Heima er bezt - 01.01.1956, Qupperneq 13

Heima er bezt - 01.01.1956, Qupperneq 13
Nr. 1-2 Heima 11 --------------------------------er bezt-----------------—---------- orðin nokkur tízka, að mönnum finnist jólin eiga að vera hvít, svo að ekkert skorti á skrautið um hátíðarnar. Sennilega er þetta vegna útlendra áhrifa. Það var snjór á flestum dönskum jólakortum, sem bárust hingað fyrr á árum. En á íslandi hefur það jafnan þótt ráðleysi að óska eftir snjóum, enda hafa flestir verið illa búnir til að mæta þeim. Ekki gat Guðmundur á Sandi einu sinni fellt sig við, að menn tignuðu fegurð jökla og öræfa, sem önduðu frá sér nágusti. Misjöfn er þó afstaða manna og gaman að bera hana saman. Siglfirðingar og ýmsir aðrir Norðlendingar leika til dæmis á snjóinn í bókstaflegri merkingu og gera hann að þjóni sín- um, er veitir skíðum þeirra skrið og æskunni holla hreyfingu. Og hvað gera Eskimóar? Þeir byggja úr snjónum hlýja bústaði, sem geyma margar ham- ingjusamar fjölskyldur um heimskautanætur. Fyrir þær er snjóleysi sama og húsnæðisleysi. í Reykjavík liggur snjórinn ekki eins mikinn hluta árs, en þeg- ar hann kemur, fylgir honum fátt gott, en oft ófærð og mjólkurleysi. Og þá sjaldan, að vinir okkar Eng- lendingar fá að sjá snjóinn, þá skelfur margur í köldum húsum, það frýs í vatnsleiðslum, menn kaupa sig af vanefnum inn í kvikmyndahús til þess að njóta þar miðstöðvarhitans eina stund. Og Parísarbúar frjósa í hel, þegar föl kemur á jörð og dálítil kuldagjóla. Ef dæma skal eftir þessu, þá er enginn vafi á því, að Grænland er á hærra menn- ingarstigi en Frakkland. En menningarmál eru ekki á dagskrá hér, og við höldum áfram að tala um veðrið og snjóinn. Margir vegir urðu ófærir um jólin vegna snjó- anna. T. d. mátti heita, að allar samgöngur legðust niður á Norðurlandi um tíma, og sunnan lands gerðist það, að Hellisheiðar- og Krýsuvíkurleið urðu báðar ófærar um svipað leyti. Undanfarna tvo ára- tugi hefur verið töluvert rætt um kost og löst á þessum tveimur leiðum. Enginn neitar því, að Krýsuvíkurleiðin sé lengri. Hinu hefur verið haldið fram, að hún væri mun snjóléttari, og mun sú skoðun fyrst og fremst vera byggð á reynslu, en ekki á beinum rannsóknum. Við skulum nú vita, hvort veðurfarsskýrslur og athuganir geta nokkra vísbend- ingu gefið í þessu deilumáli. Snjóþyngsli eru fyrst og fremst háð tvennu, úr- komumagni og hitafari. Athugum fyrst mun hitans á Hellisheiði og Krýsuvíkurvegi. A veturna verður hitinn yfirleitt því lægri sem innar dregur í landið, og bendir það til þess, að kaldara sé á Hellisheiði. Auk þess kemur það til, að hún liggur hærra frá sjó, hitinn lækkar að meðaltali um hálft stig á hverjum hundrað metrum sem ofar dregur frá sjáv- armáli. Fullvíst er því, að kaldara er á Hellisheiði. Af þessu leiðir nú þetta: Ef ársúrkoman væri jöfn á báðum leiðum, hlyti sá hluti hennar, er fellur sem snjór, að vera meiri, þar sem kaldara er. I öðru lagi verða þíðurnar færri, og þetta livottveggja veld- ur meiri snjóþyngslum. í þriðja lagi verður hitinn oftar fyrir neðan frostmark á kaldari staðnum, og þess vegna verður oftar skafrenningur, sem fyllir slóðir, jafnvel þótt snjóalög væru jafnmikil. Og nú er komið að úrkomumagninu. Um 1930 voru gerð- ar úrkomumælingar í Hveradölum um 6 ára skeið. Þær sýndu, að úrkoman er þar mun meiri en á öll- um veðurstöðvum á láglendinu í kring. Ársúrkom- an reyndist hátt á þriðja þúsund mm. í Reykjavík er hún aðeins um 900 mm, en 12—1500 á láglend- inu austanfjalls. Allt ber að sama brunni: Hellis- heiði er að jafnaði mun snjóþyngri en Krýsuvíkur- leið, og breytir engu um það, þótt svo geti viljað til, að ófært verði á báðum leiðum samtímis. Eftir jólin hefur líka sýnt sig, að mun erfiðara var að halda Hellisheiðarvegi færum. Það, sem hér hefur verið sagt um Hellisheiði, á að mörgu leyti við um aðra fjallvegi landsins, Odds- skarð og Siglufjarðarskarð, svo að eitthvað sé nefnt. Hitinn lækkar og úrkoman eykst, eftir því sem hærra dregur frá sjó. Þessar lífæðar heilla byggða stíflast oft í fyrstu snjóum og opnast ekki fyrr en seint á vorin. Hvað unnt er að gera til úrbóta í þessu efni er ekki verkefni okkar að ræða. Líklegt er þó, að betur megi nota nútíma verksvit og vélar í þessu skyni, en gert hefur verið. Snjóýtur þurfa alltaf að vera til taks. Þessir tiltölulega stuttu vegir þurfa að vera steinsteyptir, svo að aurinn vaðist ekki upp, þegar vatn rennur á veginn úr snjógöngum og ná- lægum sköflum. Og þar sem verstu klifin eru, mætti jafnvel gera göng í bergið. Enn eru ónefnd þau áhrif snjóalaga, sem örlaga- ríkust hafa reynzt í sögu þjóðarinnar, liagleysi fyrir búfé. Samkvæmt skýrslum Veðurstofunnar gefur meðalbóndinn sauðfé sínu ekki nema 1/5 af fullri gjöf til jafnaðar á tímabilinu október—maí. Haginn er því notaður að fjórum fimmtu hlutum, og hefur sýnilega mikla fjárhagslega þýðingu. En því ber ekki að neita, að ávallt er það nokkur áhætta að treysta mikið á beit. Vetur eru misjafnir hér á landi, og þótt öll býli landsins væru skírð upp og kölluð Smáragrundir og Birkibrekkur og Sólvangar, eins og nýbýlin á seinustu árum, þá mun snjórinn halda áfram að falla fyrir því; það getur jafnvel komið Framhald, á bls. 32.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.