Heima er bezt - 01.06.1954, Síða 22

Heima er bezt - 01.06.1954, Síða 22
182 Heima er bezt Nr. 6 gleymdi hún aldrei, þótt lítt væri hún á vegum íslendinga meiri hluta ævi sinnar. Hún talaði málið og skildi vel, er við hana var rætt, en ritaði það hins veg- ar ekki á síðari árum sínum, eft- ir því sem hún skrifaði mér, en kafla úr bréfi, sem hún ritaði ár- ið 1936, hef ég séð, og ber þar ekki á öðru en henni sé auðvelt að rita íslenzkt mál. — Það voru henni dýrlegar stundir, er ís- lendingar heimsóttu hana. Hún fékk þá að mæla á þeirri tungu, sem hún nam í æsku. — „Kom- ið þið blessuð og sææl!“ sagði hún ljómandi af fögnuöi, er ís- lenzk hjón bar að garði hjá henni. Árið 1947 fluttust þau hión til San Bernardino í Kaliforníu. Hrefna lagði ekki árar í bát, er þangað var komið, kom sér þar upp lækningastofu, tók þar á móti sjúklingum eftir umtali og hélt hún því áfram til dauða- dags. Síðustu árin, sem Hrefna lifði, var hún mjög hvött til að rita ævisögu sína og var í ráði að gera kvikmyndaleikrit um ævi hennar. í bréfi til mín, 17. janú- ar 1950, getur hún þessa og er henni þá ofarlega í hug að fara að vinna að framgangi þessa máls, en henni entist ekki ald- ur til þess. Hún lézt 10. júní 1950, en tveimur árum áður dó Jósef, maður hennar, 3. des. 1948. — Þau hjón létu ekki eft- ir sig neinn afkomanda. Eins og áður er getið, voru það góðir stofnar, sem að Hrefnu stóðu, og í henni hafa seinast ýmsir beztu kostir ættmanna hennar. Hún var ágætum gáfum gædd, læknir góður, skáldmælt, glöð í lund og gamansöm, höfð- inglynd og brjóstgóð, og dugnað- urinn frábær. Og ég minnist þess, að þessi lýsing, einmitt þessi lýs- ing á við langömmubróður henn- ar og starfsbróður, Odd lækni Hjaltalin. Það er gaman að bera saman myndir af þeim frænd- systkinum. Hann leynir sér ekki skyldleikasvipurinn. — Bæði störfuðu þau í erfiðum héruð- um, bæði báru þau lítið úr být- um af veraldlegum auði. En hér endar líkingin með þeim, því að Hrefna sigraðist að fullu á öll- um erfiðleikum og kom stærri og meiri út úr þeim, en Oddur átti ekki slíkum sigri að fagna á ver- aldarvísu. En þess verður þá að gæta, að barátta Hrefnu var við ytri örðugleika á manndómsár- um hennar, en Oddur varð að heyja baráttuna á heimili sínu og utan þess, og víst hefur hann getað tekið undir með þeim, sem sagði, að heimilisböl væri þyngra en tárum tæki. Vinur hans, Bjarni amtmaður Thorarensen, tók svari hans svo í erfiljóðum eftir hann, að nafn hans mun seint fyrnast. Þær gefa góða hugmynd um manninn, þessar hendingar úr kvæðinu: Konungs hafði hann hjarta með kotungs efnum, á líkn við fátæka fátækt sína ól . . . Ég vil enda þessar línur með því að vitna í ummæli Hrefnu sjálfrar, er hún í hárri elli lítur yfir farið æviskeið. Hún segir svo: „Ég hef lifað, elskað og verið elskuð, séð lífið í fullkomnun sinni og yndisleika og jafnframt 1 biturleika sínum, og ég vildi ekki skipta á reynslu minni og konungsins. Lífið er heillandi ævintýr. Það, sem oss virðist í dag missir, er ef til vill aðeins upphaf að nýju ævintýri. Missir þess, sem mér um skeið var dýr- mætast í heimi, varð mér að leið- arljósi, — leiðarljósi að nýjum og háleitari áhugamálum." Smælki Að sýna skilning á sérhverju sundurleitu málefni getur verið mikil andleg vinna og áreynsla, sem sífellt endurtekur sig. En segja má, að það sé vinna, sem borgi sig, því að hún launar sig sjálf. Nú, þegar kosningahugur virð- ist vera í svo mörgum, er ekki úr vegi að rifja upp atburð, sem gerðist í Danmörku í kosninga. baráttu fyrir nokkrum árum. Frambjóðandi einn stóð í ræðu? stól og talaði fyrir fullu húsi á- heyrenda. Allt í einu var hann ónáðaður með því að honum var rétt bréf upp í ræðustólinn. Hann opnaði bréfið og mitt á tfrjctAtekkur Ofar Akratorfu er ofurlítið tún, vin á gráum grundum gilsins undir brún. Búsmali oft hér unir við ilminn frá kjarnarót, gráðugur tungu teygir töðugresinu mót. Þarna áður hún amma átti sér lítinn bæ, einsetukona kölluð, kastaði fáu á glæ. Eina átti hún kúna og ellefu vænar ær, beyjaði sjálf og hirti með hugulsemi um þær. Börnin sín upp þar ól hún, erfiði bóndans hlaut, ræktaði tún, og ruddi ríflegu grjóti á braut. Þó erfitt hún stundum ætti, til annarra sótti ei hjálp, harðneskjan henni fleytti heims yfir kalda gjálp. Nú er hér ekkert eftir utan vallgróin tótt, svipmynd úr sögu þjóðar sögn um þá vösku drótt. Vinjarnar þessar vitna vökult um bóndans starf: Að gefa niðjunum gróður grænni, og meiri í arf. Magnús á Vöglum. auðri pappírsörk stóð skrifað með stórum stöfum þetta eina orð: „Fábjáni“. Ræðumaður stóð nokkur augnablik þegjandi og hugsaði sig um. Svo hélt hann pappírs- örkinni upp fyrir áheyrendum, svo að þeir gætu séð hana, og sagði: „Herrar mínir og frúr! Ég hef fengið mörg nafnlaus bréf um ævina, þar sem ég hafði enga hugmynd um sendanda. En nú ber nýrra við, því að með þetta bréf er það alveg öfugt, send- andinn hefur gleymt að skrifa það, en aðeins munað undir- skriftina.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.