Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 17
Nr. 6
Heima er bezt
177
„Jónas í Gjánum”
Gamlar sagnir gleymskan hylur
geymist fátt frá liðnum dögum.
Lærdómsgreinar þjóðin þylur
þrýtur yndi af kynjasögum.
Kynslóðirnar koma og fara
hver ein elfa fær á brúnni
í okkar landi lifa bara.
Leifarnar af draugatrúnni.
Vil ég eina sögu sanna
samtíð minni birta í ljóðum.
Máða á spjöldum minninganna
frá mínum fornu æskuslóðum.
Yfir grónar götur fennir
gott er nýja reisu að taka.
Ef að með mér nokkur nennir
níutíu ár til baka.
Miðvikudags á morgni heiðum
margur þeytti gjarðaval.
Eé var smalað heim af heiðum
f hópum niður í Svartárdal.
Sinnar skyldu sérhver gætti
saman rekstrar störfin við.
Pram við stóru Stafnsrétt mætti
■stundum fjölmennt búalið.
Morgunverkin voru búin
vildi margur réttar til.
Hurð að Fjósum hart var knúin
hádegis um tímabil.
Eékkst þar jafnan beini beztur
bóndinn alþekkt manna val.
Kominn var þar víni hresstur
vinnumaður frá Þverárdal.
Þar var löngum gesta gaman
glösum klingt að fornum sið.
Ymsir hlut þar áttu saman
orða sennu háan klið; —
Sumar voru sóttar, varðar
svo leið tíminn fram á nón. —
Þar var skáldið Skagafjarðar
að skálum: Víðimýrar-Jón.
Jónas reiður rauk á hestinn
Téttar glaumsins þráði ys.
Nú varð ei tjónkað neitt við gestinn
á næsta leiti biðu slys. —
Hann þeim Brúna hlýfði ekki
hart var blakksins fóta drif.
Hverfa sást í moldarmekki
maðurinn suður Fjósaklif.
Flest er drukknum feigum manni
fært, á meðan dagur er.
Varkárni þó vitið banni
verka sinna geldur hver. —
Hestinn sveigði ofan að ánni
engum farartálma kveið.
Við svæðaflúð í „Syðri-Gjánni“
sundið hinzta Jónas reið.
Ofan strauminn áin bar ’ann
eyrar þar sem myndast brot.
Klukkan fjögur fluttur var ’ann
fram í Eiríksstaða-kot.
Þó andaður væri ekki beið ’ann
örugt skráir minja-safn.
Skýring á kvæðinu
Hinn 23. september 1862 skeði
það slys, að ungur maður, Jónas
Sigurðsson að nafni drukknaði í
Svartá sunnan við bæinn Skeggstaði
í Svartárdal í Austur-Húnavatns-
sýslu. — Maður þessi var á leið til
Stafnsréttar, sem er einhver stærsta
rétt á Norðurlandi. Kom síðast að
Fjósum, var drukkinn og bætti á
sig, rauk þaðan í slæmu skapi og
drukknaði í Svartá í svokallaðri
Syðri-Gjá.
Þótti mjög bera á svip eftir hann
eins og kvæðið ber með sér.
Höfundur kvæðisins er alinn upp
á Eiríksstöðum, sem er einni bæjar-
leið framar í dalnum og gæti sagt
margar sögur um svip hans, þótt
þær verði ei skráðar hér.
Annars hefur Jónas Illugason
fræðimaður á Blönduósi skráð
greinilega um svip þennan í Rauð-
skinnu.
Jónas Illugason bjó lengi í Eiríks-
staðakoti nú Brattahlíð í Svartárdal.
Dalinn fram til réttar reið ’ann
rennvotur hann kom í Stafn.
Um Svartárdalinn sást hann ríða
sífellt, þegar dimma tók.
Þessar sagnir sveima víða
svipleg spjöll og hræðsla jók. —
Renndi að hurðum reið á þökum
rétt með ánni þræða kaus.
Hófaslátt menn heyrðu á vökum
hringlaði beisliskeðjan laus.
6
Jónas margur maður kenndi '
mun það lengi í sögum haft.
Fingurna á hægri hendi
hafði kreppta um svipuskaft.
Samtíð þekkti þína hrekki
þér ei veittist dánum ró.
Fjöldanum jókstu fararhnekki
um Fjósaklif og hlíðarmó. —
Langt til baka muni mænir,
mörkuð var þér slysagröf.
Fáar vina fyrirbænir
fylgdu þér á hinztu nöf.
Kærleiksrýrðin, ríkra og snauðra
ryki á lífið stundum slær.
Leiðin milli lífs og dauðra
lengi var þér dánum fær.
Munu ei jarðlífsþrárnar þrotnar
þitt í slíðrum hefndarsverð?
Kjúkur slitnar, kaldar, brotnar,
krepptar um svipu I réttarferð.
Umhverfi þér æðra blikar
opnað dýrðar fegra svið.
Sopinn hinzti sáttubikar,
sem þú reiður skildir við.
Fýkur yfir fornar slóðir
flest er gleymt, sem liðið er.
Við neistaflug og gamlar glóðir
gaman er að orna sér.
Enginn drenur minja máttinn
mótuð sögnin lifa skal.
Heyri ég enn þá hófasláttinn
og hringl í keðju um Svartárdal.
Gísli Olafsson,
frá Eiríksstöðum.