Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 15
Nr. 6 Hlima er bezt 175 háfsroði. Hann spratt á fætur, þá er hann sá Teit, og lét lúta blóðrefilinn á sverðinu. Teitur sagði: „Boð hef ég þér að flytja frá okkur húsfreyju, báðum sem öðru.“ Ingjaldur beit á kamp. Hann var brúnasíður og svipþungur. Hann svaraði engu, og hélt þá Teitur áfram: „Þið feðgar skuluð þegar flytja að Villingadal og búa á þeirri jörð afgjaldslausri, meðan mín nýtur við, og flytja skalt þú út- gerð þína strax á þessu hausti norður að Sæbóli og róa þaðan, það sem eftir er vertíðar.“ Ingjaldur blés og mælti af þunga: „Nú hefur þú nógu lengi ráðið skiptum okkar, og skal annar háttur upp tekinn. Þú hefur sverð þér við hlið, og þú hefur tjáð mér, að skilmingar hafir þú lagt stund á í utanför þinni, auk þess sem þú munt hafa æft þig nokkuð í vopnaburði sem unglingur hér á Skagamölum. Það er því tillaga mín, að við látum sverð okkar úr því skera, hverju við skulum sæta hvor fyrir sig. Forðast skulum við, svo sem við megum, að veita hvor öðrum banasár, því að ekki munum við geta ákveðið, hver verði eftirmálin, en ráða skal það úrslitum, hvor fyrr verður sár. Ef þú særir mig, skulum við faðir minn þegar flytja norður að Villingadal, en gjalda beri okkur fullt afgjald af jörðinni, og skyldur sé ég að flytja útgerð mína um leið og fólk og fé. Skal ég ekki mega hingað koma, og jafnvel þá er ég hleypi undan veðri, skal ég eigi leita hér lend- ingar. Verði hinn uppi, að ég særi þig, skal okkur feðgum heimilt að reisa bæ hér á grund- unum fyrir ofan, og skulum við hafa grasnytjar handa einni kú og þrem tugum ásauða. Skal þá okkur Ólöfu húsfreyju víta- laust að hittast, svo sem kostur er á, án þess að við verðum að neinu staðin af heimafólki eða vermönnum, sem hér hafa upp- sátur.“ Teitur sagði og glotti við: „Eigi þarf að því að spyrja, að þú sért þess albúinn að uppfylla að þínu leyti þau skilyrði, sem þú hefur nú kveðið á um?“ „Ekki munt þú fá hermdar upp á mig neinar vanefndir," svaraði Ingjaldur fastmæltur. „Hefjum þá leikinn,“ mælti Teitur og dró sverð sitt úr slíðr- um. Þeir gengust síðan að og börð- ust um hríð, án þess að annar kæmi sári á hinn, en sýnu var harðari sókn Ingjalds. Skyndi- lega brá hann við og stökk út á vinstri hlið, hafði um leið handa- skipti á sverðinu og hugðist slæma því á hægri upphandlegg Teiti. En Teitur kímdi, stökk til hægri og hjó á handbjörgina á sverði Ingjalds. Beyglaðist hún saman, og skar eggin í sundur handarjaðarinn, svo að stóð í beini. Ingjaldur kippti að sér hend- inni og horfði á blóðið, sem draup niður í gráa mölina. En Teitur vék sér við, drúpti höfði og hélt af stað upp úr fjörunni. Hann hélt á nöktu sverðinu. Þá er hann var kominn upp á grundina, leit hann á það, nam síðan staðar og þerraði blóð af egginni á gulgrænum grastoppi, og á vörum hans vottaði fyrir daufu brosi. Hann slíðraði sverð- ið og hélt því næst áfram heim að bænum. Hann gekk álútur sem fyrr, og ekki leit hann um öxl. Þá er heim kom, stóð hús- freyja í bæjardyrum. Hún var föl yfirlitum. Hún leit á hann stórum augum og skelfdum, en ekki spurði hún neins. Hann sagði henni síðan alltaf létta, seinmæltur og lágmæltur. Svo rétti hann úr sér og sagði óstyrkum rómi: „Og þú sættir færi og særðir hann, þegar hann skipti um hönd!“ Hann horfði á stéttina og þagði andartak. Síðan leit hann á húsfreyju og mælti jafnhæg- ur í máli og áður: „Ekki fannst mér rétt að láta ganga úr greipum mér tækifæri til að særa hann þannig á vinstri hendi, að eigi yrði honum hönd- in ónýt.“ Þá grét húsfreyja hljóðlega og gekk inn. En -Teitur bóndi stóð úti. Frá töngunum heyrðist hljóð- látur niður, þó að ekki sæist lóa að steini — og frá giljum fjallsins bárust þungasog. Það var norðanátt i vændum og með henni veturinn. Skömmu eftir að fólkið var komið heim frá kirkjunni, hvessti mjög af norðri, og morg- uninn eftir var hvassviðri með élj ahreytingi, hörkuf rosti og hafróti. Fjöllin höfðu faldað hvítu, ög brimreykinn lagði inn yfir hólana í norðvestri af Skagabænum, svo að gulir sinu- flókarnir urðu að klukkum, sem hafnyrðingurinn hringdi. Þennan dag fór Ingjaldui heim með hönd í fatla. Hann hafði höggvið sig í handarjað- arinn, þá er hann skyldi kljúfa hnyðju í eldinn. Þegar veðrið lægði, fluttist fólkið á Lambamúla norður á Ingjaldssand með allt sitt. Teit- ur bóndi sýndi því mikinn höfð- ingsskap, lagði til óbeðinn menn og báta, og var allt flutt á ein- um degi, fólk og búshlutir, fén- aður og hey. En skreið sína skildi Ingjaldur eftir í sjávarhúsi á Skagamölum, enda bauðst Teit- ur bóndi til að geyma hana þar til vors. Var mjög um það rætt, hve mikla rausn og velvild Teit- ur sýndi Ingjaldi. Bar öllum sam- an um, að á jafn notasælli jörð og Villingadalur var, mundi slík- ur maður sem Ingjaldur gerast ríkur bóndi, þá er stundir liðu. Ólöf húsfreyja var þennan vet- ur fámál að vanda, en hún var ekki neinu hjúa sinna köld eða meinleg. En nú var hún tómlát um forsögn verka og afskipta- minni um afköst og vinnulag. enda var hún oft eins og annars hugar. Hún sinnti syni sínum miklu minna en áður, og var sveinninn löngum hjá Þorfinnu gömlu, hlýddi á sögur og ævin- týr og nam vísur og þulur, og oft var hann þar, sem faðir hans vann að smíðum. Virtist sveinn- inn rórri en þá, er móðir hans mátti vart af honum sjá. Við bónda sinn var húsfreyja fá, en þó að ýmsu nærfærin, og með þeim var vandræðalaust með öllu, enda var hann henni mjög Ijúfur og umhyggjusamur. Nú hafði hann oft afskipti af vinnu- brögðum, sem tilheyrðu verka- hring húsfreyju, en ávallt var það sem í gamni og varð ekki beinlínis tekið sem uppbót á tóm- læti hennar. Sveininum Búa sinnti hann eigi síður sem félagi

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.