Heima er bezt - 01.06.1954, Side 6
166
Heima er bezt
Nr. 6
um ekki að skapi, var Torfi furðu
laginn að gæða það því lífi, að
menn færu að hrífast með án
þess að gera sér þess fulla grein.
Frásagnarsnilldin skýr og lifandi,
krydduð góðlátlegri kímni og
gamansögum, sem hann fléttaði
inn í námsefnið.
Piltar voru í vín- og tóbaks-
bindindi meðan þeir dvöldu í
skólanum. Torfi neytti hvorugs.
Þeir menn sneiddu helzt hjá
garði þar, er mikið voru undir
áhrifum víns; var það þó ekki
vegna þess, að þeim væri verr
tekið en öðrum. Ég minnist þess,
að bóndi úr næstu sveit kom að
Ólafsdal allmikið ölvaður. Þegar
honum var borið kaffi ásamt
öðrum gestum, virtist honum
verða eins og ráðafátt. Sá Torfi
víst, hvers kyns var og segir við
bónda: „Blessaður láttu út í
bollann þinn.“ Hann lét ekki
segja sér það tvisvar, dregur pela
upp úr vasa sínum og verður all-
ur að brosi.
Ég hef fyrr getið þess, að gest-
kvæmt var mjög í Ólafsdal; oft
sátu þar gestir dögum saman,
ekki sízt meðan Pöntunarfélag
Dalamanna stóð með mestum
blóma og Torfi var formaður
þess.
Oft voru stúlkur að námi
lengri og skemmri tíma hjá
dætrum Torfa, þá mátti ekki síð-
ur læra alla verkshætti, sem til
fyrirmyndar voru hjá Guðlaugu
húsfreyju.
Þegar ég kom að Ólafsdal, voru
komnar allar þær byggingar þar,
eins og þær voru mestar. Var
reisulegt þangað heim að líta:
stórar og miklar byggingar á
stóru og víðlendu, rennisléttu
túni. Bæjarhúsin stóðu allhátt
upp frá ánni, er fellur neðan
við túnið og kvíslast eftir Eyr-
unum til sjávar. Þó að dalur sé
þröngur til allra átta nema vest-
uráttar, sem veit að Gilsfirðin-
um, er sviphýrt og hlýlegt þar,
enda veðursæld í flestum áttum.
Geta þó komið allharðir svipti-
byljir af suðri. f góðu veðri að
vorinu eru síðkvöldin fögur, þeg-
ar hin hnígandi sól gyllir eyjar
og sund út um Breiðafjörð.
Svanirnir, höfuðprýði Gilsfjarð-
ar, eru að mestu komnir til
heiða; þó sjást enn nokkur pör,
sem hafa orðið síðbúnari og
syngja þar angurblítt sinn sól-
arlagsóð í ró og tign kvöldsins.
Leggi menn leið sína til hlíðar-
innar upp af bænum, verður út-
sýnið enn tilkomumeira.
Það hefur margur furðað sig
á því, að Tprfi skyldi setjast að
í Ólafsdal og hefja þar stór-
framkvæmdir og stofnsetja
skóla. Þröngt var þarna til
ræktunar og ekki hægt að koma
við stórbúskap nema njóta ann-
arra jarða, sem ekki lágu nærri,
og erfitt um samgöngur. Hann
hafði dvalið í Skotlandi, ferðazt
til Ameríku. Dvalið í góðsveit-
um landsins, bæði norðan og
sunnanlands. Hafði því kynnzt
margháttuðum möguleikum um-
fram flesta aðra landa sína.
Þrátt fyrir þetta fer hann heim
í sveitina sína, sezt að á smájörð,
sem er lítt við hans hæfi. Þó eru
innan þessarar sveitar stórar
jarðir með miklum framkvæmd-
armöguleika. Þær hafa sennilega
ekki legið lausar fyrir. Hverjum
getum, sem menn um þetta leiða
og hvað sem því hefur valdið,
liggur það þó ljóst fyrir, að
framkvæmdir Torfa í Ólafsdal
sýna, hvað gróðrarmold fóstur-
jarðarinnar er gjöful, þegar leit-
að er eftir því með áhuga og
dugnaði.
