Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.03.1954, Blaðsíða 22
86 Heima er bezt Nr. 3 Helgi Valtýsson: VINNUBRÖGÐ Hripað úr daglega lífinu lendra landvinningamanna, sem með vopnavaldi hafa seilzt til þegnréttar í þessu fagra landi. Með tæknimenningu opna þeir auðlindir þess og hljóta góðan arð. Og það gerir sigra þeirra auðunnari, að fólkið, sem á rétt- mætar kröfur til gagna og gæða landsins, heyir óvirka baráttu gegn broddum örlaganna. Mót- spyrna þess birtist reyndar víða í hatursfullu augnatilliti, þver- móðsku og tómlátu kæruleysi. En það er bundið í báða skó af læpuskap og ofsatrú á bókstafs- kenningar, sem brynja það gegn nýmælum í siðvenjum. Um 30 km. frá Algeirsborg er komið niður á sléttlendi, ekið gegn um fallegt þorp. Á malar- velli leika unglingar með fót- bolta. Þeir leika af lífi og sál — og gera mörk. Beggja megin vegarins á þessari leið til höf- uðborgarinnar má heita að séu óslitnar vínekrur. „Dýr mundi Hafliði allur,“ mætti segja um uppskeruna af hverri ekru þess- arar víðáttu, ef hver bokka peirra guðaveiga væri reiknuð eftir útsöluverði í Áfengisverzl- un íslenzka ríkisins. Hitamóða leggst yfir landið við sólarlagið. Pálmakrónur og trjátoppar sýnast synda á ljós- um vatnsfleti, hefja sig upp í hvolfbök himinsins. Það er heill- andi mynd, sem brosir í sjáaldri ferðamannsins. Við komum til Algeirsborgar rétt fyrir klukkan sex, numið staðar á Casbah-hæð, litið yfir borgina, flóann og höfnina. Fag- urt útsýni. Og þarna blasir við reykháfsmerki, það fegursta í heiminum, Gullfoss við bryggju og snýr stefni til hafs. Víða í borginni eru glæsileg hús, íburðarmiklar villur, stórir trjágarðar, skreyttir blómabeð- um og minnismerkjum. Við aðal- götur nýja borgarhlutans eru húsin margar hæðir, gljáfægðir bílar eru á ferð, rafmagnsspor- vagnar, þungur straumur af gangandi fólki. Verzlunarhúsin bera skrautleg ljósaauglýsingar- spjöld, sem depla augum fram- an í vegfarendur. Auglýsingarn- ar eru skrumkenndar og sjálf- sagt ekki alltaf í samræmi við sannleikann. í sumum stræt- unum eru trjáraðir fram með Framhald á bls. 93. Hversdagslegir hlutir verða títt minnisstæðir. Fyrst glápir maður aðeins á þá án þess að gera sér ljóst, hvort nokkuð sé eiginlega um að vera. Eitthvað hlýtur það þó að vera, fyrst augu manns og hugur nemur staðar við það. Algerlega ósjálf- rátt. — UndirvituncL segja fræði- mennirnir. Og í hana safna þeir öllu því, sem hvergi á heima annars staðar. Síðan verður þessi þokugeimur að eins konar alls- herjar ruslakistu, sem rúmar allt það, er farið hefur framhjá skrásettum skilvitum vorum. En öðruhvoru virðist þó hæstvirt undirvitund verða eins konar ■yfirvitund, — eða jafnvel hæsti- réttur, sem athugar ýmis fyrir- brigði og metur þau eða dæmir, áður en nokkurt hinna löggiltu skilvita vorra hefur náð tökum á þeim. — Þannig var þeim far- ið, þessum skyndimyndum úr daglega lífinu. I n- i tf -TV’ I. Grjótnám. Ég gekk suður yfir Öskjuhlíð í sólskini og sumarblíðu. — Nú er óralangt síðan. — Veðrið var svo fagurt, að erfitt var að halda huganum föstum við jarðríki. Á hárisi hlíðarinnar varð mér allt í einu numið staðar. Alveg ó- sjálfrátt. Einhver hreyfing eða hljóð barst til mín hægramegin. Suður á hábungu hlíðarinnar lágu nokkrir vinnuklæddir menn í opinn. hring. Tal þeirra barst til mín sem hægur kliður. Þarna var því ekki um málfund að ræða. Öðru hvoru var ein- hver hreyfing á þeim, pat eða pot út í loftið. Oftast með hægri hendi. Nú fyrst kom skynjun mín til skjalanna. Þetta var furðulegt fyrirbrigði. Hvað voru mennirnir að gera þarna á há- melnum, hörðum og smágrýtt- um? Langtum skemmtilegra hefði- verið fyrir þá að bæla sig í graslautunum sunnar í hlíð- inni. Áður en ég hafði hugsað mig um, var ég lagður af stað suður- eftir. Og að vörmu spori var ég kominn til mannanna. Þetta voru 10 eða 12 menn á öllum aldri. Glaðlegir menn og gæf- legir. Þeir sátu eða lágu upp við olnboga í mölinni, og öðruhvoru tóku þeir steinvölu með hægri hendi og fleygðu henni í ein- hverja af þeim smáhrúgum, sem virtust hafa myndast af þessu föndri þeirra. Ég kastaði kveðju á mennina, glaðlega og kumpánlega, og tóku þeir því vel. „Gott er nú blessað veðrið," sagði ég. Þeir settust upp og játuðu því. Síðan notuðu þeir tækifærið til að taka í nef- ið, og sumir kveiktu sér i vindlingi. „Hvað eruð þið annars að af- reka hér?“ spurði ég alvarlega og leit á vinnubrögðin með vel- þóknun. „Við erum í grjótnámi fyrir bæinn,“ svaraði einn þeirra eða tveir. Hinir kinkuðu kolli til samþykkis. „Já, þetta datt mér í hug,“ sagði ég með íhygli. „Margs þarf nú við í blessaðri höfuðborginni." Mennirnir játuðu því með al- vörusvip og ábyrgðarþunga. „Þið eruð heppnir með veðrið,“ sagði ég. „Sólskinið hæfilega heitt, og vindur hvorki of né van. Þægilegasta vinnuveður að öllu leyti.“ Þeir játuðu því fúslega, litu glaðlega upp í loftið og virt- ust forsjóninni harla þakklátir. Síðan kvaddi ég þá glaðlega og hélt áfram ferð minni til Hafn- arfjarðar. Mennirnir sem uppi sátu, hölluðu sér aftur út.af á vinstri olnboga. Síðan héldu þeir áfram grjótnáminu. II. — Snjómokstur. Áratugum síðar gerðist þetta um hávetur norður á Akureyri. Snjóað hafði allmikið í logni, og lá djúpur snjór og þungur á rislágum húsþökum og flötum. Bar þá nauðsyn til að hreinsa þökin, áður en snjó tæki að leysa

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.