Heima er bezt - 01.01.1956, Síða 18
16 Heima Nr. 1-2
--------------------------------er bezt----------------------------
Sönnun á velgengni. Bifreiðin kostar 7.000 sterlingspund,
er ein af nýjustu gerðum frá Mercedes-Benz verksmiðjunni,
og ungfrú Sagan er að hugsa um að kaupa hana.
veitt hæstu verðlaun, sem Frakkar veita fyrir bók-
menntir, og í Hollywood var keyptur réttur, til þess
að gera eftir henni kvikmynd. Og auðvitað hefir
hún aflað höfundinum of fjár — sem hún bersýni-
lega eyðir í kappakstursbíla.
Eftir að ég las bókina, hafði mig alltaf langað til
að hitta höfundinn. Söguhetjan, Cecile, sautján ára
gömul stúlka, er í sumarleyfi í Suður-Frakklandi
með föður sínum, fríðum, glaðlyndum ekkjumanni,
og lifa þau lífinu saman í ábyrgðarleysi. En þá
verður faðirinn ástfanginn, og stappar nœrri, að
hann kvænist Önnu, fallegri, venjulegri, miðaldra
konu, af allt öðru sauðahúsi, sem hefir mjög ólikan
siðferðilegan mœlikvarða á hlutunum. Hinu kæru-
leysislega lífi föður og dóttur er stofnað i voða.
Anna kemur Cecile í skóla, og upp frá því er eilifur
eldur á milli þeirra. Á endanum ber Cecile sigur úr
býtum.
Slíkar bækur skrifa Frakkar svo vel, og dá svo
mjög — skrifaðar af næmleika, fágaðar á yfirborð-
inu, og áherzla lögð á skaplyndi manna og blæ-
brigði í sambandi þeirra, fremur en miklar geðs-
hræringar og sorgarleik.
En hvers vegna hafði hún skrifað hana? Hvernig
var hún, þetta undrabarn? Af hvaða fólki var hún
komin, hvers konar lífi lifði hún, hvaðan hafði hún
fengið uppistöðuna í skáldsöguna? Umfram allt,
hvaða áhrif hefir svo ótrúleg velgengni haft á stúlku
á þessum aldri?
Ég hitti hana fyrst heima í íbúð foreldra sinna —
stórri, þægilegri íbúð, þar sem ekkert vantar og
heldur ekki þjónustustúlkur og mömmu, sem lítur
eftir öllu. Faðir hennar er ríkur, vel metinn kaup-
sýslumaður af miðstéttinni. Eldri bróðir hennar er
einnig kaupsýslumaður. Systir hennar er komin í
örugga höfn, gift og á tvö börn. Satt að segja, er
það sem á bak við liggur hjá þessum gáfaða, napur-
yrta rithöfundi, ósköp venjulegt.
Hún kom seint heim — smávaxin, taugaóstyrk,
þögul stúlka. Naumast er hægt að segja, að hún sé
fríð sýnum, en hinn niðurbældi yndisþokki í svip
hennar er aðlaðandi eiginleiki, sem verður minnis-
stæður.
Hún reykir án afláts — eins og sá, sem varla veit,
hvernig á að reykja, blæs reyknum strax út og held-
ur vindlingnum varlega fyrir framan sig. Seinna
var mér sagt, að hún eyddi miklu fé í fatnaðarkaup.
í tvo daga sá ég hana samt aldrei í öðru en ullar-
dúkspilsum og poplíntreyjum, sem ekki var laust
við að væru krumpaðar. Enga skartgripi, enga
hanzka, engan hatt og hún var jafnvel sokkalaus.
En það lét hún mig vita, að pilsin hennar væru
keypt í einni af dýrseldustu verzluninni í París.
Hvorki frægð né fé virðist hafa breytt miklu í
lífi hennar. „Sjáið þér til, ég hefi ávallt haft yfrið
nóg. Ég hefi búið heima hjá foreldrum mínum, og
þau hafa séð mér fyrir því, sem ég hefi þarfnazt.
Þau gera það enn. Það væri tilgangslaust, að ég
færi að kaupa mér hús — of mikið að sjá um, og ég
er of ung til þess að búa ein.“
AMERÍKUFÖR
„En ég get keypt bíla, sem ég er afar hrifin af,
og ég get ferðast,“ bætti hún við. „í fyrra bauð ég
mömmu minni og systur með mér til Bandaríkj-
anna.“ í New York var hún hyllt sem snillingur í
tíu daga. Þá flýði hún upp í sveit — þoldi ekki
lengur ameríska gestrisni og ljúfmennsku.
Mig langaði til þess að taka af henni nokkrar
myndir þetta kvöld, þegar hún færi út að dansa
með ungum vini sínum í einhverjum næturklúbbn-
um á Vinstri bakka Signu. „Mér þykir það leitt,
en það er ekki hægt,“ sagði hún. „Hann mundi
ekki fella sig við það, og ég ekki heldur. Sjáið þér
til, þegar ég er með kunningjum mínum, tölum
við ekki um orðstír minn. I þeirra augum er ég
rithöfundur — ekki víðfræg stúlka.“
Ég spurði hana, hvað hún hefði núna á prjón-
unum. „Aðra skáldsögu — en ég er alveg ótrúlega
Franyhald á bls. 45.
Til hægri: Rithöfundurinn að skemmta sér i nœturklúbb á
Vinstri Bakka Signu. Úr þessu umhverfi fœr hún hugmyndir
í hinar vinseelu skáldsögur sínar.