Heima er bezt - 01.01.1956, Side 15

Heima er bezt - 01.01.1956, Side 15
Nr. i-2 Heima 13 --------------------------------er bezt---------------------------- — Jæja. Finnst þér nú, að þetta geti gengið öllu lengur? Þú veizt, við hvað ég á. Hann lítur á mig, og þegar hann sér, að ég tala af fyllstu alvöru, bregður á ný fyrir sektarroða á vöngum hans. Svo segir hann eftir stutta þögn: — Það getur verið, að ég skilji, hvað þú ert að fara. En ég get sagt þér, að það er þýðingarlaust, að þú sért að blanda þér í þetta mál. Það kemur mér einum við. — Onei, bróðir minn, segi ég. Þetta er ekki þitt einkamál. Fyrst og fremst snertir þetta aðra persónu jafnmikið, þó að með öðrum hætti sé, en við skul- um nú alveg láta það liggja milli hluta. En finnst þér kannski að þetta komi konunni þinni ekkert við? Hvað segirðu um það? Það dökknar yfir svip hans og ég fer að óttast, að ég hafi farið of harkalega í sakirnar. — Eg vil að minnsta kosti fullyrða, segir hann, að þetta komi þér ekki hið allra minnsta við, og meðan konan mín hefur enga hugmynd um annað, en allt sé með íelldu og gerir sér engar áhyggjur, þá má með nokkrum sanni segja, að málið sé henni óviðkomandi. — Gáðu nú að, bróðir minn, segi ég sefandi. Auð- vitað kemur þetta fyrst og fremst þér einum við, en það hlýtur þó óhjákvæmilega að snerta alla, sem þú ert vandabundinn. Þá rnátt því ekki misvirða, þó að ég hefji máls á þessu við þig, heldur reyna að skilja, að ég geri það í góðum tilgangi. En satt að segja furðar mig á því, að þetta skyldi geta komið fyrir mann á þínum aldri og við þínar kringum- stæður. — Þú talar eins og ég hefði drýgt stórglæp. En hví skyldi svona ekki alveg eins geta hent mig, eins og hvern annan? — Fyrst og fremst ert þú nú lífsreyndur og sið- ferðislega þroskaður maður. — Bull. Lífsreynzla verður ekki mæld í árum, svo einhlítt sé og þó að ég sé fullorðinn að árum, skortir vafalaust margt á reynzluna og þroskann, enda sækist ég ekki eftir að þroskast frá lífinu sjálfu. — Við skulurn nú sleppa því í bráðina. En hvern- ig er það, áttu ekki myndarlega og ástrfka eigin- konu? — Jú, það á ég sannarlega. — Og þú átt hraust og mannvænleg börn, er ekki svo? — Jú, krakkarnir eru efnilegir, það er satt. — Og er ekki heimilið þitt fallegt og þægilegt í alla staði? — Jú, jú. Mikil ósköp. Húsið er alls ekki afleitt. En ég skil hreint ekki, hvað þetta kemur málinu við. — Nú. Er þér ekki Ijóst, að þetta allt til samans er svo ríkulegur skerfur af lífshamingju, að það er stórkostlegur ábyrgðarhluti að hætta svo ómetan- legum auði í tvísýnni leit eftir stopulli, og mér liggur við að segja, ósiðlegri stundargleði. Bróðir minn virðist pottþéttur gegn skynsamlegri röksemdafærslu og segir næstum nöldrandi: — Það er greinilegt, að þú skilur þetta ekki, og það hefur ekkert gott í för með sér, að ræða þetta frekar en orðið er. — Víst skil ég það, enda liggur málið ljóst fyrir. Það ert þti, sem veizt ekki að hverju stefnir. Ég skal tala greinilega, svo þú skiljir, hvað ég á við: Þú ert að leika þér með lífsgæfu þína og mannorð í fullkomnu ábyrgðarleysi, og sá leikur hlýtur að enda með skelfingu, fyrr en varir. — Ég á við, að þú skilur mig ekki og ekki heldur manneðlið eins og það gengur og gerist, anzar bróð- ir minn, furðulega stilltur. — Sjáðu til. Ég er nú kominn á þann aldur, að nú fer að halla undan fæti, fremur en hitt. Ég hef verið gæfumaður, satt er það. Svo gæfusamur hef ég verið, að þú og aðrir geta ekki vænzt þess að ég hljóti frekari vinninga í happdrætti lífsins. Framtíð mín má kallast örugg, og ég þarf engar áhyggjur að hafa vegna lífsbráttu, ef ekkert óhapp kernur fyrir. Og þegar svo er komið, að ég get ekki vænzt þess, að lífið eigi neitt óvænt eða nýtt að færa, heldur aðeins stöðvun og aftur- för, þá fer mér eins og manni, sem verður að yfir- gefa frjósaman og unaðslegan aldingarð, og leggja út á auðn og eyðimörk, og reynir þá í ofboðsflýti að hrifsa með sér eins mikið og mögulegt er af ljúf- fengustu og girnilegustu ávöxtunum. — Samlíking þín er góð, svara ég. — Hún er góð, að því leyti, sem þú líkir þér við mann, sem flanar úr aldingarði í eyðimörk. En hitt á ekki við, að tala um freistandi ávexti í þessu sambandi, því að allir vita að þetta, sem þú sækist eftir, stendur langt að baki því, sem þér liefur hlotnazt. Ég sé, að bróður mínum sárnar en hann stillir sig enn furðuvel og segir: — Ég endurtek það, að þú skilur ekki manneðl- ið, eða læzt ekki skilja það. Manninum er það í blóð borið, að sækjast eftir meiru en því, sem hann hefur, og hann miklar ávalt fyrir sér þau gæði, sem honum hefur ekki auðnazt að komast yfir. Ég skal tala ljósara, það er ástæðulaust að vera alltaf að viðhafa þetta rósamál. Hann getur elskað þá

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.