Heima er bezt - 01.03.1954, Síða 19

Heima er bezt - 01.03.1954, Síða 19
Nr. 3 Heima er bezt 83 ur; — þó rauf hundgá í fjarska nokkrum sinnum kyrrð næturinnar. Glugginn er opnaður. Morgunloftið streymir inn í herbergið. Birta og sólskin. Sólin rennir sér upp á himinloftið, lyftir sér yfir pálmakollana. Kurrandi dúfur við gluggann. Garður gistihúss- ins er yndislegur. Þar eru ógrynni stórvaxinna trjá- tegunda, burknabrúskar, litfagrir blómaklasar og kaktusar. Þetta er ímynd paradísargarðsins með skilningstréð og lífsinstréð hlaðin ávöxtum í eilíf- um vorblóma. Rómantískar skynvillur flana fram í vitundina: Þarna er einhver á ferli inni á milli pálmanna. Það er sjálfsagt guð, skapari himins og jarðar, á morgungöngu í garðinum. Hann kemur nær. Hann lítur upp í gluggann, býður góðan dag — á íslenzku! — Þetta er þá árrisull iðnrekandi úr Reykjavík. Gengið út — farið inn í borgina, sem er að vakna. Þarna kemur á móti okkur hirðir, sem rekur á und- an sér þrjár geitur og sjö kið. Úr augum hans renna taumar af hnausþykkum grefti með morgunstýrun- um. Hann er í skítugri skikkju og með stafprik í sinaberum höndunum. Sólargeislarnir flæða niður í húsasundin. Aðal- götur borgarinnar eru þriflegar. Sum húsin eru all- miklar byggingar, þar sem menn af evrópiskum ættum reka ýmiskonar starfsemi. Hús frumbyggj- anna eru fjarska óglæsileg, hlaðin upp úr grjóti og límkenndum gulbrúnum leir. Gluggar eru óveruleg- ar raufar í veggjunum. Stundum virðast þessi hús eingöngu hlaðin úr leirefnum, því að í hrundum rústum sést aðeins dust og mylsna. í kofunum eru engin húsgögn til þæginda. Opin eldstæði. Og þar er þéttsetið á pallskákinni. Fjölskyldan hírist í einni kös, sefur í fötunum á béru gólfinu. Það er því ekki undarlegt, þó að fatalepparnir séu venjulega velkt- ir og ósjálegir. Börnin koma út úr hreysunum, setjast í rykið við húsveggina. Á einum stað við vatnsgjafa heldur karlmaður á rauðhærðum telpuanga; með hrjúf- um lófa þvær hann barninu um andlitið. Búðirnar eru opnaðar. Varningur er borinn út á gangstéttirnar. Sumstaðar eru gamlar, langar bygg- ingar, þar sem búðarholur eru í samiiggjandi bás- um. Og viðskiptin eru hafin. Klyfjaður asni er rekinn eftir götunni. Á honum hanga nokkrir skinnbelgir, fullir af mjólk, sem verið er að flytja utan af slétt- unni inn á markaðinn í borg- inni. Nokkru seinna sjáum við einn slíkan mjólkurlegil hang- andi í húsasundi beint á móti brennheitum sólargeislunum. Úti fyrir lítilli knæpu sitja tveir piltungar og kæla blóðið í ölföngum. Annar þeirra er stór og villimannlegur, með langt kolsvart hár, snepplað og laf- andi niður á enni. Hann hlær gríðarlega. Félagi hans er prúð- mannlegur. Á aðaltorg bæjarins setjast túrbanbúnir náungar. Þeir sitja Sums staðar í Algier verða konurnar að hylja annað augað. í hvirfingu, nokkrir saman, skeggræða í orðins fyllsta skiln- ingi. Og eftir því, sem lengra líður á morguninn, fjölgar þess- um iðjuleysingjum. Torgið lítur út, eins og teigur, þar sem þétt dríli er orðið að hvítum hæsingi. Fjórir öldungar sitja rétt við gangstéttina. Myndavél er beint að þeim. Þeir kurra, brölta stirð- busalega á fætur, rölta lengra inn á torgið, snúa baki við töfra- manninum, sem ætlaði að flytja smettið á þeim norður til ís- lands. Það er kuldaleg fyrirlitn- ing í öllu látbragði þeirra, eins og þeir hafi orðið fyrir móðgun af ótíndu mannhraki. Og íslendingurinn hugsar: Eru handbendi nútímamenningar- innar raunverulega svona au- virðileg, eins og þessir forneskju- karlar gefa í skyn? Er það helg- asta hlutverk mannkindarinnar, að halda í siðvenjur forfeðranna, svo að sólin komi upp og sólin renni undir yfir steingerfings- legri kyrrstöðu kynslóðanna, sem koma og fara? Er það sú eina sanna lífshamingja, að safna ekki auðæfum, sem mölur og ryð grandar, bera ekki áhyggjur fyr- ir morgundeginum, en sitja á krosslögðum fótunum og bakast í hitabrækjunni, meðan aldinin þroskast á trjánum? Svartur hundur tríttlar eftir götunni. Hann er hrokkinhærð-

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.