verið er að flytja inn til borg- anna. Leiðin liggur yfir Dirakskarð- ið. Hásléttan verður grá og eyði- leg; gróðurinn kyrkingslegur. Þarna reika hjarðmenn. Þeir eru misjafnlega margir með hverri hjörð. En hjarðirnar eru yfirleitt miklu stærri heldur en norður í landinu. Hér ægir öllu saman í einum hrærigraut: sauðkindum, geitum, ösnum og úlföldum. Allir eru hjarðmennirnir í flaksandi skikkjum og með smalastafi í höndum. Svona hafa hirðingjar Austurlanda litið út í þúsundir ára. Hér hefur sagan sjálf stein- runnið; og mennirnir orðið að saltstólpum, án þess að glata þeim hæfileika, að viðhalda ætt- stofninum. Skammt frá skarðinu er farið um smáþorp. Numið staðar, því að bílstjórinn þarf að gera hos- ur grænar fyrir fallegum mæðg- um, sem auðséð er að til- heyra fyrirfólki bæjarins. Auð- vitað bera þær ekki andlitsblæj- ur, því að þær trúa á Maríu mey. Og malandinn er skær og þrótt- mikill, eins og þar mæli kven- frelsiskonur. Á meðan þessar viðræður fara fram, beinir Óskar Þórðarson, læknir, kvikmyndavél sinni út um gluggana. Viðfangsefni hans eru börnin á götunni. Strákarn- ir skæla sig, iðandi og hrópandi, en gefa ekki færi á sér til kvik- myndatöku. Þeir eru frjálsir og dásamleg villt gleði í svip þeirra og hreyfingum. Þegar fleygt er til þeirra einni sígarettu, er það viðburður, sem er fagnað sam- eiginlega af öllum hópnum, þó að aðeins einn sé svo lánsamur að taka hana upp. Ferðin yfir hásléttuna reynist nokkuð þreytandi. Endurtekn- ingar. Asni naslar við læk, sem seitlar í djúpum skorningum; nokkrir tötrakarlar húka á víxl- lögðum löppunum; leirkofar, sumir með stráþökum; hjarðir og hirðingjar. Grænn kúpull á Múhameðs- musteri. Lítilsigldur maður með viðarknippi á bakinu, þurrar kræklur, sem hann ætlar í eld- inn. Ef til vill á hann konu og krakka í kofakríli rétt við veg- inn; — reykjareimur síaðist þar upp um mæninn. Fjöll rísa í fjarlægð. Skyggnið er hreint, ekki snefill af móðu í loftinu. Sólin er gengin langt til vesturs. Gróðurlaus fell, flöt og kollhúfuleg, teygja sig út í jaðra sléttunnar. Klettalögin eru stöll- uð og sandsorfin. Þetta eru út- verðir Sahara-Atlas. Sandskafl- arnir verða talandi tákn um þau voðaöfl, sem hér leika lausum hala, þegar stormurinn æðir yfir eyðimörkina. VI. Bou-Saada er vinjabær; þar munu vera milli tíu og fimmtán þúsund íbúar. Þetta er eitt af þeirra byggðu bólum, þar sem duttlungar nátt- úrunnar eru undarlegastir. Hér mætast andstæðurnar, hér er háð þrotlaust stríð milli gróand- ans og landeyðingarinnar: Utan við óasann er eyðimerkurauðnin, þar sem hásléttugróðurinn hefur gjörsamlega horfið í sandinn. í óasanum eru stórvaxnir döðlu- pálmar og önnur ávaxtatré. Við komum þangað á sjöunda tímanum, vorum á eftir áætlun og höfðum misst af tækifæri til að vera við guðsþjónustu í Múhameðsmusteri. Var ekki mikils farið á mis, því að þar hefðum við sennilega aðeins séð krjúpandi atvinnutrúða. — Sannir íslamstrúmenn geta bor- ið virðingu fyrir manni, sem er trúaður, þó að hann sé kristinn, en þeir fyrirlíta mann, sem er guðlaus. Og þeir munu varla iðka bænir sínar forvitnum ferðalöngum og vantrúarhund- um til augnagamans. Okkur er skipt til næturdvalar á þrjú gistihús: Sahara, Oase og du Ca'id. Helzt hefðum við kosið að vera öll á sama stað. En þess er ekki völ. Og myrkrið fellur yfir Bou- Saada. Du Caid er nýleg bygging, fallegt hús. Meðal starfsfólksins er ellefu ára sveinn, í hvítum klæðum með rauðan linda um mittið, á höfði ber hann rauðan fez með nafni gistihússins á breiðum borða. Greindur og gæfulegur drengur. Á afgreiðsluborðinu liggur minnisblaðablokk. Og þar er tal- sími. Blýantsstúfur er bundinn með brúnum snærisspotta viðv símatækið. — Blýanturinn á ekki að fara í súginn! Okkur er vísað til herbergja. Fram fylking — tveir saman. Lykill nr. 26. Arabar á markaðstorgi. Algengt er að sjá Arabana sitjandi eða liggjandi á götunni. Sennilega hafa þeir ekki annað við tímann að gera, því að talið er, að þeir geti setzt í helgan stein, þegar þeir hafa kvænzt tveimur konum.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.