Heima er bezt - 01.01.1956, Qupperneq 24

Heima er bezt - 01.01.1956, Qupperneq 24
I í inn 17. janúar sl. var víða um lönd minnzt 11 tveggja og hálfrar aldar afmælis manns, JL sem í jafn ópersónulegum ritum og al- fræðiorðabókum hefur verið gefinn sá vitnisburð- ur, að hann væri mesti blaðamaður, samningamað- ur, stjórnvitringur og heimspekingur samtíðar sinnar. Og þótt árin hafi liðið, stendur sá dómur óhaggaður, og vel hefði mátt bæta við, eitt’af mestu göfugmennum sögunnar. Maður þessi var Benja- mín Franklin. Saga hans er eitt furðulegasta æfintýrið í æfisög- um mikilmenna heimsins. Frá fátækt og umkomu- leysi verður hann fjáður maður, einn áhrifamesti stjórnmálamaður þjóðar sinnar, sem hvað eftir ann- að var til þess kvaddur að bjarga við rnálum henn- ar, þegar mest reið á. Þótt hann fyrir fátæktar sakir ætti þess engan kost að ganga í skóla í bernsku sinni, varð hann í senn einn meðal hinna snjöll- ustu rithöfunda þjóðar sinnar, og einn hinn lærð-, asti maður sinnar samtíðar, sem vísindafélög og háskólar um víða veröld kepptust við að sýna hvers- konar sæmdir. En um fram allt, er hann ein hin fegursta fyrirmynd, sem sagan getur um, sakir mannkosta sinna og sálargöfgi og styrkrar skap- hafnar. Ævisaga hans, er hann reit á efri árum sín- um, er talin ein hin merkasta sinnar tegundar í heimsbókmenntunum, og enn, meira en hálfri ann- ari öld eftir dauða hans, er hún jafn fersk og lif- andi og þegar hún fyrst var skrifuð, og vandfundin mun betri og hollari lesning ungum mönnum. Benjamín Franklín fæddist 17. janúar 1706 í borginni Boston í Norður-Ameríku. Faðir hans var fátækur kertasteypumaður, og var Benjamín yngst- ur af 17 börnum lians. Má því fara nærri um, að oft var þröngt í búi hjá fjölskyldunni, en iðjusemi og sparneytni voru dyggðir, sem mjög voru í há- vegum hafðar á heimiliuu. Til þess að bæta ögn Á öllum öldum hafa risið upp menn, sem með sfarfi sínu og fordæmi vísa sem vifar og lýsa komandi kynslóðum. Einn slíkra manna er BENJAMÍN úr því, að ekki var unnt að veita börnunum skóla- göngu, tók gamli Franklín upp þann sið, að bjóða við og við heim til sín greindum mönnum og ræða við þá um ýmis þau málefni, sem vakið gætu eftir- tekt unglinganna og aukið þeim skilning og þroska. Tólf ára að aldri réðst Benjamín til prentnáms hjá eldri bróður sínum, sem átti prentsmiðju í Boston. En jafnframt iðnnáminu varði hann hverri tóm- stund, sem hann eignaðist, til þess að auka þekk- ingu sína og þroska, og hverjum eyri, sem áskotn- aðist, varði hann til bókakaupa, og sparaði meira að segja mat við sig í því skyni. Hann tók þegar á þessum árum að æfa sig í að rita móðurmál sitt, byrjaði hann á að lesa vandlega þar ritsmíðar, sem samdar voru á vönduðu máli, og jafnvel lærði þær utan bókar. Síðan tók hann að æfa sig sjálfur. Gat hann komið nokkrum greinum í blað, sem bróðir hans gaf út, og vöktu þær þegar í stað mikla at- hygli fyrir það, hve vel þær væru stílaðar og rök- fastar. Vissi enginn í fyrstu, hver höfundurinn var. En þessi voru einkenni á stíl hans jafnan síðan. Þeir bræðurnir áttu ekki skap saman, og lyktuðu samvistir þeirra með því, að Benjamín hljóp á brott frá bróður sínum, og kom sem hálfgerður 22 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.