Heima er bezt - 01.06.1954, Qupperneq 25
Nr. 6
Heima er bezt
185
og skömmuðust sín um leið. Guðmundur blindi
strauk skegg sitt og starði fram hjá þeim með
blindum augunum og leið verst. Hann tautaði eitt-
hvað um, að veðrið væri ágætt. Jens jankaði við
því og svo var það umtalsefnið tæmt. Ingólfur fór
að snúa birkistöfunum við eldinn; þeir áttu að
hitna jafnt og svo var gaman að geta sýnt Jens, að
hann væri duglegur við stólasmíði.
— Það er sennilega óáran þar sem þú heldur til,
er það ekki?
— Ójú, ekki verður því neitað.
Svo var heldur ekki meira um það að segja. Það
varð eins og tómrúm í timanum og ekkert gerðist.
Á arninum blossaði eldurinn og fluga suðaði í glugg-
anum. En slíkt gerði þögnina ennþá átakanlegri.
—- Hja, þetta eru undarlegir tímar, sagði sá gamli
eins og andvarpandi. Það er talað um mann úr
Norðurlandi, sem kom til Þrándheims með fulla
síldartunnu i vor. Og svo skipti hann á síldinni og
heilli jörð. Það er fullyrt, að það sé satt.
Jens hristi höfuðið. Honum fannst það slæmt.
Síðan sneri hann sér að Ingólfi og sagði, að nú yrðu
þeir víst að fara að hugsa til heimferðar. Gamli
maðurinn fylgdi þeim út á hlaðið og svo stóðu þeir
þar og þögðu um allt, sem þá langaði mest til að
vita.
— Geturðu getið, hvað margar stúlkur með Ingi-
bjargarnafni eru hér í sveitinni? spurði Ingólfur
allt í einu.
Jens kipptist við og leit hvasst á drenginn. Nú
hafði hann sjálfsagt sagt allt, sem hann átti að
þegja um. Hann stóð eins og á glóðum. Hingað gæti
komið fólk, allt illt gat skeð, ef þeir tefðu lengur.
En honum leizt vel á gamla manninn blinda, nú,
kannske var eins gott að spyrja strax! — Já, Ingi-
björg, sagði hann og sneri sér að gamla manninum,
— hvað er orðið af stúlkunni, sem var í Haugsselinu
fyrir sex eða sjö árum?
— Hja, það er líklega sú Ingibjörg, sem kom frá
Hakkadal, sem þú átt við? Það er sagt, að hún hafi
vinnu einhversstaðar nálægt Þrándheimi. Á bónda-
bæ við Strind.
— Svo-o! ■— •— Jæja, lifðu vel!
Þeir voru komnir að hliðinu, þegar sá gamli ræskti
sig allt í einu. — Ef þú þarft að láta skila einhverju
til Ingibjargar, þá — þá gæti ég kannske reynt að
komast í samband við hana.
' Jens hugsaði sig um nokkur andartök. — Já, það
er ágætt, sérðu, en við hittumst sjálfsagt bráðum
aftur og getum þá talað um það. En ég vildi gjarna
biðja þig að hafa ekki orð á því við neinn, að þú
hafir hitt okkur.
— Ég sé ekki, sjáðu til! sagði sá gamli og það var
bæði spaug og sársauki í rödd hans.
XI.
Það var eins og skelfingaróp hljómaði yfir land-
inu, angistaróp þjáðra manneskja. Fólkið þrýsti sér
fastara saman. Menn spurðu, en fengu engin svör,
því að þetta var ofar öllum skilningi. Það var í júlí-
lok og fyrsta frostnóttin var komin og seinkaði fyr-
ir hinum lélega grasvexti. Hið mikla ár neyðarinn-
ar var enn ekki liðið. Nú byrjaði það í alvöru.
Og nótt eftir nótt var jörðin frosin, svo að öxin
fölnuðu og fræin dóu. Á himninum birtust ísköld
norðurljós, eins og armar illra anda, og vötn og ár
lágu milli skara.
Manneskjurnar voru orðnar svo ógnariega litlar
og hjálparlausar. Þær strituðu daginn langan,
kveiktu bál á ökrunum til þess að halda frostinu
burtu, en frostið varð samt sem áður sterkara. Brún
rófublöð og tóm, frosin kornöx breiddu sig út um
akrana. Nautgripirnir stóðu magrir og vesaldarlegir
á básum sínum og mauluðu hreindýramosann. Hlöð-
urnar voru ekki einu sinni hálfar, og ef nokkur leið
væri til að halda lífinu í skepnunum til næsta vors,
varð að spara fóðrið eins og unnt var og auk þess
reiða sig á miskunn drottins.
Þegar allt annað brást, var aðeins eitt eftir: Að
biðja til guðs. Það var margt um manninn í Odda
og Búdalnum messusunnudagana. Fjallabændurnir
voru bláir af kulda og vanlíðan og leituðu trausts
og hjálpar hver hjá öðrum. Menn, sem komu frá
Þrándheimi, töluðu um stríðið á suðurlandinu. Sví-
ar og Englendingar höfðu sameinazt um að berja
á Norðmönnum og Dönum. Kornhlöðurnar stóðu
tómar og kaupmennirnir voru allslausir. Hvað gagn-
aði það að hafa peninga að kaupa fyrir, þegar her-
skip Englendinga lágu fyrir utan ströndina og lok-
uðu öllum höfnum. Það hafði ekki komið eitt ein-
asta kornskip inn í Þrándheimsfjörðinn.
Á suðurströndinni var ástandið svo illt, að sum-
ir gerðu tilraunir til að róa til Danmerkur eftir
korni. Margir þeirra voru teknir af óvinunum. Og
það var sagt, að einn þeirra héti Þorgeir í Vík.
Jens var uppi við Híárfossinn þegar fyrsta frost-
nóttin kcm. Hann varð forviða á þessum öfugsnún-
ingi náttúrunnar. Hafði hann gleymt tímatalinu,
eða voru árstíðirnar komnar i ólag? Það hafði varla
komið heitur dagur það sem af var sumrinu og nú
var frostið komið.
Þeir lágu þétt saman þá nótt, drengurinn og hann.
Næturloftið var rakt og napurt og það hjálpaði lít-
ið, að þeir kyntu, svo að klettarnir sveipuðust rauð-
um bjarma. Maður svitnaði á annarri hliðinni en
var ískalt á hinni.
Fjórum dögum siðar fluttu þeir niður í hellinn
í Svartadj úpi, reknir þangað af kuldanum. Það varð
að hætta á, að selsfólkið yrði þeirra vart.
En Haugsselið virtist vera cautt og gleymt. Fólk-
ið var flutt þaðan nýlega. Hafði flúið. Nú var dal-
urinn aftur auður og kaldur. Ekkert baul, engar
bjöllur og engin köll í syngjandi tónum frá mjalta-
konunum.
Svo kom snjórinn. Það var í ágústlokin. Eins og