Heima er bezt - 01.06.1954, Side 27
Nr. 6
Heima er bezt
187
hennar fram í hugskotið, og hann þráði innilega
að leggja höfuðið í kjöltu hennar og finna hend-
urnar á henni strjúka yfir hár sitt. — Malí, hvísl-
aði hann, Malí! — Hann lét undan þessari tilfinn-
ingu og stundi eins og hann kenndi sársauka. —
Jens liggur inni í hellinum. Ég veit ekki hvað geng-
ur að honum. Ég er hræddur! Malí, ó, að þú værir
komin hingað í kvöld, þó ekki væri nema ofurlitla
stund!------
Hann grét — hafði ekki styrk til að yfirvinna
grát sinn. Hann stóð þarna og grét og skalf í ákafri
þrá eftir manneskju, sem var innilegri og blíðari
en Jens.
Nú marraði í frostsnjónum bak við hellinn. Jens
var að koma. Hann var eitthvað svo óvenjulega
keikur og andlitið horfði til himins, eins og hann
væri að njóta tunglsljóssins. Hann gekk að drengn-
um og nam staðar við hlið hans og starði á tunglið.
Hann sagði ekkert, stóð þarna eins og trédrumbur.
Lengi.
— Jens, hvíslaði drengurinn. Hann var angistar-
fullur.
Jens hvarflaði augunum frá tunglinu og yfir að
Djúpinu, sem var þarna líkast dökku striki í snjón-
um. Hann benti þangað. Drengurinn sá að hönd
hans skalf.
— Þarna — þarna uppfrá — sérðu það ekki?
Sjáðu, hann reikar. Og nú er skotið! Þeir skjóta á
hann. Sjáðu, hann kastar byssunni og bakpokanum
bak við sig — og — og — ó, varaðu þig, þú þarna
uppi, varaðu þig! — Skjóttu ekki — skjóttu ekki!
— Jens! æpti drengurinn og varpaði sér að hon-
um. — Talaðu ekki svona, Jens! Heyrirðu það! Ég
er hræddur, Jens — þú hræðir mig bara! Horfðu
ekki svona á mig. — Hann þrýsti sér inn að Jens
og grét sárt.
Þá var eins og Jens kæmi til sjálfs sín. Hann hélt
um gagnaugun og starði undrandi og hræddur á
drenginn. Svo tók hann Ingólf í arma sína og bar
hann inn í hellinn.
Seinna um kvöldið gengu þeir upp úr Svartadjúpi
með skíðin um öxl sér. Þeir voru þögulir. Drengur-
inn var grátklökkur ennþá. í norðurátt, yfir Svarta-
djúpsmýrina, gengu þeir á móti ísköldum vindin-
um. Snjórinn marraði undir skíðunum og kaldur
skuggi eftir tunglsljósið fylgdi þeim eins og vofa.
Jens gekk á undan, það gerði hann alltaf til þess
að drengurinn gæti þrætt brautina eftir hann. En
nú var brautin verri en enginn. Jens gekk eins og í
svefni og komst varla úr sporunum. Á hverju augna-
bliki var hann að hrasa, og stakkst þá stundum á
höfuðið niður í fönnina. Þar lá hann dálitla stund
og stundi. Slíkt hafði aldrei komið fyrir hann áður.
Ingólfur var dauðhræddur, en hann þorði ekki
að spyrja, hvert Jens ætlaði, eða hvaða tilgang þessi
næturferð ætti að hafa. Hann þorði ekki að spyrja
Jens neins í kvöld. Hann svaraði spurningum
drengsins út í hött; það var einna líkast því, sem
hann hefði misst vitið. Kannske ætlaði hann niður
í sveitina til þess að gefa sig fram. Þá færi Jens í
tukthúsið, og hann! — Hugsunin var eins og gím-
ald. Hann vissi ekki hvað falzt í þessu gímaldi, en
hann var viti sínu fjær af ótta við það.
