Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 14
174
Heima er bezt
Nr. 6
laut ofan að henni og sagði and-
stuttur:
„Ég spyr þig að því, sem ég
ekki sjálfur sé, sem ég ekki þori
að trúa, — er Búi líkur mér, er
Búi sonur minn, en ekki hans?“
Ólöf húsfreyja starði á Teit
bónda, stóreyg og svo sem agn-
dofa. Svo spratt hún á fætur.
Hún hló kalt og hljómlaust, en
stóð síðan um hríð og virti Teit
fyrir sér. Ljósbrot sindruðu í
tárum augnanna, og blóðið
flæddi í vangana og fjaraði á
víxl. Síðan sagði hún fastmælt
og þó lítið eitt óstyrk í máli:
„Aldrei hefur mér það til
hugar komið, að þér hafi geng-
ið annað til en góðvild og óskor-
að traust á mér, þá er þú baðst
mig sjálfa sjá sem bezt fyrir In-
gjaldi. Fyrir því hef ég mikið
kvalizt þín vegna, því að ofurást
hef ég á Ingjaldi fest, þó að
aldrei hafi ég hann örmum vaf-
ið fyrr en hér á hlaðinu áðan.
En nú hefur þú þungu fargi af
mér létt. Mun ég ekki hér eftir
harma þinn hlut, því að hann er
betri orðinn en verðugt var, þar
sem er faðerni Búa, sonar míns.
Svo skal það þá fram ganga, sem
þú hafðir til stofnað, og mun ég
nú ekki fresta því að leita sam-
funda við Ingjald."
Að svo mæltu gekk hún til
dyra og vatt sér út.
Teitur bóndi sat sem stirðnað-
ur og hlustaði eftir marrinu í
í hurðinni fram í göngin, þá er
hún laukst upp og lokaðist. Svo
sprætt hann á fætur, leit á
sve/ðið, sem hékk í slíðrum á þili
stofuhússins, þreif síðan í gyrð-
ilinn og kippti vopninu niður af
veggnum. Svo snaraðist hann
út. Þá er hann kom út á hlaðið,
sá hann, að húsfreyja gekk
hröðum skrefum niður tún-
brekkuna. Hann vatt sér fram á
varpann og kallaði:
„Bíddu mín, Ólöf.“
Hún hélt áfram för sinni og
leit ekki um öxl. Hann gyrti sig
sverðinu og hljóp síðan á eftir
húsfreyju. Þá er hún heyrði
fótatakið, nam hún staðar og
sneri sér við. Teitur hægði á
sér og gekk löngum, en föstum
skrefum til húsfreyju, stað-
næmdist fyrir framan hana og
horfði á hana hvatlegur og
hvasseygur.
„Rasa þú nú ekki fyrir ráð
fram, húsfreyja. Enn hefur ekk-
ert það gerzt, sem ekki verði um
bætt, ef þar að fylgist vilji okk-
ar beggja. Son eigum við og hann
hinn mannvænlegasta, en ef þú
leitar nú fundar við Ingjald,
kynni til þeirra hluta að draga,
sem kosta mundu ekki að eins
sóma okkar, heldur líf, og hver
yrði þá hlutur sveinsins? Bið ég
þig þess nú lengstra orða, að þú
haldir heim og róir skap þitt og
leiðir síðan að því hug þinn af
alvöru og festu, hvað hollast sé
og drengilegast, því að þú ert
bæði góð kona og vitur.“
„Tröll hafi lof þitt og fyrir-
hyggju!“ mælti Ólöf húsfreyja
og stóð þarna stælt og heit —
og lék golan að gullnu hárinu,
svo að skuggar kvikuðu um rjóða
vangana og hvítan hálsinn.
