Heima er bezt - 01.01.1956, Page 6
TIL LESENDA
„HEIMA ER BEZT“ hefir nú eins og áður var
tilkynnt skipt um heimili, eiganda og ritstjórn.
Þeim umskiptum er það að kenna, að fyrstu hefti
árgangsins verða síðbúnari en ætlað var, með því
að vistaskiptum fylgir ætíð nokkurt umstang, en
þess væntum vér, að slík seinkun þurfi ekki að
koma oftar fyrir.
Þótt ritið hafi haft vistaskipti, og eins og sjá má,
skipt að nokkru leyti um ytri búnað, þá er ætlunin,
að það haldi í megindráttum sömu stefnu og fylgt
hefir verið frá upphafi, þ. e. að höfuðkjarni þess
verði innlendur fróðleikur um menn og málefni,
þjóðhætti og þjóðleg fræði að við bættri. náttúru
landsins. Einnig greinar um forystumenn á ýmsum
sviðum. Þó er það ætlun vor, að hafa efnið nokkru
fjölbreyttara en verið hefir, með því að flytja einnig
nokkuð af erlendu efni til skemmtunar og fróðleiks,
þar á meðal framhaldssögur, sem fyrst og fremst
verða valdar til skemmtunar. Þá verða og fluttar
umsagnir um bækur eftir því sem þær berast, og
væntum vér að útgefendur minnist þess.
Það er trúa vor, að rit eins og „Heima er bezt“
fylli skarð í hópi íslenzkra tímarita, þótt þau að
vísu séu ærið mörg. Ritið hefir þegar haslað sér
völl á sérstöku sviði, sem ekki þarf að lýsa nánar
fyrir lesendum þess. Og þótt nokkru verði þar við
aukið, þá leitar það ekki inn á umráðasvæði ann-
arra. Það vonast eftir að haflda sínum eigin reit,
svo að hann sé til gagns og ánægju lesendunúm, og
að þar verði hlúð að þeim verðmætum, sem ekki
mega glatast. Það vill einnig sem fyrr vera vett-
vangur þeirra, sem frá mörgu kunna að segja, en
gera sér annars ekki tíðförult með frásagnir sínar
til blaða eða tímarita. Ætlum vér að hinum fyrri
lesendum ritsins muni það vel líka, að efni þess
verði sótt til fleiri sviða.
Margir eru þeir víðsvegar um land, sem á undan-
förnum árum hafa sent „Heima er bezt“ e.fni til
birtingar. Væntum vér þess, að þeir haldi áfram
tryggð sinni við ritið, og láti það njóta þess, sem
þeir eiga í pokahorninu af skemmtun og fróðleik,
er það ritinu mikils virði, til þess að geta haldið
fram stefnunni sem verið hefir. Allt þjóðlegt efni
er þakksamlega þegið, söguþættir um menn og at-
burði, sagnir af þrekraunum, fyrirburðum, þjóð-
sagnir o. s. frv. ennfremur smellnar stökur og lausa-
vísur, svo sem verið hefir að undanförnu.
Sakir síhækkandi verðlags á öllum hlutum höfum
vér séð oss tilneydda að hækka áskriftarverð ritsins
upp í kr. 80.00 og lausasöluverð einstakra hefta í
kr. 10.00.
Efni í ritið, bækur til umsagnar svo og annað,
er snertir innihald þess sendist til ritstjórans, Stein-
dórs Steindórssonar, Pósthólf 66 Akureyri, en öll
erindi um fjármál og afgreiðslu til útgefanda, Prent-
verks Odds Björnssonar, Akureyri.
Óskum vér svo öllum landsmönnum árs og friðar
og væntum góðrar samvinnu og samstarfs í fram-
tíðinni.
ÚTGEFENDUR.
VERÐLAUNASAMKEPPNI
fyrir AHUGALJOSMYNDARA
„Heima er bezt“ hefir ákveðið að efna til verðlaunasamkeppni fyrir áhuga-
ljósmyndara. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir beztu ljósmyndir. Ljósmynd-
iinar þurfa á einhvern hátt að minna á vetur á tslandi. Þær eiga að vera
8i/2 cm á breidd, „svartar og hvítar" og helzt á glansandi pappír. Filman
þarf að fylgja með myndinni. — Með hverri mynd þarf að fylgja stutt
gieinargerð (allt að 100 orð), sem sé nánari skýring á myndinni.
Verðlaunamyndirnar munu birtast í „//eirrta er bezt“ og áskilur tímaritið
sér einnig rétt til birtingar á þeim myndum sem berazt, enda þótt þær
hljóti ekki verðlaun. Munu eigendur þeirra mynda fá greidd venjuleg
birtingarlaun.
Myndirnar mega ekki hafa birzt á prenti áður.
MYNDIRNAR ÞURFA AÐ HAFA BORIZT TÍMARITINU FYRIR 15 MAÍ 1956
V
J
4 Heima er bezt