Seint um kvöldið voru þeir komnir svo langt nið-
ur í dalinn, að ljósið í Króki sást aðeins. Þá beygði
Jens burt frá ánni og gekk á ljósið, þvers gegnum
kjarr og skafla, klifraði upp bakkana og renndi sér
svo eins og viljalaus, þar sem landinu hallaði.
Drengurinn fylgdi honum eftir. Svitinn bogaði af
honum. Það hlaut að vera eitthvað alvarlegt að
Jens, því að hann æddi áfram eins og hann þyrfti
einskis að gæta og ekkert að óttast. Skíðgarðurinn
hafði fokið niður, svo að þeir komast beint að
glugganum. Þótt hérna væri alveg slétt, víxlsté
hann sig þó á skíðunum, svo að hann hrasaði, en
stóð skjótt upp aftur og reikaði að glugganum.
Rúðan var hrímuð að innanverðu, svo að það var
ekki hægt að sjá inn.
— Jens, hvíslaði drengurinn. Sá er vit hafði, varð
að nota það á þessari stundu.
En Jens heyrði ekki. Hann slangraði að tröppun-
um og ætlaði að stíga af skíðunum, en datt kylli-
flatur. Hann lá lengi á hliðinni og fálmaði eftir
bindingunni, áður en honum tókst að losa fæturna.
Nú heyrðist lásahljóð og mjó rönd af ljósi frá
dyrunum, eins og klauf frostloftið.
— Er þarna einhver? var spurt.
— Geirmundur! — sagði Jens hógværlega. — Þú
mátt ekki taka það illa upp, en------
Þá var dyrunum skyndilega skellt í lás. — Burt
með þig, þinn — æpti hann fyrir innan dyrnar og
sló krepptum hnefanum í hurðina.
— Geirmundur! Jens lagði munninn við skráar-
gatið. — Þú verður að hlusta á mig, Geirmundur!
Það er skylda þín sem kristins manns.
— Aldrei að eilífu! Og ef þú ferð ekki strax, þá
skal ég sjá um að þú komist burt.
— Við sveltum í hel.
— Já, farðu þá bara til helvítis! Við komum sjálf-
sagt bráðum á eftir!
— En Geirmundur, neyttu skynseminnar! heyrðu
þeir að Geirþrúður sagði. Og nú heyrðu þeir stymp-
ingar fyrir innan og þungar stunur. — Hvað er að?
kallaði Geirþrúður til þeirra úti. En áður en Jens
gat svarað, heyrðu þeir rödd Geirmundar. — Þú
skiptir þér ekki af þessu, kerling! Hefurðu ekki
skipt þér nóg af þessum djöfli! Röddin varð sterk-
ari: — Og þú þarna úti, ef þú ferð ekki á stund-
inni, þá náði þig guð almáttugur! Ég ætla að skjóta
gegnum skráargatið.
— Heyrðu nú, Geirmundur! Ég er ekki einn. Ég
ber ábyrgð á litlum dreng.
— Ég er heldur ekki einn. Og nú hleypi ég af!
— Geirmundur! Angistaróp Geirþrúðar skar
myrkrið eins og eldur. Hún var víst að reyna að
taka frá honum byssuna. Loks fór hún að gráta og
stamaði á milli til Jens, að þeir skyldu gæta sín.
Þau áttu ekkert matarkyns, og nú kom Geirmund-
ur. Flýtið ykkur!
Þeir voru komnir nokkur skref frá húsveggnum,
þegar skotið reið af. Jens sneri sér við og eins og
urraði, meðan þeir flýttu sér til skógar. Ingólfur
var dauðhræddur. Honum fannst skotið vera á eftir
sér, en þrátt fyrir það, að hann var bullsveittur og
óttasleginn, hugsaði hann með sér að nú væri hann
í félagsskap við úlf.
Um miðnæturleytið vakti Guðmundur blindi konu