Heima er bezt - 01.03.1954, Qupperneq 24

Heima er bezt - 01.03.1954, Qupperneq 24
88 Heima er bezt Nr. 3 lækka börnin í augum félaganna og sjálfs sín, geta hæglega sprottið af því erfiðleikar. Ef foreldrar t. d. banna seytján ára dóttur sinni að nota varalit, þó að allar vinkonur hennar geri það, eða láta drenginn sitja yf- ir litla barninu, meðan félagar hans og jafnaldrar eru í bolta- leik úti, þá gera foreldrarnir sig sek um mikið óréttlæti og skiln- ingsleysi. Flestir foreldrar hafa víst ein- hverjar ákveðnar hugmyndir um, hvernig börn þeirra eigi að haga sér, og börn eru undarlega næm á að komast að því, hvað foreldrarnir helzt vilja. Þegar mamman, svo að dæmi sé tekið, leyfir Pétri litla at róta í kom- móðuskúffunni, en hreimurinn í rödd hennar gefur til kynna, að henni sé það eiginlega þvert um geð, þá kemst Pétur í slæma klípu. Orð móðurinnar leyfa honum það, en hreimur raddar- innar segir nei. Jafnvel þótt honum hefði í fyrstu mislíkað, hefði honum þó liðið betur, ef móðir hans hefði strax sagt eitt- hvað á þessa leið: „Ég vil ekki, að það sé verið að róta í kom- móðunni minni, því að þá get ég ekki fundið neitt af því, sem ég þarf að nota“. Það er mikill misskilningur, að börnum líði bezt, ef þau fá að ráða öllu sjálf. Þvert á móti — það gerir þeim einmitt erfitt fyrir. Tökum dæmi um það, að fara að hátta. Barnið er þreytt eftir daginn, en vill þó ekki missa af neinu. Vingjarnleg, en ákveð- in skipun um að fara nú að hátta, leysir vandamálið í einni svipan. Nærri því hvert einasta barn fær reiðiköst, og á það þá oft til að reyna að berja pabba eða mömmu, eða hrópa eitthvað þessu líkt: „Nú rota ég þig!“ eða „Ég vildi að þú værir ekki til!“ Ef foreldrarnir fara að skamma barnið undir slíkum kringum- stæðum, eða gefa því löðrung, verður árangurinn aðeins sá, að foreldrarnir koma upp um sig, að þau geta ekki stillt sig. Á hinn bóginn er heldur ekki rétt að láta sem ekkert sé, því að þá lærir barnið ekki að þekkja takmörkin milli hins leyfilega og óleyfilega, og allra sízt mega for- eldrarnir gera tilraun til að róa barnið með því, að gefa því góð- gæti, því að þá verður það sér meðvitandi um vald sitt, og lærir skjótt að nota sér reiðiköstin, til þess að hafa eitthvað upp úr þeim, eða sem vopn á foreldrana. Ef móðirin svarar rólega eitt- hvað á þessa leið: „Ég er svo hnuggin af því að þú skulir vera svo reiður við mig. Segðu mér hvað er að“, þá hefur hún bæði sýnt barninu að það er ekki al- máttugt, þar sem hún guggnaði ekki fyrir reiði þess, og með hinu hægláta svari sínu hefur hún einnig gefið því skilning af, að það hefur gengið of langt, en þó um leið viðurkennt rétt þess til að hafa tilfinningar. Afleiðing af skilningi hennar og styrkleika verður sú, að barnið verður strax rólegt. Það er gullin regla, að láta sig alltaf miklu skipta tilfinningar barnsins, og á hvern hátt það lætur þær í Ijós. Ég hafði eitt sinn stálpaðan dreng til lækn- ingar. Drengurinn var kominn á afvegu. Á bernskuárunum varð hann að fara á mis við kær- leiksríka og ákveðna stjórn for- eldra, en það er skilyrði til þess, að úr barninu verði dugandi maður. Hann sagði mér, að dag einn, hann var þá sjö ára, hefði hann tekið koffort og sagt við mömmu sína: „Nú fer ég mína leið! “ „Fyrir mér máttu það“, svaraði móðirin, en þetta kæru- leysislega svar hennar hafði sært hann djúpt. Mömmu hans gæti ómögulega þótt vænt um hann, úr því að henni var sama um, hvað hann gerði. Þetta er því miður mjög venjulegt. Þegar barnið hótar að fara að heiman, meinar það í raun og veru þetta: „Stöðvið mig. Ef ykkur þykir vænt um mig, þá segið, að ég megi ekki fara!“ Með því að láta eins og ekkert sé, ná foreldrarnir að vísu þeim árangri, að barnið kemur skömmustulegt aftur, en hin hættulega tilfinning af að það sé yfirgefið, hefur sezt að í huga þess. Það sem er mótsagnakennt við hið svonefnda frjálsa upp- eldi — í lökustu merkingu orðs- ins — er það, að engan mundi dreyma um, að leyfa fullorðn- um manneskjum neitt svipað frelsi. Stjórnleysið virðist ekki eiga við okkur. Við búum okkur til lög og reglur, og okkur mundi ekki líða vel án þeirra. Það hlýt- ur að vera skylda allra, sem ala upp nýja borgara, að kenna börnum að virða þau lög, sem hafa velferð allra að takmarki. Börnum líður alls ekki illa undir fastri og ástúðarríkri stjórn. Þau fá þvert á móti auk- inn skilning á að pabbi og mamma elski þau og vilji vernda þau, Fyrir skömmu hlustaði ég á samtal tveggja smátelpna. „Leyfir mamma þín þér að leika þér á götunni?" spurði María. „Það veit ég ekki, hún segir aldrei neitt við því“, svarar Hanna. „Ég má það ekki“, segir María og það var stolt í rödd- inni, „því að mamma segir, að þá geti ég orðið undir bíl“. Stundum getur forboð frá full- orðnum orðið til þess að bjarga barninu út úr klípu, sem það get- ur ekki komizt úr, án þess að gera sér vansæmd. Ef til dæmis fullorðinn maður skilur tvo drengi, sem eru að fljúgast á, losna báðir við þá skömm, að hafa orðið undir í áflogunum. Þegar ég var drengur, klifraði ég oft upp í hátt tré í nágrenninu, og hvað eftir annað kom það fyrir ,að ég þorði ekki að klifra hærra, þegar ég var kominn hátt upp í tréð, en þorði heldur ekki niður fyrr en fyrirfram settu marki var náð, því að þá mundu hinir drengirnir hlæja að mér. Ég mótmælti auðvitað hástöfum, þegar faðir minn bannaði mér að klifra framar, en innst inni þótti mér vænt um það. Þeir foreldrar, sem af mis- skildum „gæðum“ láta undir höfuð leggjast, að kenna barninu að hegða sér meðal ókunnugra, gera því í raun og veru margfalt erfiðara fyrir. Fái barnið ná- kvæma leiðbeiningu um, hvernig það á að haga sér þegar gestir eru, verður það öruggt og ófeim- ið. Árangurinn verður, að barnið nýtur þess að heilsa upp á gest- ina og vera þeim hjálplegt. En það barn, sem enga hugmynd hefur um, hvernig það á að haga sér, verður klaufalegt, uppgerð- arlegt og plága bæði fyrir heimilisfólk og gesti. Eftir því sem barnið þroskast, mega foreldrarnir slaka á aga þess. Barnið verður frjálsara og

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.