Heima er bezt - 01.01.1956, Síða 14

Heima er bezt - 01.01.1956, Síða 14
BROÐURAST eftir EINAR KRISTJÁNSSON, frá hermundarfelli Höfundur þessarar sögu, Einar Kristjánsson, er fæddur 1911 að Hcr- Idag læt ég verða af því að tala við hann bróður minn; annað gæti ég ekki varið fyrir guði mín- um og samvizkunni. Enginn horfir aðgjörðarlaus á bróður sinn ganga fram af hengiflugi, eða lætur hann sökkva í rótlaust kviksyndi, án þess að rétta honum hjálparhönd. Hví skyldi ég þá fremur geta horft á minn eigin bróður farast andlega og siðferðilega, án þess að aðhafast nokkuð honum til bjargar? Akvörðun mín er óhagganleg, og þegar ég hringi dyrabjöllunni á húsi hans, einbeiti ég huganum að þessu eina, og ekkert skal fá mig til að bregðast skyldunni, þó þungbær sé. Grönn, hávaxin kona opnar fyrir mér útidyrnar. Hún er ljóshærð, björt yfirlitum, með prúðan þokka í fasi. Hún vísar mér inn til bróður míns, þar sem hann situr við skrifborð sitt í litlu herbergi til hliðar við dagstofuna. Mér virðist hann fölleitari og þynnri á vangann en ég hafði vænzt og með þreytulegu yfirbragði. Ég veiti einnig eftirtekt nokkrum gráum hárum og hrukkum, sem ég hef ekki tekið eftir fyrr. Fimmtugsaldurinn er þegar farinn að skilja eftir sín merki. Ég get ek'ki gengið hreint til verks í vandamáli bróður míns, vegna þess að konan er eitthvað að taka til handargagns í stofunni. Svo segi ég, til þess að segja eitthvað: — Þú gerðir okkur Ijóta bölvun, að koma ekki á spilakvöldið í gær. — Fyrst biðum við lengi eftir þér, og síðast fórum við að spila, ýmist með frúna eða blindan sem fjórða mann. Bróðir minn lítur niður fyrir sig og svarar fljót- mæltur og lágróma: — Ég komst ekki hjá því að mæta á nefndar- fundi, og það var orðið of seint að fara, þegar hann var úti. „Hann kom ekki heim fyrr en eftir miðnætti, segir frúin frammi í stofunni. — Annars held ég að þið séuð hreint og klárt með spiladellu. Þrjú spilakvöld í sömu vikunni er nú nokkuð niundarfelli í Norður-Þingeyjarsýslu. Hann stundaði nám við Reykholts- skóla og Hvanneyrarskóla, en til Ak- ureyrar flutti hann 1946, og hefir verið umsjónamtaður við Barnaskóla Akureyrar síðan 1947. Eftir Einar liafa niargar sögur bim í tímaritum og blöðum, og einnig nokkur kvæði. I útvarpi hafa líka sumar sögur hans verið lesnar. Arið 1952 kom svo út eftir hann smásögu- safnið „Septemberdagar“, sem vakti eftirtekt, og hlaut höfundurinn góða dóma fyrir. Einar hefir nú tvö sntá- sagnasöfn I undirbúningi. mikið af því góða, ekki sízt þegar setið er langt fram á nætur. Það er að mér komið að leiðrétta konuna, því að samkvæmt staðreyndum höfðum við síðastliðna viku aðeins þetta eina spilakvöld, þegar bróðir minn mætti ekki. Það er einnig föst regla okkar, að spila ekki lengur en til klukkan ellefu. En mér verður litið á bróður minn, og þá skilst mér, að ég hef verið ákaflega óheppinn með um- ræðuefni. Vandræðasvipurinn á dreyrrauðu andliti hans leynir sér ekki. Ég flýtti mér að koma honum til hjáipar og segi við frúna í gaspurtón: — En saumakvöldin hjá ykkur, blessuðum frún- um, vilja þau ekki verða nokkuð tíð og langdregin, þegar eitthvað er feitt á stykkinu, hvað umræðu- efni snertir, og ætli að afköstin verði ekki oftast í hlutfalli við tímann og málskrafið? — Hvaða ástæða heldurðu að sé til þess, að bera saman iðni og ástundun nauðsynlegra starfa ann- ars vegar, en reykingar og spiladrabb hins vegar?, svarar frúin í sama tón, um leið og hún gengur til búverka í eldhúsinu. Ég nota tækifærið samstundis og segi í hálfum hljóðum við bróður minn: 12 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.