Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 10
170
Heima er bezt
Nr. 6
1870 og þá ort kvæðið Umkvört-
un, er synjun kom. Líkur virð-
ast þó benda til, að þetta hafi
átt sér stað árið 1869 og Um-
kvörtun sé þá ort, enda þótt
kvæðið þurfi ekki að vera ort
þá þegar. En í Öngulstaðahand-
riti nefnir skáldið kvæðið: Bœn
og nauðsyn hins vesœla og upp-
gefna forsmá 1869.
Jónas Jónsson frá Hriflu seg-
ir í formála að ljóðaúrvali
Hjálmars,1) að honum hafi í
fyrstu verið veittur sveitarstyrk-
ur árið 1871. Ekki veit ég, hvað-
an Jónas hefur þessar upplýs-
ingar, en þetta bendir líka til
þess, að sveitarstjórnin hafi
haft hönd í bagga, er Hjálmar
fluttist í Grundargerði, eins og
Ari segir. Jón Þorkelsson telur í
formála fyrir ljóðum skáldsins,
að hann muni ekki hafa fengið
sveitarstyrk fyrr en árið 1874 og
vitnar í manntalsbók Mælifells-
prestakalls, en Hjálmar flutti að
Starrastöðum frá Grundargerði
1873. Segir séra Jón Sveinsson
það ár: „ekkill, í húsmennsku",
en við árið 1874 stendur „á sveit,
í dvöl.“ Þeir félagar Brynjólfur
frá Minna-Núpi og Símon Dala-
skáld segja í sögu Hjálmars: „Sú
sögn gekk syðra, að Blöndhlíð-
ingar hefðu „látið sér segjast",
og veitt Hjálmari sveitarstyrk
þegar á eftir. Nokkuð leið þó á
milli.“ Hér er átt við, að Blönd-
hlíðingar hafi séð að sér eftir
útkomu kvæðisins Umkvörtun í
'Norðanfara 12. nóv. 1870. Segir
Símon á öðrum stað, að Hjálm-
ar hafi verið i húsmennsku á
Starrastöðum hið fyrra ár sitt
þar. Jónas Jónsson frá Hriflu
segir hann á sveitarframfæri tvö
ár í Grundargerði og tvö á
Starrastöðum, en þaðan fór
hann 1875 og dó um sumarið.2)
Raunar má segj a, að það skipti
nútímann ekki miklu máli,
hvort Hjálmar hefur þegið af
sveit eða ekki, en þó verða það
að teljast nokkrar málsbætur
Blöndhlíðingum, ef þeir hafa séð
l) Hjálraar Jónsson frá Bólu: Ljóð-
mæli, Menningarsjóður 1942. (ísl. úrvals-
rit).
2) Við dánar- og greftrunardag Hjálm-
ars í prestsþjónustubók Miklabæjar er
þess getið, að hann hafi verið hrepps-
ómagi.