Framkvæmdir heima fyrir og
störf Torfa í ýmsum félagsmál-
um útheimtu það, að hann varð
oft að vera fjarri heirnilinu. Það
vannst nokkuð upp með því, að
frú Guðlaug var mikilhæf og
stjórnsöm, heimilishættir allir
voru fastmótaðir; voru þó hús-
bændurnir lausir við alla
ofstjórn, leitað meira eftir
að vekja ábyrgðartilfinningu
manna og því sýnt um að hafa
það bezta úr hverjum manni.
Leiðbeiningar og forsagnir Torfa
voru oft kryddaðar góðlátlegri
kímni, en þó svo fram settar, að
þær misstu ekki marks.
Þegar ungir menn, sem þó eru
komnir til nokkurs þroska, koma
saman, sinn af hverju lands-
horni, með ólíka siði og háttu,
kann svo að henda, að smá-
árekstur verði. Þykir þá sumum
bezt, er þeir heiman höfðu. Ég
hygg, að þegar litið er til baka
með augum hins reynda manns,
hafi þau ráðin bezt þótt, sem
framkvæmd urðu að fyrirsögn
húsbóndans í Ólafsdal. í dag-
legri umgengni var Torfi glað-
ur og úppörvandi. Átti hægt með
að velja umræðuefni við hvers
manns hæfi. Ótrúlega lítið urðu
gestir varir annríkis hans og
umsvifa. Það var eins og hann
hefði ávallt nægan tíma til áð
sinna þeim. Vel var hann máli
farinn, rökfastur og náði vel
tökum á viðmælendum sínum.
Tók líka heill og óskiptur á við-
fangsefnunum og fylgdi því fast
eftir og bar þau oftast fram til
sigurs. í hópi manna var marg-
ur hærri að vallarsýn. Hvergi
mun hann þar hafa komið, að
hann vekti ekki athygli. Við
kynningu sjálfkjörinn foringi.
Ég kom að Ólafsdal á fyrsta
eða öðru ári eftir brottför mína
þaðan. Þá var komið hop á að
breyta til um búnaðarfræðsluna.
Jafnvel leggja þá Ólafsdalsskól-
ann niður. Reynslan virðist
samt staðfesta það, að háttur sá,
er hafður var á búnaðarfræðsl-
unni í Ólafsdal, hefur verið upp-
tekinn. Aðeins breytt til eftir því,
sem aukin tækni og betri að-
stæður skapa.
í bréfi frá Torfa. 25. maí 1899
segir: „Ef Ólafsdalsskólinn fell-
ur nú, þegar hann er orðinn 20
ára, fellur hann þó, vona ég, við
góðan orðstír. Það er mér nokk-
ur huggun.“ Auðskilið er, að hon-
um hefur ekki verið sársauka-
laust að sjá á bak skólanum,
meðan hann enn hafði krafta til
að starfa við hann. Skólinn stóð
nokkur ár eftir þetta. Hvernig
nemendum frá Ólafsdal hefur
tekizt að halda uppi góðum
orðstír skólans, ætti fortíð og
samtíð þegar að hafa kveðið upp
sinn dóm. En hlutur skólastjór-
ans í Ólafsdal er sá, að sæmd má
þar af hljótast.
Þetta er það helzta, sem vakti
athygli mína þann tveggja ára
tíma, sem ég dvaldi í Ólafsdal.
Sum atvik hafa fallið úr minni.
Heildarútkoman verður sú, sem
eftir vakir í vitundinni og mót-
ar skapgerð og manndóm gagn-
vart samferðamönnum og hin-
um ýmsu viðfangsefnum lífsins.
Flestir, sem þangað fóru, gerðu
það af þrá til menntunar og
aukins manngildis. Þá stóðu fá-
ar dyr opnar til þeirra hluta
þeim, sem enga fjármuni höfðu
í vegarnesti.
Að síðustu set ég hér kafla úr
Framh. á bls. 189.