Heima er bezt - 01.01.1956, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.01.1956, Qupperneq 26
24 Heima Nr. 1-2 --------------------------------er bezt---------------------------- urt það mál verið, sem til hagsbóta horfði, svo að Franklín væri þar ekki í fararbroddi, svo sem í um- bótum á hreinlæti og lifnaðarháttum almennings á heilsusamlegri hátt en verið hafði. En þótt iðn hans, blaðamennska og opinber störf sýndust ærið nóg verkefni, gafst honum samt tóm til vísindalegra rannsókna og tilrauna. Hann hafði ungur heillast af náttúruvísindunum, einkum eðlis- fræði. Gerði hann margar athugasemdir á því sviði, og uppgötvanir, sem höfðu hagnýta þýðingu, t. d. fann hann upp ofn, sem nýtti betur eldsneyti en áður. En langfrægastur varð hann fyrir rannsóknir sínar í rafmagnsfræði. Sýndi hann og sannaði með tilraunum, að eldingar eru rafmagnsneistar. Tókst honum að leiða rafmagn úr þrumuskýi í flugdreka, og varð sú uppgötvun til þess, að hann fann eld- ingavarann, sem settur er á hús, til að varna því, að eldingu slái niður í þau, en þrumueldur hafði fyrir þann tíma oft valdið stórfelldu tjóni víða um lönd. Fyrir vísindaafrek sín varð Franklín víða kunnur, ekki einungis um Ameríku, heldur einnig í Evrópu, þar sem vísindafélög og háskólar keppt- ust um að votta honum sæmdir. Mestan orðstír hefir Franklín þó getið sér vegna stjórnmálastarfsemi sinnar. Hóf hann stjórnmála- feril sinn heima í Philadelphiu, en árið 1736 var hanri kjörinn ritari fylkisþings Pennsylvaníu. Veitti það starf honum aðgang að málefnum fylkisins, en atkvæði um þau hafði hann ekki, meðan hann var ekki þingmaður, en það varð hann 1751, og var þá vissulega öllum mönnum kunnugri stjórnmál- um og þjóðfélagsháttum fylkisins. Varð hann brátt áhrifamesti maðurinn í þinginu, og var hann þó aldrei talinn mikill ræðuskörungur, en vann menn á mál sitt með ljúfmennsku og drenglyndi. Eins og fyrr segir voru Bandaríkin ennþá brezk nýlenda. Fylkin voru sjálfstæð innbyrðis, og sam- vinna milli þeirra lítil sem engin. Kanada laut um þessar mundir Frökkum, og þar sem sífelldar róst- ur og styrjaldir voru milli Frakka og Breta, þá urðu nyrztu nýlendurnar oft fyrir árásum úr þeirri átt. Franklín varð fyrstum manna ljóst, að nauðsyn væri á því, að fylkin hefðu nánari samvinnu sín á milli, einkum til þess að verjast árásum, því að svo mátti heita, að þau væru varnarlaus. Einnig taldi hann, að betri skipan þyrfti að komast á um sam- band þeirra við Bretland. Á fundi, sem haldinn var af fulltrúum 7 hinna norðlægari fylkja 1754, lagði hann fram tillögur um, að þau gerðu með sér bandalag, til að verjast innrásum Frakka. Fylkja- sambandi þessu skyldi stjórnað af sameiginlegum landstjóra, sem Bretakonungur skipaði, og á alls- herjarþingi nýlendnanna hefðu þær fulltrúa eftir stærð þeirra og fólksfjölda. Með öðrum orðum, hann vildi koma á líku skipulagi og tekið var upp í Kanada löngu seinna. En bæði nýlendurnar og Bretastjórn höfnuðu þessum tillögum. Nýlendurn- ar óttuðust, að þær myndu hver um sig glata ein- hverju af sjálfræði sínu, og Bretastjórn taldi, að með þessu fengju þær of mikið frelsi gagnvart móð- urlandinu. Ýmsir fróðir menn hafa þó síðar látið sér til hugar koma, að ef fylgt hefði verið ráðum Franklíns í þetta sinn, væri óvíst, hvort Bandaríkin hefðu nokkru sinni sagt sig úr lögum við Breta. Þegar styrjöldin við Frakka hófst 1756, gekk Franklín fast fram í að stofna sjálfboðaher, og efna til virkjagerðar á landamærum Kanada. Jafnframt eggjaði hann þess mjög, að Kanada yrði náð úr höndum Frakka, því að meðan þeir réðu þar lönd- um, gætu nýlendurnar aldrei verið óhultar. Árið 1757 var Franklín sendur af fylkisþingi Pennsylvaníu til Englands í mikilvægum erindum. Svo stóð á, að afkomendur Williams Penn, sem stofnað hafði nýlenduna, áttu þar stórmiklar jarð- eignir. Kröfðust þeir sérréttinda sér til handa um skattagreiðslu. En fulltrúarnir á fylkisþinginu vildu skattleggja þessar eignir, sem aðrar, og það því fremur, sem fylkið var í fjárþröng vegna styrjaldar- innar við Frakka. Landeigendurnir sátu í Englandi, voru þeir auðugir og áhrifaríkir, svo að brezka stjórnin lét mjög að orðum þeirra. Erindi Franklins til Englands var að fá þessu kippt í lag, að landeig- endur yrðu að greiða skatta sem aðrir menn. Þótt við ramman reip væri að draga, tókst ferðin svo giftusamlega, að Franklín vann þar fullan sigur. En ferð þessi varð honum ekki síður mikilvæg að öðru leyti. Hann kynntist mörgum ráðamönnum í Englandi, og vann vináttu þeirra og traust, og ensk- ar menntastofnanir hylltu hann fyrir afrek hans í vísindum. Varð hann eftir ferð þessa langkunn- asti maður Ameríku í Evrópu. Eftir heimkomuna naut hann enn meira trausts og virðingar en áður, og þótti nú fylkismönnum, sem engin ráð væru ráðin án hans, og önnur fylki en Pennsylvanía leituðu og trausts og ráða, þar sem Franklín var. En brátt dró nú til stærri tíðinda. Bretastjórn var í sífelldri fjárþröng, og lagði eftir eigin geðþótta skatta á nýlendurnar. Franklín hafði áður, bæði heima fyrir og í Englandi, haldið fast fram, að nýlendurnar hefðu rétt til að setja og semja lög, og leggja á skatta, sem konungur einn staðfesti og jafnframt harðneitaði hann einhliða

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.