„Hirði ég nú eigi framar um
þinn vilja, og kemur það enn
fram, sem ég hef raunar lengi
vitað, en aldrei svo ljóslega sem
í dag, að ekki berð þú frekar en
heimskur rakki skyn á skaplyndi
þeirra kvenna, sem ekki verða
metnar til landaura og keyptar
eða seldar. Skal þess nú freistað,
sem mér er raunar ljúft, að
færa þér son, er þannig sé undir
kominn, sem þú hafðir til ætl-
azt um Búa. Átt þú svo ekki
annarra kosta völ en varðveita
eftir megni fyrir sjónum al-
mennings, sóma þinn og þeirr-
ar konu, sem þú ert kvæntur og
er móðir sveinsins, sem þú annt
meir en augum í höfði þér.“
Teitur bóndi brá við hart, lagði
höndina á meðalkafla sverðs
síns og mælti:
„Vel má ég, Ólöf húsfreyja,
taka þig og leiða eður jafnvel
bera til bæjar og sitja hjá þér
og gæta þín, unz þú hefur stillt
skap þitt. Þó mun ég ekki þenn-
an kost upp taka, heldur skalt þú
velja um tvo aðra. Annar er sá,
að þú haldir nú heim og látir
sem ekkert hafi í skorizt, en ég
gangi á fund Ingjalds og setji
honum þau skilyrði og bjóði
honum þau boð, sem honum og
hans mega að góðu koma, —
hinn, að ég fari með þér á fund
hans og bjóði honum að berjast
við mig. Hann á sverð og hefur
það hjá sér í búðinni, og hann
mun allvel kunna að beita því,
þar eð hann hefur sagt mér, að
hann eigi því að launa fjör sitt
og frelsi.“ Teitur dró nú sverð
sitt úr slíðrum og brá því, og
stafaði það bláu bliki í fölvu
skini hallandi haustsólar. Hann
skók brandinn og mælti: „En
þess bið ég þig að gæta, hver
sem verða kynni hugur þinn, þá
er þér gæfist tóm til að hugsa
ráð okkar allra, að þó að Ingjald-
ur kunni að hafa beitt sverði í
vopnasennum, þá mundi mér
duga svo sú leikni, sem ég hlaut
með þýzkum skilmingameistur-
um, að ekki sé ugglaust hvor
okkar Ingjalds gangi heill frá
viðskiptum okkar.“
Ólöf húsfreyja bliknaði, og
það setti að henni skjálfta, svo
sem kuldahrollur hefði gripið
hana. Hún horfði á sverðið Teits
og rétti síðan fram hendurnar,
eins og hún hygðist grípa um
eggteinana. Því næst sagði hún
andstutt og lágmælt og lét hend-
ur síga:
„Lát mig heyra, hvern hlut
þú ætlar Ingjaldi?"
Teitur mælti:
„Ég mun bjóða þeim feðgum
afgjaldslaust Villingadal á In-
gjaldssandi, því að eins og þú
veizt losnaði Villingadalurinn úr
ábúð nú um daginn, þá er Jón
gamli lézt og ekkja hans fór á
brott, og skulu þeir feðgar flytja
þangað nú þegar og Ingjaldur
róa, það sem eftir er hausts, frá
Sæbóli.“
Ólöf húsfreyja sagði, og var nú
svo hress í máli, að kalla mátti,
að hún væri áköf:
„Far þú til Ingjalds og seg þú
honum, að það sé minn vilji sem
þinn, að hann gangi að þeim
kostum, sem þú nú setur.“
Nú var sem fölva brygði á
sólbrúnað andlit Teiti. Hann
drúpti höfði, og féll niður hönd-
in með sverðinu. Þá brosti Ólöf
húsfreyja við honum, og reisn
hennar varð söm og hún hafði
verið, þá er samtalið hófst.
Teitur mælti:
„Standa mun ég við það, sem
ég hef þegar mælt, en stundum
er eigi betra líf en hel.“
Hann slíðraði síðan sverð sitt
og gekk til sjávar. Hann fór
hægt, en sté þungt niður, var
lítið eitt loti'nn í herðum.
Þegar hann kom ofan á Mal-
irnar, sá hann, að Ingjaldur sat
niður á kambinum úti fyrir búð
sinni og fágaði sverð sitt með