Heima er bezt - 01.03.1954, Side 20

Heima er bezt - 01.03.1954, Side 20
84 Heima er bezt Nr. 3 ur, eins og lamb, rófan stutt, eins og dindill á íslenzkri kind. Hann fer einn saman, en er ör- uggur, eins og sá, sem þekkir ekki villur vegarins. Við heimsækjum gistihúsið, þar sem ungfrúrnar áttu nætur- stað. Höfðu þæf haft orð á því um kvöldið, að drabb og hávaði væri þar í sölunum og skuggsýnt á göngunum. Nú finnst þarna enginn íslendingur. Það er hreint ekki gæfulegt, ef stúlk- urnar okkar eru fallnar í algier- iskar ræningjahendur. En hvað getur ekki komið fyrir? Það er sagt, að ekkert sé nýtt undir sól- inni; sagan sé safn endurtekn- inga. Og það höfum við séð dag- inn áður, algiersmennirnir kunna að meta þá ágætu vöru- tegund, sem íslenzka konan er. Augu barbaranna leyndu ekki alltaf aðdáuninni. Eftir nokkurt málæði og handapat hefur gistihússtjórinn gert okkur skiljanlegt, að kven- fólkið sé farið í eyðimerkurleið- angur ríðandi á úlföldum. Við rjúkum á dyr eins og byssubrenndir; lítill drengsnáði veldur því hlutverki, að vísa okkur á leigubifreið. Og eftir augnablik erum við komnir í bækistöðvarnar í du Ca'id. IX. Heima á Hornafirði hafði mér verið sagður pistill úr ferðasögu einhvers frægðarmanns, sem líkti úlfaldareið við velking í hafróti. Síðan hefur mér runnið kalt vatn milli skinns og hör- unds, er ég hugsa um ferðalag á „skipum eyðimerkurinnar". En nú stend ég við gistihúsið du Caid í borg hamingjunnar og sé ferðalanga ríða í hlaðið — á úlföldum! Þarna eru meðal annara komnir fjársjóðir, sem við héld- um að væru týndir í tröllahend- ur. Og í broddi fylkingar fer Ingunn Kjartansdóttir úr Reykjavík. Ég hafði áður dáð dugnað hennar á ferðareisunni utan af íslandi, en nú bætir hún öll sín gömlu met. Þessi kona er 69 ára, en lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Ég er ekki lengur tvílráður: „Far þú og ger slíkt'hið sama“. Nýr leiðangur undirbýr för sína út á sandauðnina. Á með- an liggja úlfaldarnir jórtrandi. Þeir eru þreytulegir, úfnir og húðarlegir. Og reiðverin eru ekki konunglegir kjörgripir úr Þúsund og einni nótt. Yfir kryppuna er lögð einhverskonar hnakknefna, upp úr hnakknef- inu standa klakkar, sem reið- mennirnir halda í, auðvitað dauðahaldi. ístaðsólar eru hnýttir snærisspottar; ístöðin ryðgaðir járnkengir. Teppi er breitt aftan við hnakkpútuna. Þar situr reiðmaðurinn. Beizlið er múll með taumbandi. Svo er staulazt á bak, bíf- urnar settar í ístöðin, hallazt fram í gráðið og stritazt við að sitja, meðan reiðskjótinn rykkir sér á fætur. Smádrengir lemja úlfaldana níðingslega. Skepn- urnar rymja og stynja. Og ferð- in er hafin út á eyðimörkina. Það er farið hægan lestagang. Drengirnir teyma reiðskjótana. Sólin endurvarpar blindandi birtu úr gulum sandinum. Mér hvarflar í hug skrítla úr Suður- sveit, um greindan öldung, sem teymdi hryssu undir blindri kerlingu. Hann var ekki nógu aðgætinn, fór undir fatastag með þeim afleiðingum, að gamla konan hrataði úr söðlinum. „Gat ekki helvítis merin séð snúr- una?“ mælti sá forherti spor- göngumaður. Hér er hátt til himins og vítt til veggja utan við vinjabæinn. Hér eru engar snúrur í loftinu. En sveinstaularnir, sem teyma undir okkur, eru heldur hvim- leiðir. Þeir kyrja enskar setn- ingar, betlandi, og eru býsna miklir þrákálfar. Þegar stungið hefur verið að þeim einum pen- ingi, heimta þeir annan, líkt og fjandinn, sem ásælist alla hönd- ina, ef honum er réttur litli fing- urinn Þegar þeir eru óánægðir með uppskeruna, lemja þeir úlf- aldana í háls og höfuð, svala þrjózku og óartarlegu skapi sínu á saklausum skepnunum. Stund- um kemur hefnd þeirra niður á ferðamanninum, þeir sleppa taumbandinu; úlfaldinn rásar afvega út í eyðimörkina með ósjálfbjarga íslending húkandi á lendinni. En úlfaldinn reynist mesta þægðarskinn, latur og makráður, nemur staðar og bíð- ur. Drengurinn dratthalast á eftir honum og teymir hann með ! hangandi hendi inn í raðir lest- arinnar. Og þessi karavan þokast í hálf- hring norðan við Bou Saada.Loks er numið staðar á steinlögðu stræti í útjaðri bæjarins. Úlfald- arnir leggjast. Ferðamennirinr stíga af baki. Drengirnir betla og eru háværir. Allir verða að gjalda þeim skatt refjalaust. — Nú arkar leiðsögumaður frá gistihúsinu du Ca'id með okkur um daunillar, þröngar götur milli fornfálegra kumbalda. Hann fer með okkur upp á hvolfþak sjö alda gamals moskurs. Þaðan er góð útsýn yfir borgina og víð- áttumikla pálmagarða. Pálma- trén eru hávaxin. Bolurinn er dökkur og blaðstýfður, aðeins laufkróna í kollinum. Þar vaxa döðlurnar. Hver döðlupálmi gef- ur af sér árlega allt að 300 kgr. af ávöxtum, sem er góður bú- hnykkur inni í sandauðninni. Þá er gen'gið í musterið. Úti fyrir dyrum þess er dálítið út- skot í byggingunni. Þar er vatns- þró. Þar þvo arftakar Múhameðs fætur sína, áður en þeir ganga í guðshúsið. Það mun vera kattar- þvottur, eins og handlaug Píla- tusar. Og þeir mundu alls ekki bíða tjón á sálu sinni, þó að þeir skoluðu allan líkamann. Inni í musterinu eru loft og veggir fannhvít og kuldaleg. Þar eru 40 súlur í fimm röðum. Halda þær hvolfþakinu uppi, en boga- myndað bil er á milli súlnanna. Þetta er allt gjörsamlega skraut- laust, engin líkneski af guðum né dýrlingum. í Islamstrúnni er aðeins einn guð — andi hans býr í helgidóminum, í einfaldleikan- um, en ekki í skrautmyndum og skurðgoðum. Á gólfinu eru strá- mottur. Á þær megum við, van- trúarhundarnir, ekki stíga. Það væri saurgun. Og þegar okkur langar til að skoða klukku, sem hangir á austurvegg moskursins, þá eru motturnar fjarlægðar. Við göngum eftir mjóum gangi inn að gömlu klukkunni, sem telur tímann í bænhúsinu í borg hamingjunnar. Og tíminn líður. Dvöl okkar í Bou Saada styttist óðfluga. Við göngum í du Ca'id. Leiðsögumað- urinn segist þurfa að fá ein- hverja þóknun — en gistihúsið greiði sér ekkert fyrir þjónustu við gestina. Þetta er kuflklæddur

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.