Heima er bezt - 01.01.1956, Qupperneq 8
6 Heima Nr. 1-2
--------------------------------er hezt ---------------------------
til guðs með hrópi konunnar, en ekki annarra fjær-
staddra manna.
Skáldi er léð sú náð og lögð er á það sú kvöð, að
varðveita frumtjáningu sína og miðla henni í lærðri
tjáningu, svo sem mæltu máli. Því getur listaskáldið
heldur ekki blekkt neinn með ósannindum fremur
en hjartsláttur, andardráttur eða raddhreimur eða
hver frumtjáning önnur. Tjáning skáldsins er innsti
kjarni þess, lifandi uppspretta, sem streymir fram
og er skylt að streyma fram.
Vald listaskáldsins á máli er slíkt, að við njótum
listar þess án þess að nokkur flytjandi blandi saman
við hana frumtjáning sinni. List skáldsins neytir
kosta málsins af rökvísri hugsun og lifandi, frum-
stæðri tilfinningu, og bundið mál íslenzkt býður
marga en stranga kosti. Skáld okkar hefur tekið
þeim kostum í einfaldleik æðstu listar.
En 'enginn verður skáld af tœkni eða kunnáttu
einni saman. Enginn verður skáld af lærdómi í að-
ferð eða athugun, listgáfuna tekur enginn hjá sjálf-
um sér, hún er áskapaður hæfileiki, hún er náðar-
gjöf. Hennar nýtur sá einn, er
getur innsta eðli sitt
eitt til vegar spurt.
Því aðeins vaknar frumtjáning, að undir ólgi. Því
aðeins hlýtur frumtjáning listrænt snið, að úr ein-
hverju sé að vinna, svo að orki á aðra, barnið sem
spekinginn, með jafn sannfærandi afli og uppruna-
legu og hjartsláttur eða andardráttur.
Frá upphafi vega hafa innblásin skáld kennt þess,
að þau voru í náð. Æðsti guð gaf þeim íþrótt vammi
firða, hann gaf þeim guðmóð, l'ann var í þeim, og
skáldið lirópar
Heill þeim, sem náðar nýtur.
Þegar skáldið minnist svefnrofa sjálfs sín í brjósti
barns eða unglings, kennir hinn þroskaði ungi
ntaður þess, að
Guð var að vekja sveininn.
Og hann vakti sveininn til sífelldrar leitar og
sveinninn játar með heilli samvizku:
Eltir köllun og boði guðs hef ég gengið,
enda er leitin mikilvæg, því
að leita er að þroskast í Drottins nafni.
Hið innblásna skáld okkar er þakklátur þiggjandi
og hógyœr fyrir guði listar sinnar. Hann veit, hvers
vert það er að njóta náðar, og sá einn á mikið, sem
mikið hefur þegið.
Allt líf er guðleg gjöf,
öll gæfa liimnesk náð.
Fyrir náð þessa guðs er ljúft að fórna öllu. Skáld-
ið biður guð sinn:
Tak gimsteina mína, en lát þú mig orð þín skilja
— — — leið mig við þína hlið,
og anda í brjóst mitt afli og guða vilja.
Guðmóði gætt kennir skáldið helgi gáfu sinnar,
því er listin heilög. Skilningurinn á helgi skáldlistar
hefur jafnan verið ljós smáþegnum sem jörlum í
ríki hennar. Þeir, sem brutu gegn þeirri helgi, guldu
þess jafnvel með missi gáfunnar. Þjóðskáld okkar
minnist eldra þjóðskálds og fátæks á veraldarvísu:
Hann erfði hvorki gull né gimsteinasafn,
græna skóga né tigið ættarnafn,
hann hlaut annan og margfalt meiri arf,
máttinn til þess að vinna heilagt starf.
Ég hygg, að það sé ekki missagt, að þjóðskáldið
mæli þau orð af sjálfs sín hjarta.er það leggur Bjarna
Thorarensen í munn í ræðum við Sölva Helgason:
„Mér er óljúft að ræða við aðra um skáldskap
minn. Hann er mitt hjartans mál. Um hann tala ég
aðeins við Guð og sjálfan mig. . . . Vissi hann, að
Sölvi átti sér líka hjartans mál, sem honum var við-
kvæmt og heilagt eins og skáldinu óður sinn?“
Oður skáldsins er hymnus, lofgjörð af lotningu
og ást:
Eg beygi kné mín og blessa þig, móðir jörð.
Eg blessa þann mátt, sem gæddi þig lífi og anda.
Hver hugsun mín er þúsundföld þakkargjörð.
Og skáldið flytur jörð, sæ, sól himins og heil-
ögum eldi lofgjörð sína, móðurinni, spekingnum,
dýrlingnum, en ekki sízt hendinni, sem hamrinum
lyftir og er hafin af innri þörf:
af líknsamri lund, sem þráir
að létta annarra störf.
Skáld lotningar og ástar er líka skáld lífsjátningar
og fagnaðar og óskastunda. Hver sál er heit af þakk-
argjörð, ög
allir lifa óskastund,
sem elska bjartar nætur.
Stundunr virðist lífsfögnuðurinn gálauslegur, en
fylling og dýpt stundarkenndar getur verið svo