að sér og létt baráttu skáldsins
síðustu æviárin, en það hefur
löngum andað kalt til þess
byggðarlags sökum harðýðginnar
við Hjálmar, og naumast hefur
það bætt úr skák, að Símon
Dalaskáld ber sveitinni ekki gott
orð. Sannleikurinn er sá, að hin
svonefnda íslenzka bændamenn-
ing hefur verið — og er kannski
enn — þar á vegi stödd, að hún
hefur síður en svo hlúð að skáld-
um sínum, það er því langt því
frá, að Blöndhlíðingar séu hér
einir um sök, en saga þeirra og
Hjálmars varð kunnari en saga
smærri spámanna í öðrum
byggðarlögum og stafar það af
því, hvílíkt höfuðskáld hann var
og hvernig hann brást við, er á
hann var leitað. Hjálmar átti
því láni að fagna, eins og fleiri
skáld í sveitum landsins bæði
fyrr og síðar, að hann átti að-
dáendur, sem höfðu bæði getuna
og viljann til að hlaupa undir
bagga með honum. En hvernig
hefði farið fyrir honum og
mörgum öðrum skáldum i sveit-
um landsins hefði guð ekki upp-
vakið ýmsa menn (svo ég noti
orð Hjálmars) til að rétta þeim
hjálparhönd, svo að þeir gætu
annað þessu tveggju: að draga
fram lífið og halda áfram að
yrkja? Það segir sig sjálft. —
Listamannslundin er viðkvæm,
og gróður, sem sprottinn er í
gjósti, ber þess jafnan nokkur
merki. — Einhver kynni nú að
spyrja, hvort ástæða sé til að
gera sér þann mannamun að
hlúa sérstaklega að listamönn-
um og verma veikan gróður
listamannsgáfunnar. Auðvitað
ber að gera það, því að listamenn
leggja svo ríflega í sjóðu fram-
tíðar, að af má ausa til yndis og
ánægju jafnvel mörgum öldum
eftir þeirra dag. Við slíka menn
hlýtur þjóðin ávallt að standa
í þakkarskuld.
En ég sný nú aftur að efninu.
Ég læt það alveg liggja á milli
hluta, hvort Hjálmari hefur ver-
ið lagt af sveit lengur eða skem-
ur. Hugsanlegt er, að hann hafi
verið styrktur af Akrahreppi án
þess að vita það, þótt erfitt sé
að sjá ástæður til að leyna hann
því, jafnólíkt er það og, að
Hjálmar hafi gert sér far um að
leyna, ef hann hefur fengið
styrk. Hann reyndi ekki að fara
í launkofa með neitt, þá hann
orti Umkvörtun og birti. Ef til
vill eru til gögn, er leitt geta
hið sanna í ljós. En furðuleg
ráðstöfun verður það að kallast
á örvasa gamalmenni, jafnvel
þótt ekki væri skáld, að hugsa
því ekki fyrir neinum viðunan-
legum samastað. Þegar Hjálmar
varð að hrökklast frá Starra-
stöðum, er hjónin brugðu búi,
skutu blásnauð hjón, Bjarni
Bjarnason og Rannveig Sigurð-
ardóttir skjólshúsi yfir hann, lof-
uðu honum að hírast hjá sér í
beitarhúsunum frá Brekku; af
öðrum híbýlum höfðu þau ekki
að segja um þær mundir. Og þar
andaðist þessi langþreytti ferða-
langur, saddur lífdaga, en snilld
hans lifir, og getum við í þessu
sambandi minnzt orða Steins
Steinars um Snorra Sturluson:
Og þó. Sú böðulshönd, sem högg-
ið greiðir,
hún hæfir aldrei það, sem mest
er vert,
því hvert eitt skáld til sigurs lif
sitt leiðir,
hve lengi og mjög sem á þess
hlut er gert.1)
Kristmundur Bjarnason.
x) Leturbreytingin er mín. — K. B.
(Handrit þau, sem ég hef notað við
samningu þessa greinarkorns, á Steingr.
Arason á Sauðárkróki; þau eru úr all-
miklu og dýrmætu safni, er hann ekki
alls fyrir löngu bjargaði frá tortímingu.)
Ekki svo slæmur
Gömul kona kom í heimsókn á
geðveikrahæli, sem hún hafði
stofnað af auðæfum sínum, en
maður hennar hafði verið mill-
jónamæringur. Þegar hún kom
inn í garðinn, var hún nærri
dottin um einn af sjúklingunum,
sem lá þar og steinsvaf. Gamla
konan vakti hann og sagði með
ávítunarhreim í röddinni:
„Af hverju eruð þér ekki að
vinna?“
„Ég — ég er — vit-vitlaus“.
„Já, en allir hinir eru að
vinna“, sagði hún og benti á
nokkra menn, sem voru að vinna
í garðinum.
„Það getur vel verið, en svo
vitlaus er ég nú ekki“.