Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.06.1954, Blaðsíða 29
Nr. 6 Heima er bezt 189 — SLEÐINN — Draugasaga frá Norður-Noregi í Norður-Troms í Noregi gerð- ist eftirfarandi saga fyrir nokkr- um árum. Maður nokkur hafði keypt sér sleða af öðrum manni, búsettum í nánd við Narvík. Sleðinn var kominn til nýja eigandans og allt virtist með felldu um kaup- in og gripinn. Það var aðeins eitt, sem kaupandinn var óá- nægður með. Seljandinn hafði krafizt of mikils verðs fyrir hann að dómi hans. Kaupand- inn hafði greitt meginhluta andvirðisins en ekki allt. Honum virtist, að ekki gerði svo mikið til, þótt það drægist svolítið að ljúka greiðslunni að fullu, þar sem verðið hafði verið svo hátt. En að skömmum tíma liðnum og áður en greiðslunni var lokið, dó seljandi sleðans. Kaupandinn hugsaði sem svo, að eftirstöðvar verðsins gætu víst fallið niður, því að enginn vissi um þær nema hann einn. Honum fannst hann hafa full- greitt sleðann og peningarnir væru eins vel komnir í sínum vasa sem einhvers erfingja mannsins. Nú stóð sleðinn við hlöðuna ásamt öðrum akfærum bónda, og þar stóð hann um sumarið, þeg- ar enginn hafði not fyrir slík tæki. Þannig leið ein vikan af annarri, og maðurinn var alveg hættur að hugsa um eftirstöðv- ar greiðslunnar fyrir sleðann. Dag nokkurn, þegar liðið var á haust, varð bónda gengið út að hlöðunni, þar sem sleðinn stóð. Dimmt var orðið af kvöldi, og hann tók með sér vasalukt til þess að lýsa sér við að finna hluti þá, sem hann ætlaði að sækja. Hann kveikti á vasaljós- inu, þegar hann nálgaðist hlöð- una ,og ljósið féll á sleðann, sem reis upp við hlöðuvegginn. Þá gat hann ekki betur séð en mað- ur stæði hjá sleðanum. Hann var þó ekki alveg viss um þetta, en þegar hann lýsti betur, sá hann ekkert. Nokkrum dögum síðar átti hann aftur ferð út að hlöðunni. Það var að kvöldi sem fyrra skiptið, og nú brá svo við, að hann sá aftur mann standa hjá sleðanum, og nú svo greinilega, að honum þótti sem ekki væri um að villast. Hann þóttist allt í einu sjá mann, sem væri að fást við sleðann með skrúfjárn í hendi og væri að skrúfa járnin undan sleðanum. Bóndi þóttist heldur ekki sjá betur, en þetta væri seljandinn frá Narvík. Bónda varð ekki um sel og sneri hið skjótasta aftur heim til bæjar titrandi á beinum. Hið eina, sem hann gat sagt, er hann kom heim, var þetta: „Sendið peningana, sem eftir stóðu af kaupverði sleðans, þegar til ætt- ingja seljandans í Narvík“. Bóndi lá sjúkur nokkra daga, en þegar búið var að senda pen- ingana og kvittun hafði borizt fyrir greiðslunni, hresstist hann aftur. Nokkru síðar sagði hann: „Seljandinn var auðvitað kom- inn til að sækja greiðslu sína. Og ef hann hefði ekki fengið hana, mundi hann vafalaust hafa gengið aftur lengi og skrúf- að allah sleðann sundur“. Minningar . . . Framh. af bls. 176. bréfi frá Torfa, sem hann skrif- aði pilti, er hann hafði nokkr- ar spurnir af, eftir að pilturinn var farinn frá Ólafsdal og tek- inn að vinna hjá bændum. Mér finnst það vel lýsa Torfa og þvi, sem hann brýndi oft fyrir pilt- um. Hann segir: „Það er mikið gleðiefni fyrir mig, að þú hugs- ar um annarra gagn jafnt þínu. Það er kannske hægt að vinna sér stundarhag með því að hugsa aðeins um sjálfan sig. En ég skil ekki, hvernig menn geta haft ánægju af því að koma sjálfum sér upp með því að stikla á öðr- um. Hitt er ánægjulegra að keppa áfram og létta um leið undir bagga samferðamannanna. Ég hef oft sagt piltum það, að þeir þyrftu umfram allt að hugsa um að ávinna sér góðan orðstír, krónurnar koma þá væntanlega á eftir. Gott mannorð fyrst, krónurnar svo, ef þær vilja vera með.“ Hringhendan Framh. af bls. 183. Elztu rímnahætti eru nú um það bil sexhundruð ára; en hringhendan rúmlega þrjú- hundruð ára. Rímur með hring- hendum hætti skipta tugum, jafnvel hundruðum, og grúi af öðrum kveðskap er ortur við þennan brag. Enn yrkja hundruð manna hringhendur. Slikur er máttur þeirra lista, sem þjóðin virðir og metur. Sveinbjörn Benteinsson. Smælki Var ekki orðinn tengdasonur. „Góðan daginn, læknir,“ sagði gamall og vasklegur fjallabóndi og ýtti uppburðarlitlum pilti um tvítugsaldur á undan sér inn í lækningastofuna til sveitalækn- isins. „Mig langar til að biðja yður að líta hérna á hann tengdason minn. Ég skaut hann í fótinn gær, og mér finnst ekki frítt við, að hann sé svolítið haltur“. „Hvernig í ósköpunum datt yður í hug að skjóta á tengda- son yðar?“ spurði læknirinn undrandi. „Ja, lítið þér á, læknir,“ svar- aði sá gamli. „Hann var nefni- lega ekki orðinn tengdasonur minn, þegar ég skaut á hann“. Eina hvíldin. Kona skógarvarðar eins uppi í fjöllum Kanada kom reglulega til sjúkrahússins í næsta þorpi á hverju ári til að fæða barn. í einni þessi árlegu heimsókn, sem venjulega stóð hálfa aðra viku, sagði yfiiiæknirinn við hana: ,.Þér ættuð nú að hlífa yður svo- lítið og ekki vera að því að eiga barn á hverju ári“. Hún horfði á hann með undr- unarsvip og sagði svo: „Hlífa mér? Hvað eigið þér við? Þetta er eina hvíldin sem ég fæ allt árið. Nei, henni sleppi ég ekki læknir“.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.